Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 13

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 381 göngu, vikulegri þyngdaraukningu og hreyfingu (OR: 0,36 95% CI: 0,14, 0,94).15 Kenningar breska vísindamannsins David Barkers1 um að um- hverfi fósturs í móðurkviði geti haft áhrif á vöxt, þroska og heilsu barns allt fram á fullorðinsár voru umdeildar framan af. Rann- sóknir síðastliðinna áratuga hafa slegið á raddir um að það skipti ekki máli hvað kona borðar á meðgöngu og þær staðhæfingar heyr- ast vart lengur. Ný þekking á þó enn eftir að skila sér inn í klínískt starf, bæði hérlendis sem og erlendis. Í klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu25 er að mjög takmörkuðu leyti fjallað um fæðuval. Barnshafandi kon- um er bent á bækling um mataræði á meðgöngu sem gefinn var út árið 200826 en þekking hefur aukist umtalsvert frá þessum tíma. Endurskoðun ráðlegginganna er aðkallandi. Einnig er vel þekkt að þyngd móður fyrir þungun, ásamt mikilli þyngdaraukningu á meðgöngu, tengist ýmsum kvillum á meðgöngu og aukinni tíðni ofþyngdar hjá barninu.27,28 Líkamsþyngdarstuðull er víða notaður til að meta þörf fyrir lífsstílsíhlutanir á meðgöngu, það er að segja aðgerðir sem fela í sér bætt mataræði og aukna hreyfingu sem geta skilað árangri sem er mælanlegur á formi minni þyngdaraukn- ingar á meðgöngu.29,30 Hins vegar eru verndandi áhrif lífsstíls- íhlutana með tilliti til hættu á meðgöngusykursýki ekki eins skýr.31 Nýlega voru birtar niðurstöður úr einni stærstu íhlutunarrann- sókn (n=1555) sem hefur verið framkvæmd meðal barnshafandi kvenna.32 Þær bentu ekki til að unnt væri að beita lífsstílsíhlutun til að minnka líkur á meðgöngusykursýki og þungburafæðingum. Hluti skýringarinnar gæti þó hafa legið í því að konur í rannsókn- inni, 32 líkt og í öðrum svipuðum rannsóknum á þessu sviði, 29 voru valdar inn til þátttöku á grundvelli þyngdar fyrir þungun, en ekki á grundvelli þess hvernig mataræði þeirra (eða hreyfing) var í upphafi meðgöngu. Gert var ráð fyrir að allar konur yfir kjör- þyngd hefðu gagn af því að breyta mataræði sínu. Til að setja þetta í annað samhengi mætti líkja vali þátttakenda við að ný meðferð við háþrýstingi (til dæmis lyf) væri prófuð í hópi þar sem einungis helmingur þátttakenda væri með háþrýsting. Ein áhugaverðasta niðurstaða rannsóknar okkar, sem birt var á síðasta ári, var að konur yfir kjörþyngd sem borðuðu hollan mat reyndust ekki vera í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki heldur en konur í kjör- þyngd.15 Þetta bendir til þess að nauðsynlegt geti verið að velja þungaðar konur inn í lífsstílsíhlutanir eftir niðurstöðum skimun- R A N N S Ó K N Tafla III. Ráðlagður dagskammtur (RDS) fyrir barnshafandi konur,14,15 áætluð meðalþörf kvenna á barneignaraldri14, efri mörk hættulausrar neyslu14 ásamt upplýsingum um magn vítamína og steinefna í fæði þátttakenda (þar með töldum bætiefnum). Niðurstöður eru birtar sem meðaltal, staðalfrávik (SF) og hundraðshlutar. RDS Meðalþörf Efri mörk Meðaltal SF Hundraðshlutar n=183 5 25 50 75 95 A-vítamín, RJ (µg) 800 500 - 1088 690 377 599 835 1369 2599 Retinól (µg) - - 3000 890 661 214 421 627 1204 2338 β-karótín (µg) - - - 2227 2096 366 826 1591 2949 6069 D-vítamín (µg) 15 7,5 100 13,1 11,3 1,7 4,2 10,8 18,0 32,9 E-vítamín, α-TJ (mg) 10 5 300* 15,2 8,7 5,1 8,6 14,0 19,0 32,6 B1-vítamín, þíamín (mg) 1,5 0,9 - 2,1 1,2 0,8 1,3 1,8 2,5 4,4 B2-vítamín, ríbóflavín (mg) 1,6 1,1 - 2,6 1,3 1,1 1,6 2,3 3,2 5,6 Níasín-jafngildi (mg) 17 12 - 40 15 22 29 37 47 71 B6-vítamín (mg) 1,4 1,1 25* 2,8 1,6 1,1 1,6 2,3 3,4 5,9 Fólat, alls (µg) 500 200 1000* 580 322 208 324 527 738 1211 B12-vítamín (µg) 2 1,4 - 6,4 2,8 2,9 4,5 5,7 7,7 12,3 C-vítamín (mg) 85 50 1000 162 125 51 95 135 204 318 Kalk (mg) 900 500 2500 1107 366 590 878 1063 1276 1702 Fosfór (mg) 700 450 3000 1531 346 1047 1278 1517 1723 2153 Magnesíum (mg) 280 - 308 81 192 246 300 361 452 Natríum (mg) - - 2400*** 2838 681 1776 2341 2790 3200 3989 Kalíum (mg) 3100 - 3700 2754 679 1796 2239 2654 3161 3956 Járn (mg) 15** 10 - 20 21 6 10 15 22 40 Sink (mg) 9 5 25 17 10 7 10 14 23 38 Kopar (mg) 1 0,7 5 2,0 1,3 0,8 1,1 1,5 2,8 5,0 Joð (µg) 175 100 600 186 120 65 94 152 240 404 Mangan (mg) - - - 4,4 2,0 1,9 2,8 4,0 5,3 8,7 Króm (µg) - - - 48 33 17 25 38 67 120 Selen (µg) 60 30 300 84 37 41 59 75 104 168 Molýbden (µg) - - - 80 78 15 25 38 136 260 * Á einungis við magn sem neytt er í formi fæðubótarefna. * *Járnþörf er mjög breytileg meðal barnshafandi kvenna. Þörfin fer eftir stöðu járnbirgða við upphaf meðgöngu. *** Markmiðið er að meðal natríumneysla þýðis fari ekki yfir 2400 mg/dag.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.