Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 78
78 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
✝ Unnur Berg-sveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. maí 1938. Hún
lést á Landspít-
alanum 26. nóv-
ember 2016.
Foreldrar: Berg-
sveinn Bergsveins-
son, f. 7.10. 1906, d.
11.12. 1977, vél-
stjóri, og Val-
gerður Jónsdóttir,
f. 11.1. 1912, húsmóðir, d. 8.10.
1993. Systkini: Erna, f. 18.6.
1932, d. 25.9. 2002, Helga Lís-
bet, f. 7.11. 1941, Bragi, f. 5.9.
1946.
Unnur giftist 9. apríl 1955
Þórólfi Guðmundi Ingólfssyni, f.
29.8. 1935, d. 31.3. 1959, offset-
prentara. Foreldrar hans voru
Ingólfur J. Þórarinsson, f. 20.2.
1909, d. 22.10. 2000, og Signý
Ólafsdóttir, f. 11.12. 1913, d.
30.11. 2003. Unnur giftist 25.11.
1961 Ævari Þorgeirssyni sjó-
manni, f. 9.8. 1940. Foreldrar
hans voru séra Þorgeir Jónsson,
f. 28.6. 1883, d. 14.1. 1979, og
kvikmyndagerðarkona, f. 14.4.
1987, dóttir þeirra er Amanda
Fanney, f. 19.2. 2016, og Símon
Pétur Pálsson, verkfræðingur,
f. 14.8. 1990, sambýliskona hans
er Anna Guðlaug Gunnars-
dóttir, læknanemi, f. 21.11.
1992.
Unnur fæddist í Reykjavík og
gekk í Laugarnesskóla. Hún bjó
stærstan hluta ævinnar í Voga-
og Langholtshverfi, síðast að
Bugðulæk 2. Hún starfaði lengst
af í Verzlunarbanka Íslands hf.,
nú Íslandsbanka, og hjá Lífeyr-
issjóði verslunarmanna en hóf
nám við Sjúkraliðaskólann á
miðjum aldri og útskrifaðist
þaðan árið 1985. Hún starfaði
sem sjúkraliði á meðan heilsan
leyfði. Eftir að hún greindist
með vefjagigt starfaði hún hjá
Flugmálastjórn og við heima-
kynningar á umhverfisvænum
hreingerningarvörum ENJO.
Unnur var félagi í Málfreyjum
um árabil og félagi í Samfrí-
múrareglunni til dauðadags.
Hún var listhneigð og handlagin
og málaði bæði olíumyndir og á
postulín. Unnur stundaði ball-
ettnám á yngri árum, hafði gam-
an af klassískum ballett og var
unnandi góðrar tónlistar.
Útförin fór fram í kyrrþey 6.
desember 2016 að ósk hinnar
látnu.
Sigurlína Guðný
Sigurjónsdóttir, f.
10.6. 1907, d. 17.11.
1948. Þau slitu
samvistum. Dóttir
Unnar og Þórólfs
er Dagný viðskipta-
fræðingur, f. 10.9.
1958, eiginmaður
Dagnýjar er Krist-
inn Karlsson,
rekstrarfræðingur,
f. 18.12. 1957. Dæt-
ur Dagnýjar eru Valgerður Jó-
hannsdóttir, sjúkraþjálfari, f.
8.11. 1988, sambýliskona hennar
er Helga Lóa Kristjánsdóttir,
tölvunarfræðingur, f. 10.11.
1987, og Unnur Ósk Kristins-
dóttir, háskólanemi, f. 7.9. 1994.
Dóttir Unnar og Ævars er
Sigurlína Guðný, tannfræð-
ingur, f. 16.3. 1963, eiginmaður
hennar er Ívar Örn Arnarson,
tölvunarfræðingur, f. 13.9. 1963.
Börn Guðnýjar eru: Sara Rut
Ágústsdóttir, margmiðl-
unarhönnuður, f. 10.12. 1986,
eiginkona hennar er Ágústa
Fanney Snorradóttir,
Elskuleg móðir okkar er nú
látin eftir skammvinn veikindi.
Okkur systur langar til að minn-
ast hennar í nokkrum orðum.
Mamma var einstæð móðir alla
tíð og gerði allt sem hún gat til
þess að tryggja það að okkur
skorti ekkert og lagði ríka
áherslu á að við menntuðum
okkur til þess að við fengjum
starf við hæfi og gætum staðið á
eigin fótum eins og hún sjálf.
Hún þekkti það að hafa lítið á
milli handanna en með sparsemi
og útsjónarsemi tókst henni að
koma yfir okkur öruggu húsa-
skjóli og okkur dætrunum til
manns. Hún lét aldrei deigan
síga þrátt fyrir töluvert mótlæti
í lífinu. Tvítug var hún orðin
ekkja með sex mánaða gamla
dóttur og sjö árum síðar var hún
fráskilin tveggja dætra móðir, 7
ára og 2 ára. Mamma naut að-
stoðar móður sinnar við að
sauma ný föt úr gömlum og
prjóna peysur og annað bæði á
sig og okkur dæturnar. Ógleym-
anlegar voru stundirnar sem við
systur föndruðum jólagjafir
handa ömmum og öfum úr filt-
efni eða pappír eða þegar tekið
var slátur til að drýgja tekjurn-
ar. Mamma var góð amma börn-
unum okkar. Hún leitaðist við að
vera vinur þeirra og eftir að þau
fengu sjálf síma var hún í góðu
sambandi við öll barnabörnin,
vissi oft meira en við um þeirra
óskir og væntingar. Mamma var
áhugasöm um hag og velferð
allra í fjölskyldunni og var virk-
ur þátttakandi í lífi okkar allra.
Hún var ófeimin við að vera
hreinskiptin í samskiptum og
sagði oftast skoðun sína á mönn-
um og málefnum. Hún var félagi
í Málfreyjum um árabil og
stundaði þar ræðumennsku og
fundarsköp. Það var gaman að
finna ræður sem hún hafði flutt
þar, hversu skemmtilegar þær
voru og hversu létt hún átti með
að skrifa skemmtilegan texta.
Mamma var leitandi persóna,
hún stundaði um árabil íhugun
hjá Sigrúnu Ólsen í Lótushúsi
og fór til útlanda á námskeið til
að þjálfa sig í andlegum mál-
efnum. Seinna gerðist hún félagi
í Samfrímúrareglunni. Hún var
metnaðarfull og vandvirk í verk-
um sínum, bæði handavinnu,
saumum og prjónaskap. Ekki
mátti sjá misfellu í neinum verk-
um hennar. Það má glöggt sjá til
dæmis í málverkum og á mál-
uðum postulínsmunum sem hún
gerði. Hún fylgdist með nýjung-
um bæði í matargerð, tísku og
tækni. Ung að árum eldaði hún
framandi rétti og voru ítalskir
réttir í uppáhaldi. Hún lærði fyr-
ir nokkrum árum á tölvu og eftir
að hún fékk iPad-inn sinn notaði
hún hann við bankaviðskipti á
netinu og í samskiptum við fólk.
Hún nýtti sér Skype-samskipta-
forritið til að eiga samskipti við
barnabörnin þegar þau dvöldust
erlendis með góðum árangri.
Mamma var næm á tilfinningar
og umhverfi sitt. Þegar henni
var sagt að hún gengi með
ólæknandi sjúkdóm þá tók hún
því með miklu æðruleysi og hug-
hreysti okkur stelpurnar sínar
með því að telja okkur trú um að
um einhvern misskilning væri að
ræða og þetta væri nú kannski
ekki svo alvarlegt. Hún lést sex-
tán dögum síðar.
Við söknum þín, elsku
mamma, en við trúum því að nú
sértu laus við allar kvalir og haf-
ir hitt æskuástina að nýju í
sumarlandinu góða.
Dagný og Guðný.
Amma mín, vinkona og mikil
fyrirmynd hefur nú kvatt þenn-
an heim. Orð fá því ekki lýst
hversu mikið mér þykir vænt
um ömmu, hversu mikið ég
sakna hennar og hversu mikil
áhrif hún hefur haft á mig.
Þeir sem þekktu ömmu vita
að hún var engin venjuleg kona.
Glæsileg og umhyggjusöm.
Stærsti aðdáandi afkomenda
sinna og traustur vinur vina
sinna. Ég er heppin með það að
kynnast ömmu vel, ég var mikið
hjá henni þegar ég var yngri og
ég er þakklát fyrir allar stund-
irnar á Bugðulæknum. Amma
kenndi mér margt. Hún kenndi
mér að drekka kaffi, hún hlýddi
mér yfir textann í laginu okkar
„Hvað er svo glatt“, hún kenndi
mér á trúna og að fara með
bænirnar mínar þegar eitthvað
bjátaði á. Hún kenndi mér mik-
ilvægi þess að hlúa að sínum
nánustu og rækta sambönd og
láta verkefnin ekki bíða heldur
gera allt um hæl. Og gera það
vel.
Allt sem amma gerði, það
gerði hún vel. Eftir því sem ég
varð eldri urðu tengsl okkar
ömmu sterkari. Ég leitaði oft til
hennar með vandamál og fékk
góð ráð meðan við sötruðum rót-
sterkan kaffibolla á Bugðulækn-
um. Við áttum mörg skemmtileg
samtöl um lífið og tilveruna, ást-
ina og trúna. Amma var alltaf
stolt af mér og ég veit að hún er
það ennþá. Hún var tilfinninga-
rík og ekki feimin við að sýna
umhyggju sína gagnvart sínum
nánustu. Jafnvel fella tár. Það
eigum við amma sameiginlegt,
að tilfinningarnar beri okkur of-
urliði og tárin byrji að streyma.
Skiptir þá engu hvort eitthvað
sorglegt hafi átt sér stað eða fal-
legur söngur ómi. Það er óraun-
veruleg tilhugsun að amma sé
ekki lengur bara eitt símtal í
burtu en ég veit hún er ham-
ingjusöm með Dóa afa að fylgj-
ast með okkur í leik og starfi.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson)
Hvíldu í friði, elsku amma
mín. Ég syrgi þig og sakna en
góðu minningarnar og þakklætið
eru sorginni yfirsterkari. Takk
fyrir samveruna, vináttuna,
gleðina og umhyggjuna.
Valgerður Jóhannsdóttir.
Með sorg í hjarta kveð ég þig
í dag, elsku Unnur amma mín.
Það er sárt að hugsa til þess
að símtölin frá þér verði ekki
fleiri, stundum voru þau allt að
þrjú á dag til að kanna hvort ég
væri ekki örugglega búin að
borða eða hvort ég væri vel
klædd í kalda veðrinu. Þú varst
alltaf svo passasöm á þinn hátt
og fylgdist svo grannt með okk-
ur barnabörnunum og lang-
ömmubarninu þínu. Þetta þótti
mér afskaplega vænt um.
Listræn, skapandi og gjafmild
eru lýsingarorð sem áttu vel við
þig og hafðirðu mikla ánægju af
því að gleðja þína nánustu og þá
sérstaklega gaman af því að
gauka einhverju fallegu að
Amöndu Fanneyju, langömmu-
barninu þínu.
Þú varst uppátækjasöm og
minn mesti spilavinur, þá sér-
staklega á mínum yngri árum.
Það var alltaf svo gaman að
koma til ömmu að spila og und-
anfarin ár höfðum við barna-
börnin og þú skapað með okkur
hefð að hittast reglulega, spila
saman og borða pitsu.
Það var alltaf svo mikil kyrrð
og ró heima hjá þér og áttum við
barnabörnin það til að kíkja í
heimsókn og jafnvel fá okkur
smá blund á hlýlega heimilinu
þínu á Bugðulæknum.
Elsku amma, þú varst vana-
föst og ákveðin en komst líka
gjarnan mjög á óvart.
Það var fyrir mikla þraut-
seigju sem þú varst orðin mikill
meistari á iPadinn þinn eftir þó
nokkur kennslusímtöl til þinna
nánustu.
Þetta var mjög lýsandi fyrir
þig, elsku amma, þú gafst mjög
sjaldan upp á hlutunum og fórst
alla leið með það sem þú tókst
þér fyrir hendur.
Nokkrar af mínum
uppáhaldsminningum um ömmu
voru góðu stundirnar þegar hún
dró fram kassetturnar með út-
varpsleikritunum sem hún spil-
aði fyrir okkur barnabörnin þeg-
ar við fengum að gista hjá henni,
þá var sko setið, hlustað og hleg-
ið saman.
Elsku amma, mér þótti svo
vænt um alla þá umhyggju sem
þú sýndir mér.
Ég sakna þess í dag að heyra
í þér og spjalla við þig um dag-
inn og veginn en ég veit hins
vegar að þú situr yfir okkur
núna, fylgist með öllu sem er að
gerast og ert stolt af okkur.
Takk fyrir allar góðu samveru-
stundirnar, elsku amma, minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar.
Sofðu rótt, elsku Unnur
amma mín, og guð geymi þig.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vísur Vatnsenda-Rósu)
Sara Rut Ágústsdóttir.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gil)
Símon Pétur Pálsson.
Elsku amma mín, ég á ennþá
erfitt með að muna það að þú
sért farin frá okkur. Þegar sím-
inn hringir, vona ég alltaf að
þetta sért þú að athuga hvað sé
að frétta eða segja mér eitthvað
skemmtilegt.
Ég þarf oft á dag að minna
mig á að þú munir ekki vera
með okkur um jólin eða að ég
muni ekki geta komið til þín á
Bugðulækinn í stúss og spjall
aftur. Minningarnar sem ég á
munu alltaf fylgja mér.
Sem yngsta barnabarnið fékk
ég að hafa þig alveg út af fyrir
mig þegar ég gisti hjá þér þegar
ég var barn, við fórum alltaf út í
Bónusvídeó og leigðum mynd og
fengum okkur popp og kók í
gleri (helst drukkið með lakkr-
ísröri) og áttum góðar stundir
saman. Ég man hvað mér fannst
alltaf gaman að stússast hjá þér,
þegar ég fékk að þrífa gluggana
hjá þér eða hjálpa þér að
skreyta fyrir jólin. Svo varð ég
stærri og stundirnar okkar
breyttust.
Öll skiptin sem við sátum í
stofunni hjá þér og drukkum te
eða kaffi, borðuðum kex og
bleika kleinuhringi og spjölluð-
um um allt og ekkert munu aldr-
ei gleymast.
Margt af því sem við ræddum
mun ég taka með mér út í lífið
og þannig muntu alltaf vera til
staðar fyrir mig. Öll tárin, úr
gleði og úr sorg, sögurnar og
heilræðin munu alltaf eiga stað í
hjarta mínu.
Elsku amma mín, ég veit að
þú varst ekki hrædd við dauð-
ann og hlakkaðir til að fá loksins
að hitta elsku Dóa þinn aftur.
Nú ertu búin að fá hvíldina sem
þú þurftir á að halda.
Ég verð þér ævinlega þakklát
fyrir allt sem við brölluðum sam-
an og veit að þú verður alltaf
með mér í anda.
Þín nafna,
Unnur Ósk.
Kveðja frá stúkusystkinum
Unnur Bergsveinsdóttir gekk
í Alþjóðlega frímúrarareglu
karla og kvenna, Le Droit
Humain, en þar starfaði hún í
hartnær 20 ár. Unnur var góður
frímúrari; hæglát, látlaus og
prúð. Hún hafði létt skap, sem
án efa hjálpaði henni í gegnum
erfið veikindi sem hún barðist
við síðustu árin. Unnur var fríð
kona sýnum, stolt og bar sig vel.
Hún hafði ríka réttlætiskennd
og tók jafnan málstað lítilmagn-
ans. Unnur kvaddi þetta líf í
faðmi fjölskyldu sinnar.
Við vottum ástvinum hennar
okkar dýpstu samúð og óskum
systur okkar velfarnaðar á æðri
leiðum.
Fyrir hönd stúkunnar Ýmis
nr. 724,
Anne Maureen Pehrsson.
Unnur
Bergsveinsdóttir
„Mamma, af
hverju að gráta?“
spurði nafna þín
mig um daginn eftir
að ég fékk fregnir af því að þú
hefðir farið frá okkur á annan
stað.
Ég sagði henni að það væru til
mismunandi tár, tár af gleði, sorg
og söknuði, tár af alls konar
trega.
Eftir stutta stund minnti hún
mig á að ég þyrfti ekki að vera
leið því ég ætti litla Dísu, og hún
ætti nafnið þitt.
Elsku frænka mín, nú þurfum
við sem eftir sitjum að klára okk-
Þórdís Björnsdóttir
✝ Þórdís Björns-dóttir fæddist
9. desember 1933.
Hún lést 27. nóv-
ember 2016.
Útför Þórdísar
fór fram 5. desem-
ber 2016.
ur án þín, en þú und-
irbjóst okkur vel.
Ein af mínum fyrstu
minningum um þig
er að þú varst að
kenna mér að klæða
mig að morgni: fyrst
í sokkana. Þann
háttinn hef ég enn í
dag á og nú hugsa
ég um þig í hvert
sinn.
Ég hugsa að það
hafi verið í sömu gistiheimsókn
sem ég fékk í fyrsta sinn kartöflu
í skóinn, sem gekk ekki betur en
svo að ég bað þig að elda hana
fyrir mig.
Það var ekki alltaf einfalt verk
sem þú tókst að þér, að kenna
þessum stelpukjána sem ég var
að greiða sér, klæða sig eða taka
til, og oft sagðir þú mér frá því
þegar ég neitaði að hleypa þér
inn heima þegar þú og Siggi
frændi komuð í heimsókn. Sjálf-
sagt hefur allt verið í drasli og
enginn tími til að lagfæra það á
meðan þið hefðuð komið upp stig-
ann, svo þið urðuð frá að hverfa.
Ég er búin að skammast mín
alveg sæmilega mikið í hvert sinn
sem þessi saga er sögð.
En með smá brosi, því þú
brostir iðulega þegar þú sagðir
frá. Ég á svo margar fallegar og
góðar minningar um þig og heim-
sóknir til ykkar Sæsa. Að fá að
liggja á neðri hæðinni og hlusta á
Pílu Pínu-plötuna, heimsóknir á
aðventunni þar sem allt var
skreytt og jólalegt og þú búin að
baka.
Og núna í seinni tíð, skjól frá
amstri dagsins þegar ég var á
þönum í Reykjavík og langaði
bara aðeins að koma til þín og fá
kaffi og hlusta á röddina þína sem
ég elskaði svo mikið.
Mig dreymdi í síðustu viku að
ég væri á leið til kirkju og keyrði
fram hjá húsinu ykkar, í draumn-
um leit ég í áttina að því sorg-
mædd, en þú stóðst þarna við eld-
húsgluggann og varst svo frísk
og falleg með bros á vör.
Svo, tárin mín sem tileinkuð
verða þér verða tár af gleði yfir
öllum fallegu stundunum okkar,
tár af þakklæti fyrir alla sokkana
sem hlýja mér, en það verða alltaf
nokkur tár af söknuði að heyra
ekki fallegu röddina þína segja í
símanum: „Þetta er Dísa
frænka.“
Elsku yndislega frænka mín,
takk fyrir samfylgdina og allt
sem þú kenndir mér.
Við sjáumst bara seinna.
Elsku fjölskylda, ég votta ykk-
ur samúð okkar á ströndinni.
Júlía Björnsdóttir og
fjölskylda á Stokkseyri.
Elsku vinkona mín Þórdís
Björnsdóttir er fallin frá. Það er
sárt að sjá á eftir henni, hún var
einstök. Vinátta okkar frá Borg-
arfirði eystra hófst þegar við vor-
um nokkurra ára gamlar. Dísa
var víkingur til allra verka og réð
sig sem matráðskonu hjá vega-
gerð í Kanada. Eftir heimkom-
una var hún matráðskona víða
um landið. Á Eskifirði kynntist
hún ástinni sinn, honum Sæsa.
Þau voru alla tíð eins og nýtrúlof-
uð, þau voru yndisleg hjón. Þau
eignuðust þrjú yndisleg börn.
Dísa var alla tíð mjög montin af
börnum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum enda allt mætasta
fólk.
Dísa var einstaklega myndar-
leg í höndunum og prjónaði allra-
handa flíkur fyrir sitt fólk, út-
saumur var hennar áhugamál og
hún saumaði hvern listadúkinn á
fætur öðrum. Jóladúkarnir henn-
ar voru listaverk. Öðru sem hún
gerði í höndunum get ég varla
lýst. Hún var listakona og allt
sem hún gerði var list. Dísa var
einstaklega góð manneskja, hún
var mér betri en enginn. Það er
gott að hugsa um allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
sem smástelpur og sem fullorðn-
ar konur. Blessuð sé minning
Dísu. Ég sendi Sæsa, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Guð blessi ykkur í sorg ykkar.
Æskuvinkona,
Guðný.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar