Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 35
LÆKNAblaðið 2016/102 403 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Jón Steinar: Þetta tengist önduninni með einhverjum hætti. Þið þekkið að bæði jóga og önnur íhugun byggist á öndun. Þarna er það sama að verki. Samtímis er þetta ákveðin „hreyfing“ og áreynsla, mest í þindinni. Það er því eflaust hægt að skýra þetta lífeðlisfræðilega. Og eins og í öðrum hobbíum erum við alltaf að takast á við áskoranir, læra ný lög. Eiríkur: Þetta er líka mikil tilbreyting og afkúplun frá því sem maður fæst við í önn dagsins. Þetta er tímafrekt en samt mjög skemmtilegt og menn láta sig hafa það að eyða öllum þessum tíma í þetta. Að því leyti er það eins og önnur hobbí, það tekur alltaf tíma. Þú heyrir á þessu að við erum ekki þarna sem vísindamenn, í kórn- um erum við „performing artists“! Jón Steinar: Já, ég held að það sé hluti af aðdráttaraflinu, að fá að vera í sviðsljósinu. Það er bæði skemmtilegt og ákveðin þjálfun sem er gagnleg. Læknar eru líka eflaust eins og annað fólk og finnst gott að fá klapp á bakið fyrir góða frammistöðu. Tímafrekt hobbí, en … Hér þarf að skjóta því inn að blaðamaður syngur líka í kór og hefur sungið með mörgum læknum. Í ljósi þeirrar reynslu vaknaði sú spurning hvort ekki gæti verið erfitt að samræma æfingasókn vaktaplani lækna, hvað þá ef þeir væru að vinna á fleiri en einum stað. Sverrir: Ætli það gildi nú ekki með fleiri kórsöngvara en lækna. Margir vinna mikið og jafnvel í fleiri en einni vinnu en eru samt tilbúnir að fórna ýmsu til þess að geta mætt á æfingar. Jón Steinar: Vaktaplön lækna setja eflaust strik í reikninginn hjá mörgum og eflaust hafa margir gefist upp á kórsöng út af tímaleysi frekar en öðru. Vaktirnar eru eflaust þrándur í götu fyrir marga. Ég hef getað raðað vöktunum hjá mér þannig að þær stangist ekki of mikið á við æfingarn- ar og náð tiltölulega góðri mætingu. En talandi um tíma þá er þetta í aðra röndina tímafrekt hobbí. Það eru fastar æfingar tvisvar í viku og svo eru aukaæfingar þegar nær dregur tónleikum. Stundum finnst manni þetta vera dálítið mikið ofan á allt annað, en samt hvarflar aldrei að mér að hætta. Svo erum við svo heppnir að til er kór sem heitir Gamlir fóstbræður, svona af því við erum komnir af léttasta skeiði, og þangað er náttúrulegur gangur þegar þar að kemur og þar er sungið fram í rauðan dauðann. Þar er sami húmorinn og kúltúrinn. Þetta er því líka hobbí sem hægt er að eldast í og það er ekki lítils virði. Maður sér það vel sem læknir að margt fólk sem fer á eftirlaun hefur engin hobbí. Það held ég að sé ekki gott og að fólki sem hefur hobbí farnist betur. Fóstbræðurnir og læknarnir Eiríkur, Sverrir og Jón, allir Jónssynir en þó ekki bræður. Ljósmynd –ÞH

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.