Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2016, Qupperneq 41

Læknablaðið - 01.04.2016, Qupperneq 41
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R birtingarmyndin ólík. Spurningin um lögleiðingu kannabis kemur oft fram. Í því samhengi hefur verið bent á að með því að lögleiða efnið og þannig draga úr glæpum tengdum sölu efnisins myndi kostnaður samfélagsins vegna heilsuspillandi áhrifa þess aukast með aukinni almennri neyslu. Þetta er því flókið mál.“ Á vefsíðunni má lesa um áhrif kanna- bis á lungun og Arnar segir erfitt að skilja á milli kannabis og tóbaks í því efni. „Kannabisreykingar hafa áhrif á lungun og þó er erfitt að skilja á milli áhrifa kannabis og tóbaks þar sem lang- flestir sem reykja kannabis reykja líka tóbak og þessum efnum er líka yfirleitt blandað saman. Kannabis getur valdið berkjubólgu í lungum og mörg skaðlegu efnin í kannabis eru þau sömu og í tóbaki. Langvinn lungnateppa og lungnakrabba- mein er þekkt meðal kannabisnotenda en það hefur reynst mjög erfitt að greina á milli áhrifa tóbaksins og kannabisefnanna. Líklega eru áhrif þess ekki jafnmikil og tóbaks.“ Kannabis sem lyf „Notkun kannabisefna sem lyfs er einnig mikið í umræðunni og má gróflega skipta því í tvo flokka. Annars vegar er kanna- bis reykt og hins vegar hefur verið búið til lyf úr kannabis með því að einangra kannabínóðan THC. Það er tekið í töflu- eða úðaformi og fólk ruglar þessu tvennu oft saman þegar talað er um kannabis sem lyf. Rannsóknirnar sem hafa verið gerð- ar á þessum efnum eru ekki sérstaklega sannfærandi. Flestar hafa rannsakað áhrif þess á ógleði í kjölfar krabbameinslyfja- meðferðar og á langvinna verki. Engin samanburðarrannsókn hefur verið gerð á kannabínóðum og nýrri ógleðistillandi lyfjum. Rannsóknir á gagnsemi þess að reykja kannabis við ógleði og uppköst- um eru illa gerðar og ekki hægt að draga ályktun út frá þeim. Tilfellum hefur verið lýst þar sem kannabis hefur verið gagnlegt sem viðbótarmeðferð fyrir krabbameins- sjúklinga en ekki eitt og sér við aukaverk- unum krabbameinslyfja. Að mínu mati þyrfti að rannsaka þetta mun betur til að hægt sé að mæla með því sem meðferð.“ Arnar segir textann á síðunni vera í stöðugri endurskoðun eftir því sem upp- lýsingar bætast við. „Grunntextinn liggur á síðunni og ég mun í samstarfi við hópinn sem stendur að þessu reyna að fylgjast með nýjustu rannsóknum á þessu sviði og bæta við upplýsingum eftir því sem þær koma fram. Síðan hef ég verið beðinn að koma í skóla, bæði félagsmiðstöðvar og fram- haldsskólana, og ræða þetta við nemendur og það er alveg sjálfsagt eftir því sem ég hef tíma og tök á. Ég hef ánægju af því. Langflestir taka mjög vel í þetta og þó ég hafi fengið einstaka neikvæð skilaboð á facebook er varla ástæða til að gera veður útaf því. Hugmyndin er sú að heilbrigðis- starfsfólk og í rauninni allir sem telja sig þurfa á upplýsingunum að halda geti nýtt sér síðuna. Ég viðurkenni að mér finnst erfitt að einfalda hlutina mjög og kannski er textinn á köflum full fræðilegur en þá eru allar ábendingar vel þegnar.“ „Staðreyndin er einfaldlega sú að við erum að sjá ungt fólk leggjast inn á geðdeild með geðrof sem rekja má til kannabisneyslu,“ segir Arnar Jan Jónsson sem hefur unnið efnið á vef- síðunni kannabis.is LÆKNAblaðið 2016/102 201

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.