Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 379 unnt var að nota. Konurnar skrifuðu undir samþykkisyfirlýsingu vegna þátttöku í rannsókninni. Siðanefnd Landspítala samþykkti rannsóknaráætlunina (58/2011). Allur matur og drykkur sem konurnar neyttu var vigtaður með ±1 g nákvæmni (PHILIPS HR 2385 vigt, Ungverjalandi) í fjóra daga samfellt á 19.-24. viku meðgöngu, annaðhvort frá miðvikudegi til laugardags eða frá laugardegi til þriðjudags. Neysla matar, drykkj- ar og allra fæðubótarefna var skráð í matardagbók jafnóðum. Konunum var úthlutað fæðuvigt og þær fengu bæði skriflegar og munnlegar leiðbeiningar varðandi útfyllingu matardagbóka. Til að auka nákvæmni í úrvinnslu var lögð rík áhersla á að skráðar væru upplýsingar um tegund matvæla sem neytt var (vörumerki) og eftir atvikum uppskriftir ef um heimalagaðan mat var að ræða. Niðurstöður voru færðar inn í næringarútreikningaforritið ICEFOOD 2.0 sem hannað var fyrir Landskönnun á mataræði Ís- lendinga 2002 (útgáfa 1.0) og endurbætt fyrir Landskönnun á mataræði Íslendinga 2010-2011.5 ICEFOOD styðst annars vegar við íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla, ÍSGEM, og hins vegar gagnagrunn fyrrum Lýðheilsustöðvar (nú innan Embættis land- læknis) um samsetningu algengra rétta og skyndibita á íslensk- um markaði. Tekið var tillit til rýrnunar næringarefna við eldun. Gagnagrunnurinn hefur að geyma 607 uppskriftir og rétti. Birtar eru niðurstöður um neyslu valinna fæðutegunda (í grömmum á dag (g/dag)), orku (sem kkal/dag), orkugefandi næringarefna (í g/ dag og sem hlutfall af heildarorkuneyslu), auk neyslu vítamína og steinefna. Niðurstöðurnar voru bornar saman við ráðleggingar um fæðuval og ráðlagða dagskammta (RDS) næringarefna fyrir barnshafandi konur.14,16 RDS er skilgreindur sem það magn nær- ingarefnis sem fullnægir þörf nánast allra í þýðinu (meðalþörf + tvö staðalfrávik). Eins voru niðurstöður bornar saman við áætlaða meðalþörf fyrir næringarefni, sem þó eru einungis til fyrir kon- ur sem ekki eru barnshafandi.14 Ef einstaklingur neytir minna en sem nemur meðalþörf fyrir viðkomandi næringarefni má áætla að 50% líkur séu á að viðkomandi fullnægi ekki þörf sinni fyrir nær- ingarefnið. Að auki voru niðurstöðurnar bornar saman við gildi sem sett hafa verið fram um efri mörk hættulausrar neyslu fyrir ákveðin næringarefni.14,16 Konurnar veittu upplýsingar um aldur, áætlaðan fæðingardag, hæð og líkamsþyngd fyrir meðgöngu, en voru vigtaðar við eða stuttu eftir komu í 20 vikna ómskoðunina (19.-24. viku meðgöngu). T-próf var notað til að kanna hugsanlegan mun á normaldreifð- um breytum á borð við neyslu næringarefna og þyngdaraukn- ingu milli kvenna í kjörþyngd og offitu annars vegar og milli kjörþyngdar og ofþyngdar hins vegar. Neysla matvæla er sjaldn- ast normaldreifð og því var stuðst við Mann-Whitney U-próf þar sem við átti. Marktækni var skilgreind sem p<0,05. Niðurstöður Upplýsingar um aldur, hæð, líkamsþyngd og líkamsþyngdar- stuðul fyrir meðgöngu, áætlaða meðgöngulengd, sem og líkams- þyngdarstuðul og heildarþyngdaraukningu má sjá í töflu I. Við 20. viku meðgöngu höfðu konur í kjörþyngd þyngst að jafnaði 1,5 kg meira en konur með LÞS ≥30 kg/m2 (p=0,04). Þyngdaraukn- ing kvenna sem flokkuðust í ofþyngd fyrir þungun virtist einnig meiri heldur en kvenna með LÞS ≥30 kg/m2, en meiri dreifing (stærra SF) þyngdaraukningar í flokki of þungra kvenna leiddi til þess að munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Heildarorka fæðunnar var að meðaltali 2149 kkal±447 kkal/ dag (tafla II). Hvorki reyndist marktækur munur í orkuneyslu né hlutfallslegri skiptingu orkuefnanna milli kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun (2157±405 kkal/dag) og þeirra sem voru of þungar (2092±457 kkal/dag) eða flokkuðust sem of feitar (2195±533 kkal/dag) fyrir þungun. Ekki reyndist heldur munur á neyslu einstakra vítamína eða steinefna milli þyngdarhópa. Niðurstöður eru þar af leiðandi birtar sem meðaltöl og staðalfrávik fyrir allar konurnar saman, ásamt dreifingu neyslunnar (hundraðshlutar). Í heildina var mataræði langstærsta hluta kvennanna innan ráðlegginga um hlutfall heildarorku hvað varðar prótein, heildar- fitu og kolvetni. Hins vegar var hlutfall mettaðra fitusýra að með- altali hærra (14% af heildarorku) heldur en mælt er með (tafla II). Neysla á dókósahexensýru (DHA) var að meðaltali 293 mg á dag. Þegar dreifing neyslunnar var skoðuð sást að einungis um 35% kvennanna náði markmiðum um neyslu ≥200 mg af DHA dag- lega. Gæði kolvetna í fæði kvennanna töldust lítil, sem endurspegl- aðist í lítilli trefjaneyslu (að meðaltali 2,1 g/MJ eða um það bil 18 g/dag) og mikilli neyslu á viðbættum sykri (12% af heildar- orku) miðað við ráðleggingar (tafla II). Einungis 20% þátttakenda náði lágmarksviðmiðum trefjaneyslu (25 g/dag). Rúmlega 60% R A N N S Ó K N Tafla I. Aldur, hæð, þyngd fyrir meðgöngu, þyngdaraukning og meðgöngulengd við þátttöku, skipt eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS) fyrir meðgöngu (kjörþyngd; LÞS <25 kg/m2, ofþyngd; LÞS 25-29,9 kg/m2 og offitu; LÞS ≥ 30 kg/m2 ). Niðurstöður eru birtar sem meðaltöl og staðalfrávik (SF). Kjörþyngd n = 98 Ofþyngd n = 46 Offita n = 39 Meðaltal SF Meðaltal SF Meðaltal SF Aldur (ár) 28,0 ± 4,9 30,0 ± 4,3 30,1 ± 4,6 Hæð (cm) 168 ± 5,6 167 ± 5,6 168 ± 6,0 Meðgöngulengd við þátttöku (dagar) 142 ± 3,0 147 ± 6,7 145 ± 3,7 Þyngd fyrir meðgöngu (kg) 60,8 ± 6,3 76 ± 5,3 93,6 ± 9,7 Þyngd við þátttöku (kg)* 65,7 ± 6,8 81,4 ± 7,1 97,3 ± 10,4 Þyngdaraukning við þátttöku (kg)* 4,7 ± 2,6 5,3 ± 4,1 3,2 ± 4,9 LÞS fyrir meðgöngu (kg/m2)* 21,5 ± 1,6 27,2 ± 1,2 33,2 ± 2,6 LÞS við þátttöku (kg/m2)* 23,2 ± 1,8 29,2 ± 1,7 34,0 ± 2,3 *Upplýsingar um þyngd við þátttöku vantaði fyrir 14 þátttakendur í kjörþyngd, einn í ofþyngd og sjö of feita.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.