Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 46

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Óttast er að allir þeir 48 sem um borð voru í farþegaflugvél Pakistan International Airlines hafi látið lífið þegar vélin brotlenti í norðurhluta Pakistans í gærdag. Það tók björg- unarmenn talsverðan tíma að kom- ast á slysstað sökum þess hve af- skekkt svæðið er. Að sögn fréttaveitu AFP var vélin, sem er af gerðinni ATR-42 Turbo- prop, á leið frá Chitral til Islamabad þegar flugumferðarstjórar misstu skyndilega allt samband við hana. Skömmu síðar bárust björgunar- mönnum tilkynningar frá sjónar- vottum þess efnis að flugslys hefði orðið og að brakið væri alelda á jörðu niðri. Í gær var ekki vitað hvað olli því að vélin missti hæð með fyrr- greindum afleiðingum. Flugfélagið hefur áður sætt gagnrýni fyrir skort á öryggi og fórst t.a.m. vél félagsins árið 2006. Í því slysi létust 44 ein- staklingar. Allir taldir af eftir flugslys í norðurhluta Pakistans  Alls voru 48 manns í vélinni AFP Beðið Ættingjar þeirra sem voru um borð í vélinni bíða fregna af ástvinum. sókn hersins. Eru sveitir Assads sagðar halda úti miklum stórskota- liðsárásum á hverfið Al-Zabdiya og fleiri svæði sem enn eru undir stjórn uppreisnarsveita. Auk þessa fara orrustuflugsveitir Sýrlands og Rússa í tíðar árásarferðir. Þessar miskunnarlausu árásir hafa nú leitt til holskeflu flótta- manna frá austurhlutanum. Að sögn AFP hafa minnst 80.000 manns yf- irgefið heimili sín þar og streyma út úr borginni. Tugir þúsunda íbúa eru Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hersveitir Bashars al-Assads Sýr- landsforseta hafa náð tökum á gamla bænum svonefnda í austur- hluta Aleppo, stærstu borg Sýr- lands. Er þetta mikill áfangasigur fyrir stjórn Assads og Rússa, sem stutt hafa Sýrlandsforseta með hernaði að undanförnu, en stjórnar- hermenn ráða nú um 75% af borgarhlutanum. Stórsókn sýrlenska stjórnarhers- ins inn í borgina hófst seint í sept- ember sl. og er markmið hennar að sameina Aleppo undir stjórn Ass- ads, en frá árinu 2012 hefur borg- inni verið skipt í tvo helminga. Í gamla borgarhlutanum í Austur- Aleppo má finna mörg glæsileg mannvirki og sökum þessa er hann á heimsminjaskrá UNESCO. Ekki er nákvæmlega vitað um ástand þessara mannvirkja eftir langvar- andi átök í borginni. „Uppreisnarmenn hafa hörfað úr þeim hverfum sem tilheyra gamla borgarhlutanum í Aleppo af hræðslu við að verða umkringdir,“ hefur fréttaveita AFP eftir mannréttinda- samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, en hverfin sem um ræðir nefnast Bab al-Hadid og Aqyul. Hermenn Assads hafa einnig náð hverfum austan við gamla borg- arhlutann á sitt vald, s.s. Shaar, sem talið er hernaðarlega mikilvægt. Herinn hvergi nærri hættur Fréttamaður AFP, sem staddur er í Aleppo, segir ekkert lát vera á hins vegar enn innikróaðir í Austur- Aleppo. Undanfarna mánuði hefur stjórn Assads forseta hvatt íbúa til að yfir- gefa borgarhlutann og sakað upp- reisnarhópa um að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. „Okkur tekst þá að flýja“ Um Abdu, kona á þrítugsaldri, ræddi stuttlega við fréttamann AFP þar sem hún var stödd í rútubíl ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum þeirra, móður og systkin- um, en hópurinn var að flýja borg- ina. „Ástandið er búið að vera mjög alvarlegt,“ sagði hún. „Vígamenn notuðu okkur sem vörn … en svo kom herinn og okkur tókst þá að flýja.“ Þá er búist við að John Kerry, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hittist á fundi í vikunni til að ræða frekar málefni Sýrlands. AFP Hernaður Myndin er tekin frá yfirráðasvæði stjórnarhersins í Sýrlandi og má í fjarska sjá gamla borgarhlutann. Stjórn Assads forseta herðir tök sín á austurhluta Aleppo  Gamli borgarhlutinn er nú fallinn úr höndum uppreisnarsveita Á sama tíma og yfirvöld í Malasíu hafa svo gott sem gefist upp á leit sinni að farþega- þotu Malaysian Airlines, MH370, hafa ættingjar þeirra sem um borð voru tekið á leigu þrjú leitar- skip og eru þau nú að svipast um eftir braki við strendur Madagaskar. Einungis eitt skip leitar nú vélarinnar á Ind- landshafi á vegum stjórnvalda. MH370 hvarf skyndilega 8. mars 2014 er hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking í Kína með alls 239 manns innanborðs. Lítið sem ekkert hefur fundist til þessa. INDLANDSHAF Ættingjar leita nú að braki MH370 Sorg Vélin hvarf sporlaust 2014. Bandaríska tímaritið Time hefur valið Donald J. Trump, verð- andi forseta Bandaríkj- anna, mann ársins 2016. Var það einkum gert vegna sigurs hans á Hillary Clinton, forsetaefni demó- krata, í bandarísku forsetakosning- unum og þeirra breytinga sem hann er sagður hafa stuðlað að í stjórnmálum þar vestanhafs. Aðrir sem komu til greina að mati tímaritsins voru meðal annars Hillary Clinton og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. BANDARÍKIN Donald J. Trump maður ársins 2016 Fjöldi þeirra sem létu lífið í jarð- skjálftanum á Súmötru í fyrra- kvöld hélt í gær áfram að hækka og var kominn í rétt tæplega 100. Þá voru á þriðja hundrað manns sagðir hafa særst í skjálftanum, sumir þeirra lífshættulega. Jarðskjálftinn mældist 6,5 stig og átti hann upptök sín á fremur litlu dýpi í héraðinu Aceh. Reið hann yf- ir snemma morguns að staðartíma, um það leyti sem íbúar voru á leið til morgunbæna, en að sögn AFP hrundu um 100 mannvirki. SÚMATRA Um 100 létust í öfl- ugum jarðskjálfta Óvissa Kona syrgir ástvin sinn. Þess var í gær minnst að 75 ár eru nú liðin frá árás Japana á flotastöð bandaríska flotans í Perluhöfn á Hawaii, 7. desember árið 1941. Árás- in varð til þess að Bandaríkin dróg- ust inn í átök síðari heimsstyrjaldar. Enn þann dag í dag má sjá um- merki árásarinnar á Kyrrahafsflot- ann og má þá einkum nefna flak orr- ustuskipsins USS Arizona sem sökkt var þennan örlagaríka dag. Nær öll áhöfn skipsins, eða 1.177 manns af 1.512, fórst er vopna- geymslur skipsins sprungu. Alls lét- ust nærri 2.400 bandarískir sjóliðar, hermenn, konur og börn í árásinni á Perluhöfn. Flak Arizona er nú minnisvarði um liðinn tíma og sækja um 1,8 milljónir manns það heim á hverju ári. Síðar í þessum mánuði mun Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, heimsækja Perluhöfn og minnisvarða Arizona, fyrstur japanskra ráðamanna. khj@mbl.is 75 ár liðin frá árás- inni á Perluhöfn  Um 2.400 manns týndu lífi þann dag AFP Perluhöfn Áhöfn Halsey vottar látnum virðingu sína við flak Arizona. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.