Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 81
MINNINGAR 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
✝ GuðmundurIngimundarson
fæddist í Reykjavík
20. nóvember 1943.
Hann lést 15. nóv-
ember 2016.
Foreldrar Guð-
mundar voru Ingi-
mundur Kristinn
Gestsson frá
Reykjahlíð í
Reykjavík og
Kristín Guðmunds-
dóttir frá Gerðum í Garði.
Árið 1968 kvæntist Guð-
mundur, Rósu Einarsdóttur.
Foreldrar Rósu voru Einar
Nikulásson og Kristín Þórarins-
dóttir frá Stóra-Hrauni.
Guðmundsdóttir, f. 1978. Eigin-
maður hennar er Steindór
Aðalsteinsson, f. 1978, og eiga
þau þrjú börn, Emblu Stein-
dórsdóttur, f. 2005, Telmu
Steinsdórsdóttur, f. 2005, og
Dag Steindórsson, f. 2012.
Guðmundur útskrifaðist sem
stúdent frá Verzlunarskóla Ís-
lands og fór síðan í viðskipta-
fræðinám í háskólanum. Hann
byrjaði ungur að vinna með
skólanum, en 12 ára starfaði
hann sem sendill hjá Sölumið-
stöðinni. Í gegnum tíðina starf-
aði hann við daglegan rekstur
ýmissa fyrirtækja, bæði síns
eigin og annarra, m.a. hjá
BÁ-húsgögnum, EN-lömpum,
Lúmex o.fl. Síðustu árin rak
hann og keyrði leigubíl hjá bif-
reiðastöðinni Hreyfli/Bæjar-
leiðum.
Útför Guðmundar fer fram
frá Grensáskirkju í dag, 8. des-
ember 2016, kl. 13.
Guðmundur og
Rósa eignuðust
þrjú börn. Þau eru:
1) Einar Þór Guð-
mundsson, f. 1966.
Sonur Einars er
Óðinn Einarsson, f.
2013. 2) Ingimund-
ur Kristinn
Guðmundsson, f.
1970. Eiginkona
hans er Landysh
Gilfanova, f. 1973.
Ingimundur á þrjú börn, Rakel
Rósu Ingimundardóttur, f.
1992, barnsmóðir Björk Agn-
arsdóttir, Adelyu Gilfanova, f.
1999, og Diljá Líf Ingimund-
ardóttur, f. 2009. 3) Kristín
Æi elsku pabbi, það er svo
margt sem ég þarf að segja þér,
svo margt sem við áttum eftir að
spjalla um og gera saman. Ég veit
ekki alveg hvenær ég mun átta
mig á því að þé sért farinn, þetta
er alveg óbærileg hugsun. En
sem betur fer áttum við ótrúlega
margar minningar og gerðum
ótrúlegustu hluti saman. Það er
svo dýrmætt að eiga t.d. allar
minningarnar úr þessum sex
Flórídaferðum sem þú og
mamma og mín fjölskylda höfum
farið saman í. Þú átt heiðurinn af
því að ég hafi farið í íþróttir. Ég
byrjaði á að fara með þér á bad-
mintonæfingu í Valsheimilinu
fyrir tæpum 30 árum og á meðan
ég var að bíða eftir þér skaust ég
á fótboltaæfingu sem var fyrir ut-
an og tilkynnti þér svo að ég væri
komin í liðið og ætti að fara að
keppa daginn eftir. Þú fylgdir
mér eftir í fótboltanum í Val og ég
man einu sinni þegar við vorum
að keppa á gull og silfurmótinu í
Kópavogi, þá komst þú að horfa
og gast svo tekið okkur allar á
stóra 14 manna bílnum þínum
heim þar sem mamma beið með
vöfflur. Þú fórst svo með mig á
fyrstu handboltaæfinguna þegar
ég var rétt tæplega 12 ára og hef-
ur fylgt mér alla tíð eftir það,
fórst með mér allt sem þú gast í
sambandi við handboltann, Húsa-
vík, Vestmannaeyjar, á Ítalíu
þegar landsliðið var þar og topp-
aðir þetta svo alveg þegar þú
komast með mér í fyrra í æfinga-
ferð hjá kvenna- og karlaliði Vals
til Spánar, ég þá 37 ára, þetta
fannst nú öllum mjög merkilegt.
Þú varst nú alveg ótrúlegur mað-
ur þó að lífið hafi ekki alltaf verið
dans á rósum. Þú gerðir allt fyrir
alla og reddaðir alltaf því sem
þurfti. Þú hefur reddað okkur
systkinunum vinnu, lagað bílana
mína, fjármálin ræddum við mik-
ið og svo auðvitað bara allt milli
himins og jarðar. Við fórum
ósjaldan saman í hádegismat og
var það oftast toppurinn á deg-
inum ef þú áttir „lunch date“ með
einhverjum úr fjölskyldunni eða
góðum vinum. Þú varst alltaf
mjög mikill bílaáhugamaður og
áttir yfirleitt síðasta orðið ef mað-
ur þurfti að kaupa sér bíl. Barna-
börnin áttu svo hug þinn allan og
varstu alltaf tilbúinn í að skutlast
ef það þurfti, og fannst Telmu og
Emblu mjög mikið sport að vera
alltaf sóttar á leigubíl, voru bara
með sinn eigin einkaleigubíl-
stjóra.
Elsku pabbi, ég vona innilega
að þér líði vel, mun sakna þín að
eilífu.
Kveðja, þín pabbastelpa,
Kristín.
Guðmundur, æskufélagi og
besti vinur, hefur nú kvatt þenn-
an heim. Það verður skrýtið að fá
ekki hringingu frá honum þar
sem hann sagði svo oft: Það er svo
sem ekkert nýtt að frétta, langaði
bara að heyra í þér. Við Guð-
mundur fórum í Austurbæjar-
skólann 7 ára gamlir og þar hóf-
ust okkar kynni, síðan í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
að lokum í Versló, þar sem við
vorum sessunautar. Við brölluð-
um margt í gegnum tíðina, við
gengum í skátahreyfinguna og
urðum sveitarforingjar í Jóms-
víkingum. Þau voru mörg skiptin
sem við fórum í Lækjarbotna og
gistum í gamla skátaskálanum
hjá Guðmundi skálaverði, það oft
að við áttum orðið okkar eigin
kojur þar. Þegar við komumst á
þann aldur að við máttum taka
bílpróf vorum við ekki lengi að
verða okkur úti um farartæki, og
alltaf voru bílar Guðmundar ný-
bónaðir og flottir, man sérstak-
lega eftir svörtum Benz sem bar
af í bænum, og svo var farið á
rúntinn og keyrt hring eftir hring
á gljáfægðum tækjunum. En við
vorum ekki bara á rúntinum, við
fórum mikið í tjaldútilegur og þá
var nú Bronco-inn hans vinar
míns vinsæll, rauður og flottur.
Við vorum einnig duglegir að fara
á veiðar bæði í vötn og til fjalla til
að ná í rjúpur. Mest vorum við á
Holtavörðuheiðinni, eða á Bröttu-
brekku, en þessi svæði þekktum
við eins og puttana á okkur. Ekki
slepptum við íþróttum, Guð-
mundur spilaði fótbolta með Val
og við spiluðum svo badminton í
áratugi með vinum og félögum.
Það kemur svo margt upp í hug-
ann, sem við látum liggja á milli
hluta hér, en við eigum eftir að
spjalla um síðar, en mest um vert
var að eiga svona góðan félaga í
öll þessi ár. Ljúfurinn minn, ég
þakka þér allt og góða ferð til
nýrra heimkynna. Ég bið góðan
Guð að styrkja Rósu og fjölskyld-
una alla á þessari erfiðu stundu.
Þórður Guðmundsson.
„Pabbi er dáinn.“ Þessi orð
systur minnar snemma morgun-
inn eftir að faðir okkar lést munu
lengi hljóma í höfði mínu.
Ég trúði ekki því sem ég
heyrði, þetta bara gat ekki verið
satt. Svo auðvelt er það, þegar
maður býr erlendis, að loka á og
kunna að neita því að þetta hafi
gerst. En þetta er staðreynd.
Í september síðastliðnum
fengum við að hitta hann í síðasta
skipti, þegar stórfjölskyldan fór í
ferðalag til Flórída. Það var gríð-
arlega mikilvægt fyrir okkar að fá
þann tíma með honum, þetta er
tími sem við munum hafa í hjört-
um okkar til allrar framtíðar.
Þetta var í síðasta skipti sem við
hittum hann.
Þar lék hann á als oddi, fór með
okkur í skemmtigarð þar sem
hann fór í öll tækin, tók virkan
þátt í afmæli Diljár Lífar og var
styttan í smá drama sem gerðist í
miðri ferð.
Og þannig var hann, alltaf
tilbúinn að hjálpa, þegar einhvern
vantaði hjálp. Hann þekkti svo
marga og hafði slíkan eiginleika
að hann gat talað við fólk og feng-
ið það til að skipta um skoðun eða
fara hans leið.
Eitt sinn, þegar við Lana vor-
um að sækja um ríkisborgararétt
fyrir Lönu, stóðum við niðri í inn-
anríkisráðuneyti að leggja inn
umsókn. Stúlkan í afgreiðslunni
var ekki alveg á því að taka við
umsókninni og ég var að gefast
upp, vissi ekki hvað ég átti að
segja eða gera. Pabbi byrjaði þá
að tala við hana og á ótrúlegan
hátt samþykkti hún að taka við
umsókninni. Hann fann réttu orð-
in til að segja, án þess að stúlkan
fengi þá tilfinningu að hún væri
að gefa eftir.
Pabbi, ásamt afa Ingimundi,
kynnti mig fyrir pólitíkinni. Þeg-
ar ég var krakki hjálpaði ég við
kosningar, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn var að taka saman
hverjir hefðu kosið. Í gegnum
þetta lærði ég á pólitík og fór að
skilja betur út á hvað hún gekk.
Pabbi hjálpaði mér svo í seinni tíð
að fá nægar undirskriftir þannig
að ég gæti boðið mig fram í próf-
kjöri. Ég náði reyndar ekki langt,
en ég er viss um að ef hann hefði
einhvern tíma boðið sig fram,
hefði hann unnið.
Við rökræddum pólitík mikið.
Þrátt fyrir að við værum í grund-
vallaratriðum sammála, þá voru
einstök atriði sem við vorum ekki
sammála um. Það voru skemmti-
legar umræður, sérstaklega þeg-
ar við ræddum um opnun sam-
félagsins og tjáningarfrelsi.
Pabbi var úrræðagóður maður.
Hvað sem bjátaði á hafði hann
einfaldar lausnir á öllu. Hann var
á mörgum sviðum mín fyrirmynd.
Ég lærði mikið af honum og mun
alltaf hafa þann lærdóm í hjarta
mér. Hann var góður maður og
gjafmildur.
Hann var góður afi og hringdi
reglulega til að tala við Diljá Líf.
Henni fannst alltaf gaman að tala
við afa. Og hún man eftir afa, þó
að hún hafi ekki verið oft með
honum. Hún sagði mér nýverið,
eftir að hún vissi að hann væri dá-
inn: „Veistu pabbi, mig dreymir
stundum Guðmund afa. Það var
svo gaman með honum“.
Hann hefur í raun kennt mér
allt sem gerir mig að góðum
manni, föður og vonandi síðar
meir afa. En nú er hann dáinn.
Hvíl í friði.
Ingimundur K. Guðmunds-
son og fjölskylda.
Þótt lönd og höf hafi skilið okk-
ur að hafa hjörtu okkar ávallt
staðið hvert öðru nær. Takk fyrir
43 ára vináttu.
Við syrgjum lát Guðmundar
Ingimundarsonar.
Regina, Martin
og fjölskylda.
Guðmundur
Ingimundarson
Minningarnar
streyma fram mild-
ar og bjartar í senn
eða sem skínandi
stjörnur er lýsa mér enn. Já mér
finnst jafnvel að ég muni er þið
genguð í hlað, þú, Jóhannes og
Snorri vorið ’42. Já, auðvitað
genguð þið í hlað á Stað því eng-
inn var nú bílvegurinn og ekki
áttuð þið hest eins og fyrri
prestshjónin.
Og auðvitað get ég ekki fullyrt
hversu mikið myndir hjálpa
Aðalheiður
Snorradóttir
✝ AðalheiðurSnorradóttir
fæddist 29. október
1914. Hún lést 29.
nóvember 2016.
Útför Aðalheiðar
fór fram 5. desem-
ber 2016.
minningum mínum,
þá tæplega þriggja
ára.
En hitt get ég
fullyrt að hversu
feimin sem við
systkinin vorum á
þessum árum þá fór
sú feimni fljótlega af
og við tengdumst
órjúfanlegum vin-
áttuböndum er ent-
ust alla tíð. Því í
þrjátíu ár áttum við samleið, ynd-
islega samleið sem aldrei bar
skugga á. Fyrstu 18 árin skildi
stiginn einn á milli, þessi góði
gamli stigi er við krakkarnir sát-
um í og fylgdumst með lífinu á
báðum hæðum, hlustuðum á tón-
ana úr stofunni ykkar en Jóhann-
es tók strax að æfa kvartett og
gamansöng.
Fleiri gátu nú gripið í orgelið
með misfögrum tónum en allt
veitti þetta okkur mikla gleði og
húsið ilmaði af baksturslykt frá
báðum hæðum.
Margan kökubitann þáðum við
þó enginn jafnaðist á við
pressugerssnúðana þína sem ég
baka enn. Já, þið hjónin tókuð
strax fullan þátt í samfélaginu
okkar Dalbúa sem og í Súganda-
firði öllum og urðuð vinsæl og
dáð. Því þó að margt reyndist
ólíkt því sem þú áttir að venjast,
nýkomin frá útlandinu, reyndirðu
að gera eins gott úr því og hægt
var.
Og ýmsar breytingar urðu nú
fljótt er Jóhannes tók að byggja
þvottahús, forstofu með salerni
og að lokum bílskúr sem stendur
einn eftir, því húsið brann.
En þá var loksins upp risið
nýja húsið ykkar. Já, mikið þótti
mér ljúft að heyra þig segja þá
100 ára að þú hefðir aldrei enst
svona lengi við erfiðar aðstæður
ef sambýlisfólkið hefði ekki verið
svona einstakt og saman, getum
við sagt.
Já, þið reynduð sannarlega
bæði skin og skugga saman, því
litlar stúlkur er leiddust alltaf
hurfu alltof fljótt. Og miklu síðar
voru fóstbræðurnir Snorri og Óli
brottkallaðir í fullu starfi. En öll-
um áföllum var tekið með ein-
stakri ró og trúartrausti. Og ynd-
isleg bernsku- og æskuár áttum
við saman á Stað, tvær stúlkur og
þrír drengir á báðum bæjum. Og
þú stóðst þig ætíð með prýði
hvort sem var við athafnir í
kirkju eða móttökur heima fyrir í
gleði eða sorg, því að allar erfi-
drykkjur voru haldnar á Stað. Og
kraftur þinn nýttist vel heima
hvort sem var við heyskap, rún-
ingu, berjatínslu eða garðrækt.
Áttuð þið hjónin góðan garð er
gaf frábæra uppskeru. Og þannig
varst þú alla tíð, ræktaðir þinn
garð með frábærri prýði og upp-
skarst einstaka virðingu og þökk
allra, ekki síst okkar systkinanna
frá Stað.
Elsku Sigrún mín, Pálmi, Sig-
urður og aðrir aðstandendur,
hjartans samúðarkveðjur.
Þóra Þórðardóttir.
Elskuleg eiginkona mín og vinur, móðir,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
JAKOBÍNA BJÖRG JÓNASDÓTTIR
frá Grænavatni,
til heimilis að Túngötu 7, Hvanneyri,
sem lést 29. nóvember, verður jarðsungin
frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. desember klukkan 13.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Trausti Eyjólfsson.
Maðurinn minn,
STEINGRÍMUR GAUTUR
KRISTJÁNSSON
lögmaður,
andaðist 7. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Guðrún Einarsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVERRIR HELGASON,
Sléttuvegi 31,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 6. desember.
.
Óskar Sverrisson Eiríksína Hafsteinsdóttir
Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir
Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir
Sigríður Ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn J. Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN FR. GUÐMUNDSSON,
lést 3. desember á hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Kópavogi. Útförin verður frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
13. desember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Parkinson
samtökin.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Helga Kristjánsdóttir Halldór Guðbjarnason
Guðmundur Fr. Kristjánsson Jenný K. Steinþórsdóttir
Guðný Björg Kristjánsdóttir Markús Jóhannsson
Smári Kristjánsson Soffía Júlía Svavarsdóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRGVIN JÓNSSON
vélstjóri,
Fróðengi 9,
andaðist þriðjudaginn 6. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 15. desember klukkan 13.
.
Erna Særún Vilmundardóttir,
Smári Björgvinsson, Kristín Arnardóttir,
Þorsteinn Örn Björgvinsson, Hulda Sigurðardóttir,
Vildís Björgvinsdóttir, Charles Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Skarðshlíð,
verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju
laugardaginn 10. desember klukkan 14.
.
Guðrún Anna Tómasdóttir, Þorgils Gunnarsson,
Auðbjörg Tómasdóttir, Hermann Hansson,
Guðbjörg Jóna Tómasdóttir, Sveinn B. Jóhannesson,
Hjördís Tómasdóttir, Þórir Ingvarsson,
Guðmar Jón Tómasson, Helena Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.