Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 89
litlu bókina mína í töskunni og skrifa í
hana einhver stef. Ég fæ hugmyndir
við alls konar aðstæður og stundum
syng ég stef inn á símann.“
– Við höfum rætt um samstarfs-
verkefnin en hvað með tónverkin sem
spretta fram án þess að einhver ann-
ar komi við sögu?
„Ég hef verið heppinn með það að
geta og mega gera það sem mig lang-
ar til að gera – og það hentar mér vel.
Ég nýt þess til dæmis að semja kór-
tónlist en keyri mig líka stundum í
strand þar með því að leggja texta of-
an á tónlist eftir á. Ég held að fáir
vinni þannig en þannig vann ég til
dæmis „Klangið“, lagði texta Heims-
ljóss ofan á músíkina eftir að ég út-
setti hana.“
– Það er merkilegt því söngurinn
passar mjög vel.
„Já, hann passar. En ég þurfti
samt að aðlaga textann svolítið á
nokkrum stöðum; við fengum leyfi til
að finna önnur orð, sömu merkingar,
sem féllu betur að músíkinni.“
– En þú segir að kórtónlist höfði til
þín.
„Mjög mikið. Í mannsröddinni get-
ur falist magnaður tærleiki. Samruni
radda getur verið gríðarlega áhrifa-
mikill, allir tempra sig saman og láta
raddirnar tengjast og hljóma, sam-
hljómur í röddum er ótrúlega fallegt
fyrirbæri.“
Þegar Kjartan er spurður um
áhrifavalda á þessu sviði nefnir hann
sem dæmi Arvo Pärt og John
Tavener. „Svo er endurreisnarmúsík
geggjuð. Ég er mjög hrifinn af kór-
músík þess tíma og sæki svolítið
þangað. Það er flott hefð að ganga í,
að læra að nota hljóma, biðtóna og
slíkt. Öll tónlist er banki að sækja í,
Bach, Mozart – ég er líka hrifinn af
Ravel, Debussy og slíkum tón-
skáldum. Mér finnst ofboðslega
mikilvægt að vera með vídd – ég er
líka hrifinn af Iron Maiden! Það er
svo mikilvægt að vera opinn fyrir
öllu, alltaf forvitinn –
þó ég sé enginn land-
könnuður. Ég forð-
ast eins og ég get að
halda mig bara við
einhverja eina teg-
und tónlistar. Og það
er nútíminn, maður
er ekkert að skilja á
milli hluta. Músík er
bara músík.“
– Þinn ferill er gott dæmi um það;
stígur úr rokkinu inn í það sem kalla
má klassíska tónlist og semur óperur,
án þess að fordæma rokk og popp…
„Aldrei! Ég vil líka fá að spila á raf-
magnsgítar og trommusett. Þetta
verður að vera opið.
Í þessari fjölmenningu og fjöl-
breytileika verður músík að vera fjöl-
breytileg. Það er bannað að vera for-
pokaður og einsleitur, það gengur
ekki upp.“
Var orðið of auðvelt og erfitt
–Fylgjast aðdáendur Sigur Rósar
enn með tónlistinni sem þú skapar?
„Ég veit það ekki. Kannski ein-
hverjir en það er svo mikill hraði á
öllu og langt síðan ég hætti í hljóm-
sveitinni að ég held að nýir aðdá-
endur hennar viti ekkert hver ég er.
Og eldri aðdáendur eru eflaust hættir
að spá í músík og farnir að eignast
börn. Gömlu hipsterarnir eru orðnir
ráðsettir!“
– Heimasíða Sigur Rósar var nú
fyrst til að tilkynna um útgáfuna á
nýju plötunum þínum.
„Já, ég er hluti af þessari stofnun
og nýti mér það auðvitað eins og ég
get.“
– Það tók sinn tíma hjá
þér að hætta í hljómsveit-
inni. Fyrst hættir þú að fara
með í tónleikaferðalög en
ákvaðst síðan að lokum að
hætta endanlega. Voru
ferðalögin orðin þreytandi
eða bara kominn tími til að
breyta til?
„Þetta var bara orðið fínt.
Þetta voru fimmtán ár og annaðhvort
var málið að vera í þessu bandi alla
ævi eða prófa eitthvað annað.“
– Var þetta ekki lengur sama list-
ræna áskorunin?
„Þetta var orðið aðeins of auðvelt
fyrir okkur, fannst mér. En um leið
erfitt líka. Hin skapandi stúdíóvinna
var orðin frekar þægileg. Sem er ekk-
ert skrýtið þegar fólk hefur unnið
lengi saman og skilur hvert annað, og
allir finna hlutverk sem virka saman.
Þetta var bara orðið ágætt. Það er
líka sérstakur lífsstíll að vera í svona
rokkbandi og svo erum við ólíkir kar-
akterar með ólíkar skoðanir á hlut-
unum. Vill maður týna sér í því? Mér
fannst að hluti af mér, sem ég vildi
ekki missa, væri að fara… Og svo
biðu mörg önnur spennandi verk-
efni.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Hógværð „Ég held að þessi
endurtekning og mínimal-
ismi hæfi verkinu mun bet-
ur en óstöðvandi dramatík
allan tímann. Í henni er
ákveðin hógværð sem hæf-
ir leikmyndinni,“ segir
Kjartan Sveinsson um
óperuna Der Klang der
Offenbarung des
Göttlichen.
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s
Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s
Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s
Janúarsýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 10/12 kl. 13:00 20.s Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s
Sun 11/12 kl. 13:00 21.s Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s
Lau 17/12 kl. 13:00 22.s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s
Sun 18/12 kl. 13:00 23.s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Jólaflækja (Litli salur)
Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas.
Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas.
Bráðfyndin jólasýning fyrir börn
Jesús litli (Litli salur)
Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn
Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn
Margverðlaunuð jólasýning
Salka Valka (Stóra svið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
Mávurinn (Stóra svið)
Mið 4/1 kl. 20:00
Aðeins þessi eina sýning
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn
Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn
Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 37.sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Sun 11/12 kl. 19:30
aukasýn
Sýningum lýkur í desember
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 14:30
Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 11:00
Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 13:00
Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Fim 29/12 kl. 17:00 Lau 14/1 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?