Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 193
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
sem ég framkvæmdi meðal meltingar-
lækna hér og fékk 75% svarhlutfall, leiddi
í ljós að þeir vildu allir skima en vildu að
leitin færi fram með ristilspeglun en ekki
með hægðaprufu. Það er hins vegar dýrt
að ristilspegla og skimun með þeirri að-
ferð fyrir markhópinn sem um ræðir (allir
Íslendingar á aldrinum 50-75 ára) er nán-
ast óframkvæmanleg af þeim ástæðum.
Einnig skiptir máli að líklegast eigum við
ekki nægilega marga sérfræðinga á þessu
sviði til að anna slíkri skimun. Landlækn-
ir mælti með að þrengja aldurshópinn í
fyrstu skimun í 60-69 ára en það eru engu
að síður 32.000 einstaklingar. Reynsla
erlendis frá af skimun með ristilspegl-
un hefur einnig leitt í ljós að aðeins um
20% þeirra sem kallaðir eru skila sér, en
hins vegar eru heimtur allt að 70% þegar
skimað er með FIT-hægðaprufu. Við
vitum auðvitað ekki fyrirfram hvernig
svörunin verður hér en yfirleitt er þátt-
tökuhlutfall gott í rannsóknum og hóp-
leitum hér á landi. Mitt faglega mat var að
skimun með hægðaprufu væri hentugasta
leiðin til að standa að þessu hér á Íslandi,
líklegri til góðrar þátttöku og til að finna
þá einstaklinga sem þarf að sinna fljótt.
Þessi leið hefur einnig verið valin í ná-
grannalöndum okkar, Norðurlöndunum,
Bretlandi og Hollandi. Reynsla þeirra
er sú að þessi skimun leitar mjög mark-
visst að þeim sem eru í brýnni þörf fyrir
ristilspeglun. Í Bandaríkjunum hefur tíðk-
ast að ráðleggja ristilspeglun en ekki hef-
ur verið um formlega innköllun að ræða.
Það er hins vegar mjög dýrt að senda alla
í ristilspeglun þegar fyrirfram er vitað að
flestir þurfa í rauninni ekki á slíkri rann-
sókn að halda. Kosturinn við ristilspeglun
er svo aftur sá að með henni er hægt að
gera hvorttveggja, greina forstigseinkenni
sjúkdómsins og um leið er hægt að fjar-
lægja sepa og senda í rannsókn. Hún er
því bæði greiningarleið og fyrirbyggjandi
aðgerð. Ristilspeglun er þó ekki óbrigðul
aðferð og ekki með öllu hættulaus. Á
hinn bóginn er hægðaprófið ekki heldur
óbrigðul greiningaraðferð því vitað er að
sumar forstigsbreytingar blæða ekki og þá
mun skimunin ekki ná til þeirra einstak-
linga. Hægðapróf er líklegra til að greina
krabbamein en litla sepa. Blæðingar í ristli
geta líka stafað af öðrum orsökum en sep-
um en það mun ekki koma ljós fyrr en við
speglunina.
Við höfum í rauninni farið í gegnum
nákvæmlega sama ferlið varðandi skimun
og átt hefur sér stað víðast hvar annars
staðar. Allir eru sammála um að rétt
sé og gagnlegt að skima fyrir þessum
sjúkdómi en víða greinir menn á um
hvaða leið eigi að velja. En það er mjög
mikilvægt að halda vel utan um alla þætti
skimunarinnar til að hægt verði að meta
árangurinn til lengri tíma.“
Lúmskur og illvígur sjúkdómur
„Markmið hópleitar er að draga úr ný-
gengi og dánartíðni sjúkdóms,“ segir
Sunna. „Til eru slembaðar rannsóknir
á árangri skimunar með hægðaprófi og
þær sýna ótvírætt að í kjölfarið dregur úr
dánartíðni. Þessi markmið nást ekki nema
tryggt sé að sjúklingurinn taki þátt svo
þátttökuhlutfallið er forsenda árangurs af
skimuninni.
Það má spyrja hvers vegna aldurs-
hópurinn hafi verið þrengdur svona
innan markhópsins og ein ástæðan er ein-
faldlega sú að við ráðum ekki við meiri
fjölda á þessu stigi. Við vitum einnig að
þessi aldurshópur, 60-69 ára, er viðkvæm-
ur og við gerum ráð fyrir að minnst 8%
reynist jákvæð fyrir blóði í hægðum og
þannig í brýnni þörf fyrir ristilspeglun.
Samkvæmt rannsóknum má gera ráð fyrir
að hjá einstaklingum með jákvætt FIT
muni í 40% tilvika finnast separ og for-
stigseinkenni og þar að auki allt að 10%
með krabbamein á mismunandi stigum.
Þrátt fyrir þessi aldursmörk er mikilvægt
að benda á að það er ekkert sem hindrar
„Það eru allir sammála um
mikilvægi þess að skima
fyrir ristilkrabbameini,“
segir Sunna Guðlaugs-
dóttir verkefnisstjóri og
sérfræðingur í meltingar-
sjúkdómum.