Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 31

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 399 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Notkunin er því vaxandi og breiðist út um deildirnar. Til dæmis eru skurð- læknar sem gera aðgerðir vegna ristil- og endaþarmskrabbameins í startholunum að hefja notkun þjarkans. Gangi það vel eykst notkunin verulega. Þetta hefur því undið upp á sig rólega og með skynsamlegum hætti, raunar gengið ótrúlega vel. Það hafa engin tæknileg vandamál komið upp og aðgerðirnar gengið mjög vel.“ Ísland of lítið fyrir þjarkann? Þennan góða árangur má fyrst og fremst þakka einstaklega hæfu starfsfólki á skurðstofunum og deildunum sem sinna sjúklingunum. „Það var það sem menn höfðu haft mestar áhyggjur af, að þetta væri svo nýtt og flókið og Ísland væri raunar of lítið fyrir þessa tækni, hér væri of fátt fólk og að hæft starfsfólk fengist ekki. Framleiðendur tækisins höfðu líka áhyggjur af þessu og voru efins um hvort þeir ættu að selja okkur tækið. Þeim var annt um orðstír sinn og vildu ekki að tæk- in þeirra væru misnotuð. Ég hef unnið með þessi tæki frá því þau voru innleidd í Svíþjóð og get staðfest að þetta ferli hefur gengið margfalt betur en það sem ég hef séð annars staðar. Það endurspeglar enn og aftur hversu hæft starfsfólk er hér. Það er snöggt að tileinka sér nýja hluti og gengur rösklega til verks,“ segir Rafn. Við aðgerð með þjarkanum starfa álíka margir og við hefðbundnar aðgerðir: aðal- skurðlæknir situr við stjórntækið sem er í hliðarherbergi og hefur annan skurðlækni sér til aðstoðar. Í sjálfri skurðstofunni starfa tveir skurðhjúkrunarfræðingar, svæfingarlæknir og svæfingarhjúkrunar- fræðingur. Þetta er grunnteymið á skurð- stofunni en við það bætast eftir þörfum sjúkraliðar og þeir sem sinna sýnatökum. Þjarkinn er í sjálfu sér bara tæki til að gera flóknari aðgerðir með kviðsjá, það er í stað þess að opna stóran skurð eru gerð lítil göt fyrir armana fjóra á þjarkanum, þrjá skurðarma og einn með myndavél. Aukin nákvæmni og öryggi – Hverju breytir þessi tækni fyrir starfsfólkið? „Það er talsverður munur á vinnuað- stöðu læknisins. Í stað þess að standa við skurðarborðið, bogra yfir sjúklingnum og sjá oft ansi takmarkað hvað maður er að gera situr læknirinn í þægilegri stellingu á stól og hefur þar af leiðandi meiri orku og úthald í fleiri eða lengri aðgerðir. Nákvæmnin er mikil. Það helgast með- al annars af því að myndgæðin eru mikil og hægt að stækka myndina þannig að maður sér vel hvað maður er að gera og allt í þrívídd sem skiptir gríðarlega miklu máli. Sjálf skurðáhöldin eru mjög smá og hreyfanleg og hægt að fara með þau inn í lítil rými og athafna sig á þröngu svæði. Þetta eru eins og örsmáar hendur sem hægt er að koma inn á afskekktari staði í sjúklingnum. Það þýðir að hægt er að framkvæma flóknari hluti, svo sem að sauma á stöðum sem erfitt er að komast að.“ – En fyrir sjúklinginn? Þjarkinn að störfum, aðstoðarskurðlæknir fylgist með aðgerðinni á stórum skjá.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.