Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 32

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is Aðventuhátíð Ynju 20% afsláttur af öllu í dag Elsa G. verður með glæsilega kjóla og leggings Draumabönd verður með skartgripi BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil uppbygging er áformuð við Elliðavog og á Ártúnshöfða. Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins og voru úrslit kunngjörð í fyrrasumar. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir u.þ.b. 816.200 fermetra viðbótar byggingarmagni og 5.100 íbúðum í 3-5 hæða húsum. Hverfið verður sambland íbúðar- og atvinnu- húsnæðis. „Svæðið er eitt af lykiluppbygg- ingarsvæðum í borginni og gegnir mikilvægu hlutverki gagnvart því markmiði aðalskipulagsins að þétta byggð í borginni, m.a. þykir af þeim sökum tímabært að hefja vinnu við endurþróun þess, en fyrirsjáanlegt er að verkefnið er í heild sinni lang- tímaverkefni,“ sagði í kynningu Reykjavíkurborgar þegar úrslitin voru kunngjörð í júní 2015. Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf., Landslagi ehf. og Verkís ehf. með aðstoð dr. Bjarna Reynarssonar varð hlutskörpust. Elliðahöfn í landfyllingu Skipulagshugmyndinni er lýst þannig: „Landslag á Ártúnshöfða skiptir hverfinu í tvö meginsvæði, byggðina uppi á höfðanum og byggðina niðri við voginn. Grænt belti teiknar upp gömlu strandlínuna og brún höfðans og myndar jákvæðan suð- og aust- lægan jaðar fyrir neðri byggðina. Ár- túnshöfðinn er dreginn sérstaklega fram sem kennileiti með því að færa sjóinn aftur inn að honum með „Elliðahöfn“ sem sker sig inn í land- fyllingu og skapar skilyrði fyrir lif- andi byggð í nýju bryggjuhverfi sem snýr vel við sól og í skjóli fyrir haf- golu. Áberandi kennileitisbyggingar og útsýnispallur fremst á höfðanum styrkja þessa mynd. Borgarlínan um Stórhöfða er meginæð á efra svæð- inu, en Sævarhöfðinn hlykkjast um neðra svæðið. Framlengdur Breið- höfði liggur sem sjónás í gegnum efri og neðri byggðina þvert á Stórhöfða og Sævarhöfða og sameinar svæðin tvö. Frá Breiðhöfða er útsýni yfir Grafarvog til Esjunnar. Þessar þrjár götur fá yfirbragð breiðstræta og er Stórhöfðinn þeirra breiðastur til að rúma samgöngulausn sem valin verð- ur fyrir borgarlínuna. Meginkjarnar byggðarinnar myndast við torg þar sem Breiðhöfð- inn sker Stórhöfða (Krossmýrartorg) og norðan gatnamóta Breiðhöfða og Sævarhöfða (Bryggjutorg). Efri byggðin nýtur útsýnis og almenn- ingsgarða og torga, en sú neðri ná- lægðar við sjó og aðliggjandi nátt- úruperlur í Elliðaárdal og Grafar- vogi. Svæðin njóta nálægðar hvort við annað. Geirsnefi verði umbreytt í skjólgott og fjölbreytilegt útivist- arsvæði fyrir aðliggjandi byggð og sem framlenging á útivistar- og nátt- úrusvæðinu í Elliðaárdal.“ Skipulagstillagan hefur verið unn- in áfram og þróuð, samkvæmt upp- lýsingum Björns Guðbrandssonar arkitekts hjá Arkís. Vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar á svæðinu þurfa nokkur fyrir- tæki að flytja starfsemi sína annað, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu. Flest tengjast þau bygging- ariðnaði og framkvæmdum, þ.e. efnissalar, malbikunarframleiðandi og steypustöðvar. Björgun ehf. verður fyrsta fyrir- tækið sem flytur starfsemi sína. Í október síðastliðnum voru undirrit- aðir samningar milli Faxaflóahafna sf. og Björgunar ehf. um rýmingu fyrirtækisins af lóðinni Sævarhöfði 33 og gerð 25.000 fermetra landfyll- ingar sem fyrsta áfanga í stækkun Bryggjuhverfisins. Malarefni á lóð- inni verður notað í landfyllinguna. Reykjavíkurborg vinnur nú að því að ljúka umhverfismati . Byggð á höfða og við sjóinn  Mikil uppbygging er áformuð við Elliðavog og á Ártúnshöfða  Vinningstillagan gerir ráð fyrir 816.200 fermetra viðbótar byggingarmagni og 5.100 íbúðum  Langtímaverkefni, segir borgin Teikning/Verkís Vinningstillagan Ný byggð verður á landfyllingum við Elliðavog og á höfðanum verður útsýni til allra átta. Loftmynd/Borgarsjá Svæðið í dag Fremst er athafnasvæðið á Ártúnshöfða. Við voginn eru Bryggjuhverfið og athafnasvæði Björgunar. Höfn Snarfara til vinstri. Árið 1992 var gerður samningur milli Björgunar og Reykjavíkur- borgar um uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhverfis á uppfyllingu austan athafnasvæðis Björgunar í Elliðavogi. Fyrirtækið fékk Björn Ólafs arkitekt í París til að ann- ast deiliskipulag og að hluta til hönnun húsa í hverfinu. Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu risu árið 1998. Nú er Bryggjuhverfið byrjað að stækka á ný, en árið 2014 var ákveðið að hefja byggingu 2. áfanga þess. Byrjað var að reisa tvö fjölbýlishús í fyrra en alls verða þau átta talsins. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að þeg- ar öll húsin verði fullbyggð hafi Bryggjuhverfið stækkað um 30%. Bryggjuhverfið mun svo stækka enn til vesturs þegar Björgun hefur flutt og landfyll- ingarnar verða tilbúnar. „Hverfið hefur að ýmsu leyti liðið fyrir nálægð sína við Björg- un,“ segir á heimasíðu fyrir- tækisins. Íbúar í hverfinu kvört- uðu yfir því að sandur fyki af athafnasvæði fyrirtækisins í vestanáttum. Árið 2008 var ráð- ist í viðamiklar framkvæmdir til að afmarka betur starfsemi fé- lagsins og íbúðarhverfisins, með það að markmiði að draga sem mest úr óþægindum íbúanna. Vandamálið verður úr sögunni þegar Björgun flytur 2019. Átta ný fjöl- býlishús verða byggð BRYGGJUHVERFIÐ Framkvæmdir Unnið hefur verið á fullu í hverfinu á þessu ári. Morgunblaðið/Júlíus Gjörgæsludeildir Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi hafa fengið að gjöf tvö rúm- hjól. Hjólin eru gefin í minn- ingu Kristins Björnssonar og eru gefendur ekkja hans, Sól- veig Pétursdóttir, ásamt fjöl- skyldu og vinum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru rúmhjólin við- bót við hefðbundna sjúkra- þjálfun mikið veikra sjúklinga. Hægt er að nota hjólin þótt sjúklingurinn liggi í öndunar- vél og hægt er að hjóla hvort heldur er með höndum eða fótum. Mikilvægt er talið að leita allra leiða til að viðhalda virkni vöðva mikið veikra sjúklinga, en slíkt styttir sjúk- dóms- og endurhæfingarferlið. Þjálfun sem þessi getur einnig stytt sjúklingum stundir og verið þeim andleg upplyfting. Afhentu Landspítala rúmhjól Gjöf afhent Fjölskylda og vinir Kristins Björnssonar færðu gjörgæsludeildum á Landspítala að gjöf tvö rúmhjól sem notuð eru við endurhæfingu sjúklinga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.