Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 68
68 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 BÆKUR Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Borvél 18V Ryobi Átak 50 Nm, 13mm patróna. 1,5 Ah rafhlaða og hleðslutæki fylgir. Kemur í tösku. RB 5133001930 19.990 Tilboð Áður 24.990.- 18.990 Tilboð Áður 24.990.- Topplyklasett Carolus 172stk Vandað topplyklasett, skröll í stærðum 1/2", 3/8" og 1/4". Allir helstu toppar og bitar. Inniheldur 172 stk. GD 58602172 Fyrstu verk Ingibjargar Eitt af fyrstu verkum Ingibjargar Guðbjartsdóttur hjá nýstofnuðu Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans var að hefja rannsókn á Aserta, félagi fyrrum samstarfsmanna sinna. Hún leitaði til lög- mannstofunnar Lex eftir áliti á því hvort Aserta bryti gegn gjald- eyrisreglum Seðlabankans og hvort félagið þyrfti starfsleyfi frá Seðlabank- anum. Álit Lex reyndist vera að starfsemi Aserta fæli í sér brot þar eð afhending á krónum færi fram á Íslandi. Hinn 11. nóvember 2009 sendi Ingibjörg Fjármálaeftirlitinu tilkynningu, fyrir hönd Gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, þess efnis að það grunaði forsvarsmenn Aserta um brot á lög- um um gjaldeyrismál. Bréfinu fylgdu ýmis skjöl sem þóttu sýna fram á brotin. Lögum samkvæmt bar Fjármálaeftirlitinu að rannsaka meint brot á gjaldeyrislögum. Engin rannsókn fór þó fram í málinu af hálfu Fjármálaeftirlitsins í kjölfar tilkynningarinnar og rúmri viku síð- ar var það framsent til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Undir fylgibréfið skrifuðu fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins þeir Gunnar Þ. Andersen forstjóri og Gunnar Har- aldsson stjórnarformaður. Auk þeirra komu fram nöfn fjögurra ábyrgðarmanna kærunnar hjá Fjár- málaeftirlitinu. Einn þeirra var áð- urnefndur Ari Tómasson sem sjálfur hafði komið að viðskiptum Aserta. Af átta starfsmönnum gjaldeyrisborðs Straums-Burðaráss, sem starfað höfðu í sátt og samlyndi fyrstu mán- uði ársins 2009, höfðu þrír lagt fyrir sig gjaldeyrisviðskipti hjá Aserta, þeir Markús Máni Michaelsson, Gísli Reynisson og Ólafur Sigmundsson, tveir fært sig yfir til Gjaldeyriseft- irlitsins, þau Ingibjörg Guðbjarts- dóttir og Pétur Steinn Pétursson, og einn til Fjármálaeftirlitsins, Ari Tómasson. Þau þrjú síðastnefndu stóðu öll að kærunni sem var lögð fram á hendur Aserta. [...] Ingibjörg yfirheyrð Hin nánu tengsl Ingibjargar Guð- bjartsdóttur við fjórmenningana í Aserta ollu starfsmönnum efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra verulegum heilabrotum og umtals- verðum vandræðum. Í öllu sem kom Ingibjörgu við þurfti því að fara með gát og haga málinu þannig að ekki þyrfti að yfirheyra hana með réttar- stöðu sakbornings. Ingibjörg var boðuð í skýrslutöku sem fram fór þremur vikum eftir handtökurnar. Það kom í hlut Berglindar Kristins- dóttur lögreglufulltrúa að yfirheyra hana. Í yfirheyrslunni upplýsti Ingi- björg að hún hefði áður litið svo á að viðskipti Aserta væru með þeim hætti að reglur Seðlabankans ættu ekki við um þau. Reglurnar hefðu þó að hennar mati verið óskýrar og óljósar. Eftir að hún hóf störf hjá Seðlabankanum og tók að rannsaka viðskipti Aserta og fleiri aðila hefði skoðun hennar breyst og kallaði hún því eftir áliti frá Lex lögmannsstofu til að fá gleggri lögfræðilega mynd af málinu. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú að viðskiptin kynnu að brjóta í bága við lög og reglur um gjaldeyr- isviðskipti. Hún ákvað því að til- kynna Aserta til Fjármálaeftirlitsins fyrir hönd Seðlabankans. Í tilkynn- ingu Ingibjargar til Fjármálaeft- irlitsins kom fram að um væri að ræða „grun um stórfelld brot gegn gjaldeyrislögum og reglum Seðla- bankans“. Í yfirheyrslunni reyndi Ingibjörg að gera lítið úr aðkomu sinni að viðskiptunum. Það væri „út í hött“ að hún hefði hannað þessi við- skipti.Þá sagði hún það rangt að þeir fjórmenningar hafi feng- ið mig til þess að leiðbeina þeim og ráðleggja hvort og hvernig þessi við- skipti gætu átt sér stað. Ég svaraði einstökum spurningum frá þeim og það var vinargreiði. Ég fékk aldrei neinar greiðslur frá þeim og hafði aldr- ei heildaryfirsýn yfir það sem þeir voru að gera. Ingibjörg kvaðst hafa farið „yfir drög fyrir þá um samning sem þeir voru að gera við evrópska seðlabank- ann“ og síðan bent „þeim á atriði sem þeir ættu að vara sig á. ... Ég var bara að gera þeim greiða“. Ingibjörg viðurkenndi aftur á móti að það væri rétt að hún hefði sagt Aserta AB vera erlendan aðila og ætti því ekki að falla undir reglur Seðlabanka Ís- lands. „Þetta sagði ég miðað við þær forsendur sem ég hafði þá til að fara eftir,“ en um miðjan aprílmánuð 2009 hefði hún farið að velkjast í „vafa um að starfsemi Aserta væri í lagi“. Hún kvaðst hafa fengið símtal frá Markúsi Mána eftir að hún hóf störf hjá Seðlabankanum og fannst henni svo að skilja að „hann væri að fiska hvort það væri verið að skoða þá“. Við störf sín hefði hún komist yfir gögn um bankareikninga Aserta og séð að þeir hefðu fært peninga hingað til lands í eigin nafni. „Þá var mér mjög brugðið,“ eins og hún orðar það. Það voru nokkur tíðindi fyrir Asertamenn að sjá að Ingibjörg hefði svo snemma, um miðjan apríl- mánuð 2009, byrjað að efast um lög- mæti starfsemi þeirra. Þeir voru í talsverðum samskiptum við hana eft- ir þann tíma og lítilsháttar eftir að hún hóf störf í Seðlabankanum, inn- an við tveimur mánuðum síðar. Þeir hittu hana á nokkrum fundum til að ræða þessi mál og fá lögfræðilega ráðgjöf. Einnig gengu mörg tölvu- skeyti á milli þeirra. Í einu þeirra frá Ingibjörgu til Ólafs, dagsettu 22. maí 2009, túlkar hún fyrir þá svar við fyr- irspurn sem þeim hafði borist frá sænska fjármálaeftirlitinu og kveðst skilja það svo að þeir séu ekki starfsleyfisskyldir. Ingibjörg þekkti til sænskra lögfræðinga, sem hún mælti með fyrir Asertamenn og las yfir gögn frá sænska fjármálaeftirlit- inu er vörðuðu starfsemi Aserta AB í Svíþjóð. Nokkrum dögum síðar skrifaði hún í svari við frekari fyr- irspurnum frá þeim, þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö eftir mið- nætti: „Sælir. Þið verðið að afsaka hvað þetta kemur seint, en sjálfboða- vinnan fyrir fyrirtæki í greiðslu- stöðvun [Straum] dróst á langinn fram eftir kvöldi.“ Síðan koma marg- víslegar ábendingar til þeirra um hvernig þeir skuli haga samnings- gerð fyrir félagið. Bréf Ingibjargar endar með orðunum: „Þið hringið í mig ef það er eitthvað. Gangi ykkur vel! Kveðja Ingibjörg.“ Aðspurð af lögreglu kvaðst Ingi- björg ekki hafa talið sér heimilt að láta hina ákærðu vita af viðhorfs- breytingu sinni og fyrirhugaðri kæru og þá hefði hún heldur ekki mátt kalla eftir sjónarmiðum þeirra. Kvaðst hún hafa reynt að takmarka samskipti sín við þá meðan á rann- sókn málsins stóð. Af yfirheyrslunni yfir Ingibjörgu má ráða að hún hafi lagt sig fram um að Asertamenn fengju ekki veður af því að hún væri komin á þá skoðun að viðskiptin væru ólögleg og að hún væri að und- irbúa sakamál gegn þeim. Þeir voru því grunlausir um sinnaskipti henn- ar. Þetta kemur einnig heim og sam- an við frásögn Ólafs Sigmundssonar, en hann minnist þess að hafa hitt Ingibjörgu eftir að hún var komin til starfa í Seðlabankanum og að hún hafi þá beðið hann sérstaklega að láta sig vita ef hann yrði var við að einhverjir væru mögulega að brjóta gjaldeyrisreglurnar. Hafði Ólafur heitið henni því. Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits? Almenna bókafélagið gefur út bókina Gjaldeyriseftirlitið. Vald án eftirlits? eft- ir lögfræðinginn og sagnfræðinginn Björn Jón Bragason. Í bókinni er fjallað um umsvif gjaldeyriseftirlits Seðlabank- ans frá því að því var komið á fót í kjölfar þess að gjaldeyrishöftum var komið á í árslok 2008. Verkið byggir á mörgum heimildum, jafnt rituðum og munn- legum, og höfundur ræddi við á sjötta tug manna við ritun þess. Í textanum sem fylgir hér að neðan er neðanmáls- greinum sleppt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsleitir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Helgi Magnús Gunnarsson og Gunnar Þ. Andersen héldu blaðamannafund vegna Asertamálsins þann 29. janúar 2010, sama dag og húsleitir vegna málsins voru framkvæmdar. Morgunblaðið/Ómar Höft Seðlabanki Íslands hefur frá árinu 2009 ráðist í umfangsmiklar rannsóknir á ætluðum brotum gegn lögum um gjaldeyrismál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.