Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 63
Bjarni notaði hana? Hafði hún ekki
grátbeðið um hjálp og sagt að
skólastjórinn væri hennar eina von?
Minningarnar streymdu fram og
yfirtóku hverja hugsun. Hún sá
Bjarna fyrir sér á stól í eldhús-
króknum þar sem hann klóraði sér
í hausnum með reykingagulum
fingrum, neglurnar voru langar,
bognar og skítugar og inn á milli
var ákefðin í handahreyfingunum
svo mikil að hana grunaði að hann
væri lúsugur. Augljóst var að ef
hann færi yfirleitt í bað gerðist það
að minnsta kosti ekki oft. Hún fyllt-
ist viðbjóði, fann sterka brennivíns-
og tóbakslyktina sem magnaðist
upp þegar hann þreif hana nær sér
og tók hana í fangið. Hún sneri frá
honum og bakið var sem límt við
bringuna á honum þar sem hann
hélt ruddalega með annarri hend-
inni utan um mitti hennar svo að
hún kæmist ekki í burtu.
Hún fann hvernig hann lyfti upp
peysunni hennar með hinni hend-
inni og fór með skítuga krumluna
undir bolinn þar sem hann þuklaði
hana alla og kleip ákaft í viðkvæm
brjóstin.
Hún fann hvernig hann þrýsti
henni fastar að sér og hvernig hold
hans reis undir lærinu hennar.
Hún fann hvernig kláðinn færðist
yfir hana, byrjaði í hársverð88 in-
um og færðist neðar. Hvernig lýsn-
ar, ímyndaðar eða raunverulegar,
skriðu um hana alla.
Hún fann hvernig hann færði
hendurnar neðar undir og hvernig
gulu, löngu, bognu, rifnu og skítugu
neglurnar rispuðu hennar við-
kvæmustu staði.
Hún fann hvernig hann hélt
henni enn fastar en færði aðra lúk-
una undir sinn eigin buxnasteng,
hvernig þungur andardrátturinn
varð hraðari og viðbjóðsleg and-
remman þvingaði sér inn um öll
hennar skilningarvit.
Hún fann hvernig hann lyppaðist
stynjandi niður og ýtti henni svo
frá sér.
Hún fann hvað hún var orðin
ógeðslega skítug.
Hún mundi hvernig hún hljóp
berfætt niður af risinu og hvernig
kaldir og grófir steinarnir særðu
iljarnar þar sem hún stóð undir
húsvegg í snjónum, með spenntar
greipar, og bað Guð um að vaka yf-
ir sér og bjarga sér frá þessum
djöfli sem hún var hvergi óhult fyr-
ir.
Hún beið eftir svari en hvorki
Guð né aðrir urðu við ákalli hennar.
Í huganum glumdu síðustu orð
skólastjórans: „Farðu heim.“
Og heim á Neðri-Bakka fór hún.Ljósmynd/Veröld
Opinská Ásdís Halla Bragadóttir
segir sögu móður sinnar og þeirra
mæðgna og dregur ekkert undan.
Ljósmynd/Veröld
Bebba Sigríður Stefanía Sívertsdóttir Hjelm.
63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
BÆKUR
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Ellingsen
Bónus
Ársæll
Höfnin
Gra
nda
garð
ur
Vald
ís
Við erum hér
Sjáðu þetta!
Verið velkomin í nýja og glæsilega
verslun okkar á Grandagarði 13.
Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum vandaðar
vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt vöruval.
Red-Bull 737-004 umgjörð kr. 24.800,-
Bollé black sportgleraugu kr. 22.850,- Tommy Hilfiger 1402 umgjörð kr. 35.485,-
Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Ray-Ban 1527-3573 barnaumgjörð kr. 19.875,-
Centro Style 56342 umgjörð kr. 16.800,-