Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 84
84 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Nú hef ég lokið mínum síðasta kennsludegi, ætla að hættaum áramótin og aðeins prófavinnan er eftir,“ segir ÁsdísRósa Baldursdóttir, stærðfræðikennari í Verslunarskóla Íslands, en hún hefur kennt þar í 40 ár. „Ég ákvað að fara að stjórna mínu lífi sjálf. Kennslan er það bindandi að maður getur ekki gert það sem maður vill þegar manni hentar, eins og að ferðast til annarra landa og jafnvel búa í öðrum löndum, sem mig langar til að gera, til skemmri tíma þó. Við bjuggum á Spáni í tvö ár og mig langar að gera meira af slíku, kynnast nýrri menningu, læra tungumál og njóta frelsisins sem fylgir því að vera ekki í fastri vinnu. Við hjónin höfum verið að ferðast til fjarlægari landa og lítill neisti verður að stærra báli og okkur langar til að gera meira og sjá meira. Ég er þó ekki endilega alveg hætt að vinna, er útskrifaður leiðsögumaður og hef starfað sem slíkur og það getur vel verið að ég nýti mér það meira í þessu túristagóðæri.“ Auk ferðalaga þá stundar Ásdís golf, skíði og fjallgöngur. Aðspurð segist Ásdís ekkert ætla að slá af kröfunum í síðustu prófayfirferðinni sinni. „Ég verð sanngjörn en kröfuhörð eins og við viljum vera í Versló.“ Stóri stærðfræðiprófadagurinn er í Versló í dag og verður því nóg að gera hjá Ásdísi í vinnunni á afmælisdeginum. „Ég hélt vel upp á afmælið 11. nóvember í Hörpu og vorum við hjónin með sameiginlega veislu þar, en hann átti líka sextugsafmæli á árinu.“ Eiginmaður Ásdísar er Kristján Gíslason og var hann lengst af í eigin fyrirtækjarekstri. Þau eiga þrjá syni, sem heita Gísli, Baldur og Árni, og þrjú barnabörn. Síðasti bekkurinn Ásdís á síðasta kennsludegi sínum í fyrradag. Hættir kennslu til að skapa sér meira frelsi Ásdís Rósa Baldursdóttir er sextug í dag G estur Ólafsson fæddist á Mosvöllum í Önundar- firði 8.12. 1941 og ólst þar upp til sex ára ald- urs en flutti þá með fjölskyldunni til Reykjavíkur. Gestur lauk stúdentsprófi frá MR 1961, lauk prófi í arkitektúr í Leic- ester í Bretlandi 1966, stundaði framhaldsnám í skipulagsfræðum í Liverpool 1966-68 og síðar fram- haldsnám og rannsóknir í skipulags- fræðum við University of Pennsylv- ania í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1973. Hann hlaut rannsóknarstyrk frá Rannsóknarráði 1968 til að rann- saka skipulag verslunarhverfa víða í Evrópu, hlaut styrk frá Independ- ence Foundation til að kynna sér skipulag í Bandaríkjunum 1972 og sótti námskeið í umhverfismati við University of Aberdeen 1982. Gestur rak Teiknistofuna Garða- stræti 17, 1968-80, og skipulagði þá marga bæi hér á landi, m.a. Selfoss, Hveragerði, Hellu og Akureyri, auk þess sem hann og samstarfsmenn hans breyttu Lækjartorgi og Austurstræti í göngusvæði og hönn- uðu byggingar víða um land. Gestur var stundakennari í skipu- lagsfræðum við Verkfræðideild HÍ frá 1974 og hlutadósent til 1988. Gestur var forstöðumaður Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu 1980- 88, en þá unnu hann og Skipulags- stofan m.a. svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Hann rekur nú Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur – 75 ára Synir og afabörn Hrólfur, Ragnar og kona Ragnars, Hildur Jónsdóttir, ásamt nokkrum af barnabörnum Gests. Vill vandaðri, ódýrari og tæknilega betri íbúðir Hlaupafeðgin Gestur, dóttir þeirra, Guðrún Sóley, og Guðbjörg. Sigríður Helga Gestsdóttir hélt tombólu fyrir utan Bónus í Árbæ. Hún safnaði 4.541 kr. sem hún færði Rauða krossinum að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.