Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 40
200 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Upplýsingasíðan kannabis.is hefur vakið
verðskuldaða athygli að undanförnu en
þar er að finna nákvæmar og réttar upp-
lýsingar um áhrif neyslu kannabisefna
á miðtaugakerfið. Ungur læknir, Arnar
Jan Jónsson, á heiðurinn af efninu sem
þarna er að finna en auk hans stendur að
síðunni valinn hópur sem starfað hefur
að fíkn- og geðlækningum.
„Ég var að vinna á fíknigeðdeild Landspít-
alans sumarið eftir fjórða árið mitt í
læknisfræði og hluti af starfinu var að
taka fíknisögu sjúklinganna. Þá skráði ég
niður þau efni sem sjúklingarnir höfðu
notað en oft þurfti ég að spyrja sérstak-
lega um kannabisefni því það var eins og
þeim fyndist varla taka því að nefna þau,
fannst það varla vera eiturlyf. Ég fór því
að kynna mér rannsóknir sem gerðar hafa
verið á kannabisefnum og komst að því að
þau geta verið mjög skaðleg og reyndi að
útskýra það fyrir fólkinu en árangurinn af
því var takmarkaður,“ segir Arnar Jan og
bætir því við að í kjölfarið hafi hann velt
því fyrir sér hvernig best væri að koma
þessum upplýsingum til skila.
„Þá fékk ég þessa hugmynd að búa til
vef þar sem hægt væri að lesa samantekt á
þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á
áhrifum kannabis á líkamann; kaflaskipt-
an útdrátt þar sem fólk getur bara lesið í
rólegheitum upplýsingar um niðurstöður
rannsókna sem gerðar hafa verið. Þetta er
algjörlega hlutlaus texti byggður á þeim
vísindagögnum sem liggja fyrir.“
Hann segist síðan hafa borið þessa
hugmynd um upplýsingasíðu um áhrif
kannabisefna undir Engilbert Sigurðsson
prófessor og yfirlækni í geðlækningum.
„Hann tók hugmyndinni mjög vel
og við ákváðum að stofna Fræðslufélag
fagfólks um kannabisneyslu en í því
eru auk okkar Engilberts, Guðrún Dóra
Bjarnadóttir geðlæknir, Gunnhildur Vala
Hannesdóttir læknakandídat og Helena
Bragadóttir geðhjúkrunarfræðingur hefur
einnig komið við sögu. Þá hefur Margrét
Edda Örnólfsdóttir læknakandídat verið
mjög öflug við að afla styrkja sem var
nauðsynlegt til að hægt væri að koma síð-
unni upp.“
Áhrif kannabis á miðtaugakerfið
„Langflestar rannsóknir hafa verið gerðar
á áhrifum kannabisefna á miðtaugakerfið
og þá sérstaklega áhrif kannabis á geðrof,
og fyrir 18 mánuðum birtum við yfirlits-
grein í Læknablaðinu um áhrif kannabis á
geðrof og þróun geðklofasjúkdóms. Þegar
þær niðurstöður er teknar saman kemur
í ljós að þeir sem nota kannabis reglu-
lega á unglingsárum eru í 30-300% meiri
áhættu að fá geðklofa miðað við saman-
burðarhóp. Þá birtist safngreining árið
2011 sem sýndi fram á að aldur við fyrsta
geðrof var 2,7 árum fyrr hjá þeim sem
höfðu notað kannabis en þeim sem fengu
geðrof og höfðu ekki notað kannabis.
Þessi 2,7 ár skipta mjög miklu máli fyrir
þennan aldurshóp upp á tengslamyndun
og þroska og hefur mikil áhrif á með-
ferðarheldni og þróun sjúkdómsins. Stað-
reyndin er einfaldlega sú að við erum að
sjá ungt fólk leggjast inn á geðdeild með
geðrof sem rekja má til kannabisneyslu.“
Arnar segir tengsl á milli kannabis-
notkunar og lakari námsárangurs vera
vel þekkt. „Sýnt hefur verið fram á að
þeir sem notuðu kannabis reglulega á
unglingsaldri voru með marktækt lægri
greindarvísitölu en samanburðarhópur.
Þetta hefur klárlega bein líffræðileg áhrif á
heilann og síðan einnig félagsleg áhrif sem
verða til þess að ungir kannabisneytendur
detta frekar útúr skólakerfinu.
Kannabis virkar á svokallaða CB-við-
taka og þeim er skipt í tvo flokka, CB1 og
CB2. CB1-viðtaka má finna í miðtauga-
kerfinu á þeim svæðum sem hafa með
vitræna starfsemi að gera. Það er því talið
að hin ýmsu áhrif kannabis séu fyrir til-
stilli þessa viðtaka. Þar má nefna geðrof,
kvíða og þunglyndi, lakari námsárangur
sem stafar af einbeitingarskorti og lakara
skammtímaminni. Kannabis hefur einnig
áhrif á viðbragðstíma þannig að þeir sem
eru undir áhrifum eru líklegri til að lenda
í bílslysum. Fólk áttar sig ekki á þessu.“
Sest í fituvef og helmingunartíminn er langur
„Efnafræðileg áhrif kannabis eru allt önn-
ur en áfengis. Kannabis sest í fituvef og
helmingunartími þess er mun lengri en
áfengis. Það getur tekið líkamann 7 daga
að losa sig við kannabis ef þess er neytt
einu sinni og margar vikur og mánuði eft-
ir að reglulegri neyslu yfir lengra tímabil
er hætt. Af samtölum mínum við unglinga
þá heyrist mér að þeir séu alls ekki með-
vitaðir um þetta. Ég hef gert svolítið af því
að fara í framhaldsskóla og tala um áhrif
kannabis og þá fæ ég oft spurninguna
hvort það hafi áhrif að vera innan um fólk
sem reykir hass. Óbeinar kannabisreyk-
ingar. Ég veit af einni rannsókn þar sem
hópur fólks var lokaður inn í herbergi og
nokkrir reyktu jónu. Niðurstöðurnar voru
meðal annars að flestir voru með jákvætt
kannabis þvagstix og greindu einnig frá
vímuáhrifum.
Flestir unglingar finnst mér vera með-
vitaðir um að þetta geti verið hættulegt
og það er yfirleitt mikill minnihluti sem
mótmælir því sem ég segi í fyrirlestrum
í framhaldsskólunum. Þessi hópur getur
þó verið mjög hávær og virðist stundum
ráða ferðinni í umræðum mínum við
hópinn. Sumir taka það kannski persónu-
lega þegar ég fer yfir staðreyndirnar um
greindarskerðingu og minnistap.“
Arnar segir samanburð á áfengi og
kannabis eiginlega vera eins og að bera
saman epli og appelsínur því áhrifin eru
svo ólík.
„Áfengi getur sannarlega verið mjög
skaðlegt efni og hefur víðtæk áhrif á ýmis
líffæri eins og lifur og heila. Kannabis
hefur einnig skaðleg áhrif á heila en
Áhrif kannabis á miðtaugakerfið
eru alvarleg og hættuleg
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson