Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 56
56 .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
BÆKUR
Í bókinni er til umfjöllunar sá tími í
íslenskri fjölmiðlun þegar faglegir
starfshættir og nútímaleg sjón-
armið eru að taka við af flokks-
blaðamennsku og boðun pólitískra
fagnaðarerinda. Guðrún Guðlaugs-
dóttir er höfundur viðtalanna og
nær að skyggnast með viðmæl-
endum sínum baksviðs í frétta- og
þjóðmálaumræðu á miklum um-
brotatímum í Íslandssögunni. Við-
tölunum fylgja nýjar protrett-
myndir Kristins Ingvarssonar af
viðmælendum.
Þeir sem rætt er við í bókinni
eru: Björn Vignir Sigurpálsson,
Magnús Finnsson, Steinar J. Lúð-
víksson, Kári Jónasson, Ingvi Hrafn
Jónsson, Freysteinn Jóhannsson,
Árni Johnsen, Jóhanna Kristjóns-
dóttir, Styrmir Gunnarsson, Kjart-
an L. Pálsson, Sigtryggur Sig-
tryggsson, Gunnar V. Andrésson,
Jóhannes Reykdal, Úlfar Þormóðs-
son og Sigurdór Sigurdórsson.
Bókin hefur einnig að geyma
viðamikinn ljósmyndakafla sem
byggist á fréttaljósmyndasafni
Gunnars V. Andréssonar sem hefur
skráð með myndrænum hætti sögu
þjóðarinnar í 50 ár, en fyrsta mynd-
in sem birt er í bókinni er frá H-
deginum 1968, þegar skipt var í
hægri umferð en sú síðasta af
Guðna Th. Jóhannessyni eftir að
hann er orðinn forseti. Myndir
Gunnars gefa innsýn í sálarlíf þjóð-
arinnar síðustu hálfu öldina, hvað
og hverjir þóttu áhugaverðir á
hverjum tíma og síðast en ekki síst
hvernig myndir mátti taka og birta.
Bókinni lýkur á fræðilegri saman-
tekt um fagvæðingu blaðamanna-
stéttarinnar, sem Birgir Guðmunds-
son, dósent við Háskólann á
Akureyri, skrifar, en hann er jafn-
framt ritstjóri bókarinnar.
Blaðamannafélagið gefur bókina
út í samvinnu við Sögur útgáfu og
Háskólann á Akureyri.
Baksviðs í frétta-
og þjóðmálaumræðu
Í hörðum slag, íslenskir blaðamenn II greina 15 þjóð-
þekktir íslenskir blaðamenn frá sjónarmiðum sínum
og reynslu af blaðamennsku á seinni hluta 20. aldar
og í upphafi þessarar aldar. Í viðtölunum birtist ein-
stakur aldarspegill þar sem dregin er saman reynsla
og lærdómar þeirra sem staðið hafa í eldlínu blaða-
mennsku og upplýsingagjafar til almennings.
Helgi Hóseasson slettir skyri á forseta, biskup, þingmenn og ráðherra 1972.
Mótmælendur veitast að Geir H. Haarde forsætisráðherra við Stjórnarráðið í janúar 2009.
Fjöldi húsa varð eldinum að bráð í gosinu í Vestmannaeyjum 1973.
Vigdís Finnbohgadóttir var kjörin forseti sumarið 1980.
Skipt yfir í hægri umferð á á Skúlagötunni 26. maí 1968.