Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Trésagarblöð, álsagarblöð, járn-
sagarblöð, demantssagarblöð.
Allar stærðir, allar gerðir.
Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár
HJÓLSAGARBLÖÐ
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is
VIÐTAL
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Þetta er alltaf jafn gaman og allt-
af er eitthvað að gerast. Það er
sauðburðurinn á vorin, smala-
mennska o.fl. á haustin og nú hefur
fósturtalningin í febrúar bæst við,
sem allir bíða eftir. Ég er búinn að
vera að fást við kindur í 60 ár og
hef haft af þeim mikla ánægju.“
Þetta segir Tryggvi Óskarsson,
bóndi á Þverá í Reykjahverfi, sem
nú er búinn að minnka við sig, en
sonur hans, Sigurður Páll
Tryggvason, hefur ásamt fjöl-
skyldu sinni tekið við mestum
hluta búsins og stefnir á áfram-
haldandi framfarir í fjárbúinu á
Þverá. „Það er eitthvað sem gerir
það að bændur hafa áhuga á kind-
um svo lengi sem raun ber vitni,
en það er ekki alveg hægt að út-
skýra það að öllu leyti,“ segir
Tryggvi. „Ég og konan mín erum
ennþá hér með nokkrar kindur og
höfum gaman af því og fjárbændur
hafa mikið samband hver við ann-
an, sem gerir þetta skemmtilegt
félagslega.“ Það er algengt að
sauðfjárbændur hafi nokkrar kind-
ur þegar þeir fara að eldast og
þeir njóta þeirrar ánægju að sinna
þeim. Þessu er töluvert öðruvísi
farið með kúabændur þegar ald-
urinn færist yfir því það er ekki al-
gengt að menn stundi frí-
stundabúskap með kýr og
aðstæður bjóða óvíða upp á það.
Alltaf hægt að gera betur
Sigurður Páll er á sama máli og
faðir hans og finnst starfið fela í
sér margar skemmtilegar áskor-
anir og því fylgir líka eftirvænting
á hverjum árstíma fyrir sig. Hann
bendir á að það geti verið hvetj-
andi að sjá jákvæða útkomu af
ræktunarstarfinu þegar svo er, en
það er jafnframt alltaf hægt að
halda áfram og gera betur. Hann á
margar hugmyndir að því hvernig
bæta megi búskapinn og hefur
unnið að því frá því hann gerði
sauðfjárræktina að sínu aðalstarfi
fyrir nokkrum árum. Hann segir
að ekki hafi verið hægt að vera
mjög vandlátur í fyrstu meðan ver-
ið var að fjölga fénu því þá hafi
þriðja hver gimbur verið sett á. Nú
sé hins vegar kominn sá tími að
hægt er að vera vandlátari og velja
betur úr, en það skilar sér í betri
fallþunga og betri gerð, auk þess
sem tíðarfar var hagstætt á árinu
og beitin góð. Sum lömbin fengu
mjög góða dóma, samanber ein af
fallegustu gimbrunum á bænum
sem var með 45 mm í bakvöðva
þegar ómskoðað var í haust. Þá
var einn lambhrútur með alls 89
stig sem er það mesta sem hrútur
á Þverá hefur fengið hingað til.
Þeir feðgar, Sigurður Páll og
Tryggvi, ætla að setja hrútana í
ærnar í næstu viku og miða við 15.
desember. Þeir nota sæðingar að
hluta og reiknar Sigurður Páll með
að sæða allavega 50 ær, en með því
eykur hann möguleikana á að fá
góða hrúta til framhaldsræktunar.
Á Þverá er mikið til af full-
orðnum hrútum auk þess sem
margir efnilegir lambhrútar eru í
hjörðinni. Hrútatíminn er alltaf
skemmtilegur, finnst þeim feðgum,
og gaman að velja saman góða ein-
staklinga. Eftirvæntingin felst í
hvað fæðist að vori og hvernig
lömbin undan einstökum hrútum
reynast.
Saknar hrútasýninga
Tryggvi segist alltaf hafa haft
gaman af hrútunum og á fyrstu bú-
skaparárum hans voru árlegar
hrútasýningar í sveitinni. Þá komu
allir með sína hrúta á vagni aftan í
dráttarvél og þetta voru samkomur
þar sem margt var spjallað. Með
riðuveikinni sem kom á nokkrar
bæi í Suður-Þingeyjarsýslu var
tekið fyrir að sýningar sem þessar
væru haldnar til þess að koma í
veg fyrir smitleiðir. Tryggvi segist
sakna þessara tíma því þessu
fylgdi mikill félagsskapur og á
þessar samkomur komu ráðunaut-
ar sem kunnu sitt fag, en Tryggvi
man vel þegar Halldór Pálsson, þá
búnaðarmálastjóri, kom og skoðaði
hrúta í Reykjahverfi. Sumar þess-
ara sýninga voru á Þverá og það
voru skemmtilegir dagar.
Miklir möguleikar
í búgreininni
Sigurður Páll er bjartsýnn á
fjárbúskapinn. Hann segir að menn
eigi að nota sér þá sérstöðu sem ís-
lenski fjárstofninn hefur og nefnir í
því sambandi litaflóruna sem
dæmi. Þar séu miklir möguleikar
hvað varðar ullina og stofninn sem
slíkur sé einstakur. Enginn deilir
um gæði kjötsins og framfarirnar
hafa verið miklar á undanförnum
árum. Það er góð samvinna hjá
þeim feðgum og öll fjölskyldan
hjálpast að. Á undanförnum árum
hefur húsakosturinn á Þverá verið
bættur, vinnuhagræðing við hey-
gjöfina er orðin mikil og end-
urræktun túna hefur bætt heyfeng-
inn. Alltaf eru ný verkefni, nýjar
áskoranir og eftirvæntingin er
mikil.
Fjárbúskapnum fylgir eftirvænting
Tryggvi hefur fengist við kindur í 60 ár og nú tekur Sigurður sonur hans við Margar skemmti-
legar áskoranir Segja hrútatímann vera skemmtilegan Nýta ætti sérstöðu íslenska fjárstofnsins
Feðgar í fjárhúsum Tryggvi Óskarsson og Sigurður Páll Tryggvason í fjárhúsunum á Þverá í Reykjahverfi.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Við garðaband Hrútarnir á Þverá í Reykjahverfi fá ríkulegt magn af heyi.
Ein fyrsta formlega hrútasýn-
ingin sem haldin var með styrk
frá Búnaðarfélagi Íslands var
haldin að Syðra-Laugalandi í
Eyjafirði 27. september 1911.
Þar hélt merkisbóndinn Stefán
Jónsson á Munkaþverá lofræðu
um þessa stórmerku nýjung
sem hrútasýningar væru. Við
verðlaunaveitingu var lögð
áhersla á að hrútarnir væru
jafnvaxnir með beina hrygglínu,
með sterka fætur og að skinnið
á þeim væri sem rúmmest. Ullin
átti að vera sem þykkust og þel-
mest, laus við illhærur og laus
við gulan lit, þótt gulur litur
væri á haus og fótum. Einlitir
hrútar og dökkir voru verðlaun-
aðir, en ekki flekkóttir.
Jafnvaxnir
og þelmiklir
FYRSTA HRÚTASÝNINGIN
Á Þverá í Reykjahverfi er stund-
uð sauðfjárrækt. Þar búa Sig-
urður Páll Tryggvason og sr.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir
ásamt börnum sínum og for-
eldrum Sigurðar Páls, þeim
Tryggva Óskarssyni og Árdísi
Sigurðardóttur. Bærinn dregur
nafn sitt af samnefndri á sem á
upptök sín í Tröllagili í Lamba-
fjöllum. Jörðin er víðlend og á
henni eru mikil beitar- og rækt-
unarlönd. Á Þverá eru 680 vetr-
arfóðraðar kindur.
680 eru á
vetrarfóðrum
BÆRINN ÞVERÁ
Frístundaheimili sveitarfélaganna
mæta þörfum vinnandi foreldra yfir
hátíðarnar í ár, en boðið verður upp
á dægradvöl á virkum dögum í
kringum jól og áramót. Þjónustan
tekur til barna á aldrinum 6-9 ára, en
þar fer fram frístundastarf eftir að
hefðbundnum skóladegi lýkur eða á
frídögum.
Reykjavíkurborg býður upp á
lengda viðveru í jólafríi líkt og fyrri
ár, þar sem foreldrar geta skráð
börn sín til dvalar á virkum dögum
frá kl. 8-17. Greiða þarf 1.190 kr. fyr-
ir dvölina frá kl. 8-13 en ekki þarf að
greiða sérstaklega fyrir tímabilið frá
kl. 13-17, að því er segir í upplýs-
ingum frá Reykjavíkurborg. Er
þetta í samræmi við almenna reglu
borgarinnar að frístundaheimilin
séu opin á foreldradögum, starfs-
dögum og í jóla- og páskafríum skól-
anna frá kl. 8 nema annað sé tekið
fram.
Í gjaldskrá Reykjavíkurborgar
2017 kemur fram að gjald fyrir
lengda viðveru muni hækka á nýju
ári 2017 um 50 krónur, eða 2,6%.
Bregðast við óskum foreldra
Kópavogsbær býður í fyrsta sinn
upp á dægradvöl í jólafríi grunnskól-
anna og verður opið alla virka daga
nema 23. desember, þ.e. Þorláks-
messu. Foreldrar geta því skráð
börn sín að hámarki í sjö daga
dægradvöl og samkvæmt upplýs-
ingum frá Kópavogsbæ höfðu 19%
barna sem þegar voru skráð í
dægradvöl að loknum skóladegi ósk-
að eftir dvöl í jólafríinu, en gjaldið er
1.850 kr. fyrir hvern valinn dag. Með
þessu var brugðist við óskum for-
eldra um aukna þjónustu í jólafríi.
Akureyrarbær býður einnig upp á
frístund um jól og áramót, alla virka
daga kl. 8-16.15. Þar hafa aðeins 4-6
börn skráð sig til vistar í einum skóla
bæjarins en í öðrum skólum hafa
engar skráningar borist, samkvæmt
upplýsingum frá bænum. Í þeim til-
fellum þar sem aðeins eitt eða tvö
börn eru skráð er haft samband við
foreldra og vilji þeirra kannaður.
Hafnarfjörður hefur hins vegar
þann háttinn á að milli jóla og nýárs
er boðið upp á dægradvöl miðlægt í
einu frístundaheimili í Íþróttahúsi
Lækjarskóla þar sem einn eða tveir
starfsmenn úr hverju frístunda-
heimili fyrir sig sjá um starfið. Frí-
stundaheimili í bænum eru alls sjö
talsins en fram að jólum, dagana 20.
-23. desember, er þau opin frá kl. 8-
17 og aftur eftir áramót, dagana 2.-3.
janúar. laufey@mbl.is
Bjóða frístund í jólafríinu
Fá börn skráð á Akureyri Ný þjónusta hjá Kópavogi