Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 34
194 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R yngra fólk í að leita til læknis og fá að taka þátt í skimuninni eða óska beint eftir ristilspeglun. Ennfremur er rétt að taka fram að í næstu skrefum verður skimun- arhópurinn stækkaður niður á við í aldri þannig að þeir sem eru 50-60 ára munu bætast við á næstu árum. Það er heldur ekki meitlað í stein að þetta verði eina að- ferðin sem beitt er.“ Ristilkrabbamein er illvígur sjúkdóm- ur ef hann kemst á ákveðið stig að sögn Sunnu og því er gríðarlega mikilvægt að greina hann sem fyrst. Sjúkdómnum er skipt upp í fjögur stig og á fyrstu tveimur stigunum eru líkur á bata mjög góðar ef tekst að greina sjúkdóminn í tíma. „Sepa- myndun í ristli er eitt af einkennunum en það eru ekki allir separ forstig krabba- meins. Ef um er að ræða krabbameins- valdandi frumubreytingar í sepum þróast sjúkdómurinn á sirka 10 árum í ífarandi krabbamein. Það hefur sýnt sig að lifun er algerlega háð því á hvaða stigi sjúkdómur- inn greinist. Á stigi eitt eru 93% líkur á að hægt sé lækna sjúklinginn. Á stigi tvö eru líkurnar 50-70% og verða hverfandi litlar á þriðja og fjórða stigi þegar sjúkdómurinn hefur þróast yfir í meinvörp.“ Fjölskyldusagan er mikilvæg „Það er einnig mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað um fjölskyldusögu og ef einstak- lingur hefur átt foreldra eða nána ættingja sem fengið hafa ristilkrabbamein er það alltaf klínísk ábending fyrir ristilspeglun. Þessi einstaklingur á ekki að bíða eftir að verða sextugur og fá þá senda hægðaprufu heldur á hann að fara í skimun með ristilspeglun 10 árum yngri en náinn ætt- ingi var við greiningu ristilkrabbameins- ins. Skilgreiningin á þeim sem er að fara í skimun með FIT-hægðaprófi er að einstak- lingurinn sé í svokallaðri meðaláhættu, það er einkennalaus og á áhættualdri – leit með hægðaprófi er endurtekin á tveggja ára fresti hjá markhópi. Ef um er að ræða fjölskyldusögu er hann með aukna áhættu þó engin einkenni séu til staðar.“ Ristilkrabbamein er mjög lúmskur sjúkdómur og einkennin geta leynt á sér. „Helstu einkennin eru viðvarandi breytingar á hægðalosun, tregða eða niðurgangur sem varir vikum saman og er eitthvað sem sjúklingurinn hefur ekki haft áður. Blóð í hægðum án augljósra skýringa þarfnast skoðunar og ristilspeglunar, mælt er með að allar blæðingar frá endaþarmi séu teknar alvarlega. Blóðleysi af óþekktri orsök er einnig ábending og getur stafað af blæðingum ofarlega í ristli sem skilar sér í dökkum eða svörtum hægðum. Kvið- verkir eða krampar í kvið sem sjúklingur hefur ekki haft áður eru einnig ábending og hnútur eða fyrirferð í kvið kallar á tafarlausa skoðun. Þyngdartap og þrek- leysi geta einnig verið ábending en aðeins eitt af ofantöldum atriðum er nægileg ábending um að rétt sé að leita til læknis.“ Sunna segir að lokum að tíminn til áramóta verði vonandi nýttur til að undir- búa verkefnið sem best áður en kemur að sjálfri skimunni með útsendingu FIT-prufanna og í kjölfarið úrvinnslu þeirra. „Vinnan við uppsetningu gagna- grunnanna svo allt verði tilbúið til mót- töku sýnanna er verkefni þessa árs.“ FÖS T UDAG UR 8 . A PR Í L Silfurberg 08:30 Setning: Kári Hreinsson, formaður SGLÍ 09:00-12:00 Málþing um líffæraígræðslur Fundarstjórar: Helgi Kjartan Sigurðsson og Kári Hreinsson Kaldalón 12:00-13:00 Hádegisverðarfundur: Nýjungar í verkjameðferð á Íslandi Fundarstjóri: Kári Hreinsson Ríma A og B 13:00-14:30 VÍSINDAERINDI Fundarstjórar: Jórunn Atladóttir og Ásgeir Thoroddsen 15:00-16:00 VÍSINDAERINDI Fundarstjórar: : Þorbjörg Sigurðardóttir og Fritz Berndsen Kaldalón 13:00-14:30 VÍSINDAERINDI Fundarstjórar: Gunnar Mýrdal Einarsson og Sigurbjörg Skarpbéðinsdóttir 15:00-16:00 VÍSINDAERINDI Fundarstjórar: Sigurbergur Kárason og Edda Vésteinsdóttir 16:10-17:00 Veggspjaldakynning Fundarstjórar: Eiríkur Jónsson og Gísli H Sigurðsson L AUG A RDAG UR 9 . A PR Í L Kaldalón 09:00-11:45 Málþing: Botnlangabólga Fundarstjórar: Jórunn Atladóttir og Elsa B Valsdóttir Stemma 08:30-12:10 Málþing: Day case anaesthesia and surgery Fundarstjórar: Sveinn Geir Einarsson og Sigurbjörg Jóhanna Skarphéðinsdóttir Vísa 09:00-11:45 Málþing: Nýjungar í fæðinga- og kvensjúkdóma- lækningum Fundarstjóri: Helga Medek Ríma A 08:30-12:10 Málþing á vegum Fagdeildar skurðhjúkrunarfræðinga Fundarstjórar: Helga Hallgrímsdóttir og Kristín Hlín Pétursdóttir Ríma B 08:30-12:00 Málþing: Mörg andlit svæfingahjúkrunar Fundarstjórar: Sigurveig Björgólfsdóttir og Þórhildur Þórisdóttir Kaldalón 12:15-13:00 Heiðursfyrirlestur: From Ice to Spice Andri Wilberg Orrason og Ása Steinarsdóttir Kaldalón 13:00-14:30 Besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema 14:30 Þingi slitið 19:30 Hátíðarkvöldverður á Hótel Borg Sameiginlegt vísindaþing í Hörpu 8. og 9. apríl Skurðlæknafélag Ísland, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Fagdeildir svæfinga- og skurðhjúkrunafræðinga halda:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.