Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2016, Page 28

Læknablaðið - 01.09.2016, Page 28
396 LÆKNAblaðið 2016/102 ENGLISH SUMMARY An 80-year old male presented with an infected knee replacement foll- owing repeated joint aspirations. They were carried out due to recurrent hemarthrosis resulting from an initially missed quadriceps tendon injury. The infection was eradicated first after arthrodesis. This case highlights that prosthetic joints are sensitive to infection, which once established can be difficult to eradicate. Careful consideration is necessary before aspirating prosthetic joints. Diagnosing quadriceps tendon injuries can be difficult and they must be included in the differential diagnosis of traumatic hemarthrosis. We review the initials steps in the diagnosis and management of periprosthetic joint infections. Infection of a total knee replacement following repeated joint aspiration – a case report Eyþór Örn Jónsson1, Hera Jóhannesdóttir2, Anna Stefánsdóttir3 1Department of Orthopedics, Sahlgrenska University Hospital, Gothenburg, Sweden 2Department of Orthopedics, Landspitali University Hospital, Reykjavik, Iceland, 3Lund University, Skane University Hospital, Department of Clinical Sciences Lund, Orthopaedics, Lund, Sweden Key words: periprosthetic joint infection, total knee replacement, quadriceps tendon rupture, hemarthrosis, joint aspiration. Correspondence: Eyþór Örn Jónsson, eythororn@gmail.com Heimildir 1. Whitehouse JD, Friedman ND, Kirkland KB, Richardson WJ, Sexton DJ. The impact of surgical-site infections foll- owing orthopedic surgery at a community hospital and a university hospital: adverse quality of life, excess length of stay, and extra cost. Infect Control Hosp Epidemiol 2002; 23: 183-9. 2. Huotari K, Peltola M, Jamsen E. The incidence of late prosthetic joint infections. Acta Orthop 2015; 86: 1-5. 3. Parvizi J. Periprosthetic joint infection: Practical Management Guide. Jaypee Brothers Medical Publishers, Nýju Delhí 2013. 4. Stefansdottir A. The infected knee arthroplasty [disserta- tion]. Lund University, Lundi 2010. 5. Zimmerli W, Trampuz A, Ochsner PE. Prosthetic-joint infections. N Engl J Med 2004; 351: 1645-54. 6. Bhandari M, Adili A. Evidence-based orthopedics. Wiley- Blackwell, Oxford 2011. 7. Siwek CW, Rao JP. Ruptures of the extensor mechanism of the knee joint. J Bone Joint Surg Am 1981; 63: 932-7. 8. Bates MD, Springer BD. Extensor Mechanism Disruption After Total Knee Arthroplasty. J Am Acad Orthop Surg 2015; 23: 95-106. 9. Perfitt JS, Petrie MJ, Blundell CM, Davies MB. Acute quadriceps tendon rupture: a pragmatic approach to diagnostic imaging. Eur J Orthop Surg Traumatol 2014; 24: 1237-41. 10. Geirsson AJ, Statkevicius S, Vikingsson A. Septic arthritis in Iceland 1990-2002: increasing incidence due to iatrogen- ic infections. Ann Rheum Dis 2008; 67: 638-43. 11. Della Valle C, Parvizi J, Bauer TW, Dicesare PE, Evans RP, Segreti J, et al. Diagnosis of periprosthetic joint infections of the hip and knee. J Am Acad Orthop Surg 2010; 18: 760- 70. 12. Osmon DR, Berbari EF, Berendt AR, Lew D, Zimmerli W, Steckelberg JM, et al. Diagnosis and management of prosthetic joint infection: clinical practice guidelines by the Infectious Diseases Society of America. Clin Infect Dis 2013; 56: e1-e25. 13. Mathews CJ, Weston VC, Jones A, Field M, Coakley G. Bacterial septic arthritis in adults. Lancet 2010; 375: 846-55. 14. Parvizi J, Zmistowski B, Berbari EF, Bauer TW, Springer BD, Della Valle CJ, et al. New definition for per- iprosthetic joint infection: from the Workgroup of the Musculoskeletal Infection Society. Clin Orthop Relat Res 2011; 469: 2992-4. 15. Jamsen E, Stogiannidis I, Malmivaara A, Pajamaki J, Puolakka T, Konttinen YT. Outcome of prosthesis exchange for infected knee arthroplasty: the effect of treat- ment approach. Acta Orthop 2009; 80: 67-77. S J Ú K R A T I L F E L L I aðgerð þar sem sýktir mjúkvefir eru fjarlægðir, liðurinn skolaður og skipt um þá hluta gerviliðarins sem ekki eru fastir við bein (til dæmis plasthluta sköflungs ef um gervilið í hné er að ræða). Það er forsenda fyrir þessari meðferð að sjálfur gerviliðurinn sitji vel fastur við bein. Fistill er frábending. Mælt er með gjöf sýklalyfs í æð samkvæmt næmi í 2-6 vikur eftir slíka aðgerð. Þar á eftir fylgir meðferð í töfluformi með rífampicín ásamt öðru lyfi en þar eru lyf af flokki flúorókínaólóna fyrsta val. Meðferðinni er haldið áfram í 6 mánuði í þeim tilgangi að uppræta sýkinguna. Í því tilfelli sem hér er lýst var notað ofloxacín sem er ekki lengur fáanlegt en nota má önnur lyf af flokki flúorókínaólóna, svo sem ciprófloxacín. Ef sýkingin hefur staðið lengur en í þrjár vikur er mælt með að allur gerviliðurinn sé fjarlægður og er oft framkvæmd svokölluð tveggja þrepa aðgerð. Við fyrri aðgerðina er gerviliðurinn fjar- lægður ásamt sýktum mjúkvefjum og dauðu beini og í staðinn sett inn fylling úr beinsementi sem er í laginu eins og gerviliður. Þá tekur við sýklalyfjameðferð í 6 vikur. Til að meta hvort sýk- ing hafi verið upprætt er meðal annars stuðst við mælingar á CRP og sökki. Ef tekist hefur að uppræta sýkingu er seinni aðgerðin framkvæmd en þá er nýjum gervilið komið fyrir. Tveggja þrepa aðgerð er mun umfangsmeiri og erfiðari fyrir sjúklinginn auk þess að hafa í för með sér meira álag á heilbrigðiskerfið. Því er til mikils að vinna með því að greina sýkingar í gerviliðum tímanlega. Í því tilfelli sem lýst er hér takmörkuðust meðferðarmöguleik- arnir verulega vegna þess að sjúklingurinn var með sýktan gervi- lið í hné og rof á sin fjórhöfðavöðva læris. Ein og sér eru bæði þessi vandamál mjög erfið viðureignar. Fjölmörgum mismunandi aðgerðum hefur verið lýst til að gera við rof á sin fjórhöfðavöðva læris þegar gerviliður er til staðar. Engin þeirra hefur þó reynst leiða til ásættanlegs árangurs með áreiðanlegum hætti.8 Í okkar tilfelli greindist áverkinn eftir töf sem jók enn frekar á vandann. Það getur einnig reynst erfitt að meðhöndla sýkingar í gerviliðum í hnjám. Tíðni þess að það mistækist að uppræta slíkar sýkingar lá á bilinu 0-31% í safngreiningu (meta-analysis) Jämsen og félaga sem tók bæði til rannsókna á skurðmeðferð í einu þrepi og tveimur þrepum15. Hér hefur verið fjallað um mann sem fékk sýkingu í gervilið í hné sem ekki var unnt að uppræta fyrr en gerð var staurliðs- aðgerð. Það er mikilvægt að hafa í huga að gerviliðir eru næmir fyrir sýkingum og samkvæmt skoðun greinarhöfunda ætti ekki að framkvæma liðástungu á gervilið nema að höfðu samráði við bæklunarskurðlækni. Það er nauðsynlegt að hafa rof á fjórhöfða- vöðva læris í huga þegar áverki hefur orðið á hné því eins og þetta tilfelli sýnir getur greiningin verið erfið og töf á greiningu haft vandamál í för með sér. Tímanleg og rétt greining á sýkingu í ná- lægð við gervilið í hné er gríðarlega mikilvæg til að minnka líkur á umfangsmiklum aðgerðum og verulega skertum lífsgæðum. Í því samhengi er vert að hafa í huga að við sýkingu í gervilið geta hvít blóðkorn í liðvökva verið heldur lægri en við sýkingu í eigin lið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.