Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 42
202 LÆKNAblaðið 2016/102 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Öldungasíða Læknablaðsins Síða öldunga í Læknablaðinu birtist fyrst í 9. tölublaði árið 2010. Síðan hefur hún lengst af birst í öðru hverju tölublaði. Sú síða er hér birtist er hin 38. í röðinni. Efni síðunnar er fjölbreytilegt. Endur- minningar lækna eru flestar en einnig má nefna sögulegt efni, ferðasögur, ljóð og mál- efni öldunga. Síðan hefur hlotið góðar móttökur. Far- sæl framtíð hennar er þó bundin því að menn leggi henni gott lið. Ég veit að fjöldi eldri lækna á í fórum sínum skrifað eða enn óskrifað efni sem sóma mundi sér á þessari síðu lesendum blaðsins til fróðleiks og ánægju. Páll Ásmundsson Hinn 7. júní 1962 luku 10 læknanemar embættisprófi frá lækna- deild Háskóla Íslands. Af því tilefni voru þeir boðaðir til athafnar í kennslustofu Landspítalans og fengu þar afhent prófskírteini sín úr hendi Kristins Stefánssonar forseta læknadeildar. Nokkrir læri- feður voru þarna viðstaddir og var öllum stillt upp til myndatöku. Sitjandi eru kennararnir og er kennslugrein sett á eftir hverju nafni. Frá vinstri: Kristbjörn Tryggvason (1909-1983) barnalækn- ingar, Hjalti Þórarinsson (1920-2008) handlækningar, Níels Dungal (1897-1965) prófessor í meinafræði, Kristinn Stefánsson (1903-1967) prófessor í lyfjafræði, Guðmundur Thoroddsen (1887-1968) próf- dómari, fv. prófessor í handlæknisfræði, Snorri Hallgrímsson (1912-1973) prófessor í handlæknisfræði, Ívar Daníelsson lyfjagerð. Standandi eru kandídatarnir og er framtíðarsérgrein hvers þeirra aftan við nafnið. Frá vinstri: Páll Ásmundsson alm. lyf- læknir og nýrnalæknir, Sverrir Georgsson þvagfæraskurðlæknir, Jóhannes Bergsveinsson geðlæknir, Egill Jacobsen (d. 2010) þvag- færaskurðlæknir, Guðjón Sigurbjörnsson svæfingalæknir, Inger Idsøe lyflæknir og öldrunarlæknir, Ólafur Gunnlaugsson (d. 2007) alm. lyflæknir og meltingarlæknir, Ólafur Jónsson svæfingalækn- ir, Halldór Halldórsson lyflæknir og öldrunarlæknir, Leifur Jóns- son alm. skurðlæknir og lýtalæknir. Kandídatar og kennarar vorið 1962 Vefsíðu þessa er að finna á Innraneti vefsíðu Læknafélags Íslands. Þar er að finna margvíslegan fróðleik um öldungadeildina. Á vallista vinstra megin á síðunni eru fjórir meginkaflar. Um félagið: Fræðir um lög félagsins, sögu þess og stjórn. Félagsstarf: Geymir ársskýrslur, ferðasögur og myndir, fundargerðir, kveðskap (í vinnslu) og tengi á allar síð- ur öldungadeildar í Læknablaðinu. Umræður: Hefur enn ekki tekist að vekja. Tilkynningar: Geymir einkum frétta- bréf frá stjórn félagsins. Til skamms tíma var vefsíðan lokuð öðrum en félögum öldungadeildar líkt og á við um síður annarra sérfélaga LÍ. Að ósk öldungadeildar hefur síðan nú verið opnuð öllum læknum enda hefur hún ekkert að fela. Síðan er á Innraneti LÍ sem er að finna í hægra, efra horni forsíðunnar. Menn þurfa að hafa aðgangs- og lykil- orð frá LÍ til að komast inn á það. Þegar inn er komið er smellt á reitinn „Félög lækna“ yst til hægri á bláa borðanum efst á síðunni og birtist þá meðal annars „Öldungadeild LÍ“ sem smellt er á til að komast inn á síðuna. Verið velkomin á vefsíðu öldunga- deildar LÍ! Vefsíða öldungadeildar LÍ er nú opin öllum læknum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.