Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 94

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Saga Alþýðuflokksins í 100 ár,sem nefnist Úr fjötrum, eft-ir Guðjón Friðriksson,sagnfræðing er sennilega viðamesta verk, sem komið hefur út til þessa um stjórnmálabaráttu 20. aldarinnar á Íslandi. Hún hefst að vísu á árinu 1916 eða þar um bil, þannig að fyrsti áratugurinn kemur ekki við sögu, og lýkur á okkar tím- um, í byrjun 21. aldar, en betri yfirsýn yfir pólitíkina á 20. öld er varla hægt að fá á einum stað, þótt að sjálfsögðu hafi komið út fjöl- margar bækur um einstaka þætti í sögu þessara tíma eða um þá einstaklinga, sem við sögu hafa kom- ið. Sagan er skrifuð frá sjónarhóli Al- þýðuflokksins og fjallar um þjóð- málabaráttu þess fólks, sem þar skipaði sér í sveit. Það þýðir að sumu gefur höfundur meira vægi en ég hefði gert frá mínum sjónarhóli séð og öðru minna. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að mér finnst atburðarásin á vinnumarkaðnum í nóvember og desember 1963 hafa markað ákveðin þáttaskil, sem leiddu til júnísamkomulagsins 1964 og samninganna, sem gerðir voru sumarið 1965 um byggingu 1250 íbúða í Breiðholti fyrir láglaunafólk, sem aftur leiddu til þess að Viðreisn- arstjórnin undir forystu Bjarna heit- ins Benediktssonar náði miklu betri tengslum við verkalýðsforystuna en ella. Það hafði svo úrslitaþýðingu, þegar tekizt var á við djúpa efna- hagslega kreppu á árunum 1967- 1969. Mitt mat á þessu kann hins vegar að helgast af því að á þeim árum starfaði ég við stjórnmálaskrif á Morgunblaðinu og hafði seturétt á þingflokksfundum Sjálfstæðis- flokksins á þeim árum og upplifði þá atburði alla af þeim sökum kannski sterkar en þeir sem utan við stóðu. Alþýðuflokkurinn hafði alla tíð mun meiri áhrif á þróun íslenzks samfélags á síðustu öld en stærð hans eða fylgi gaf tilefni til. Það hef- ur væntanlega verið vegna þess að hann var framan af að berjast fyrir „réttum“ hugmyndum, umbótum, sem hinn almenni borgari fann að áttu rétt á sér. Á fyrstu áratugum 20. aldar var djúpstæð stéttaskipting ríkjandi í okkar fámenna samfélagi. Hér var fámennur hópur betri borgara, sem réð ríkjum og svo fátæka fólkið. Al- þýðuflokkurinn varð málsvari fá- tæka fólksins og það voru nokkrir ungir hugsjónamenn, sem komu þeirri baráttu af stað. Barátta þeirra átti mikinn þátt í því að þegar komið var fram á Viðreisnarárin á síðari helming aldarinnar var orðinn til viðunandi jöfnuður á Íslandi, þótt hann ætti svo eftir að fara gersam- lega úr skorðum undir lok ald- arinnar. Hinir ungu hugsjónamenn, Ólafur Friðriksson, Jónas Jónsson frá Hriflu og Ottó J. Þorláksson, svo nokkrir frumherjar séu nefndir, njóta líklega ekki enn sannmælis í samtímasögu okkar. Við erum enn – alla vega mín kynslóð – undir áhrif- um þess hvernig „yfirstétt“ fyrri tíma mat þessa menn. En hvers vegna skyldum við ekki meta þá að verðleikum? Erum við ekki flest öll afkomendur fátæks fólks til sjávar og sveita? Og er ekki tímabært að við tökum upp hanzkann fyrir það fólk, sem barðist fyrir betri kjörum afa og ömmu? Um hina pólitísku hlið þeirrar baráttu má lesa í bók Guðjóns Frið- rikssonar. Um líf þess fólks sem sú barátta snerist um má lesa t.d. í Fá- tæku fólki Tryggva Emilssonar, verkamanns, og í Himnaríki og hel- víti Jóns Kalmans Stefánssonar rit- höfundar. Forysta Alþýðuflokksins um vökulögin og almannatryggingar verður ekki dregin í efa og þar er að finna hans mestu afrek. Sú barátta tók nokkra áratugi. En hvernig stendur á því að sá flokkur sem barðist fyrir svo merkum umbótum hlaut ekki meiri stuðning kjósenda en raun varð á? Þeirri spurningu verður ekki svarað í stuttum ritdómi en eina til- gátu langar mig til að setja fram. Í bók Guðjóns segir: „Í desember 1915 tóku að birtast í Dagsbrún greinar þar sem boðuð var ný alþýðupólitík á grundvelli innanlandsmála. Lítið var gefið fyrir staglið um sjálfstæðisbaráttuna…“ Og ennfremur nokkru síðar: „Í fyrsta lið stefnuskrárinnar stendur að Alþýðuflokkurinn sé mótfallinn því að byrjað verði fyrst um sinn á samningstilraunum um samband Íslands og Danmerkur… Þarna var lagt til að sjálfstæðisbar- áttan, sem allt hafði snúizt um til þessa yrði lögð til hliðar og menn sneru sér að öðrum þarfari verk- efnum.“ Þegar nær dregur lýðveldis- stofnun rekur Guðjón svo rækilega efasemdir jafnaðarmanna um stofn- un lýðveldis á þeim tíma, sem það var gert. Á sama tíma eru tveir flokkar samstiga í þeirri baráttu, Sjálfstæðisflokkur og Sameining- arflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkur. Hinum síðarnefnda var að mínu mati og minna pólitísku samherja stjórn- að frá Moskvu en hann tók upp þjóð- ernislega afstöðu undir forystu Ein- ars Olgeirssonar. Afstaða jafnaðarmanna einkenndist frá upp- hafi af alþjóðahyggju þeirra og skoð- anabræðra þeirra. Er þarna að finna grundvall- arástæðuna fyrir því að Alþýðu- flokkurinn náði aldrei því fylgi, sem fyrirfram hefði mátt ætla? Að hann hafi einfaldlega ekki verið í takt við þá sterku þjóðerniskennd, sem mót- að hefur íslenzka þjóðarsál? Arftaki Alþýðuflokksins, Samfylk- ingin, vill gera Ísland að 330 þúsund manna hreppi í 500 milljóna manna evrópsku stórríki. Er þar komið sama lífsviðhorf og hjá jafnaðar- mönnum hundrað árum áður og skýring á hruni Samfylkingarinnar á okkar dögum? Annað mál í sögu Alþýðuflokks- ins, sem mér finnst Guðjón Frið- riksson gefa minna vægi en tilefni er til er þátttaka Alþýðuflokksins árið 1990, þegar flokkurinn átti aðild að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, í að gefa framsal veiðiheim- ilda frjálst án þess að auðlindagjald yrði tekið upp. Með þeirri ákvörðun urðu til fyrstu milljarðamæringarnir á Íslandi og sá gífurlegi efnamunur sem síðan hefur orðið til í þessu landi. Guðjón segir: „Alþýðuflokkurinn var að mestu einn um þá skoðun að þjóðin ætti rétt á gjaldi fyrir úthlutun veiði- kvóta í hinni sameiginlegu auðlind.“ Þetta er athygliverð staðhæfing. Svo vill til að Morgunblaðið barðist í heilan áratug fyrir því að veiðileyfa- gjald yrði tekið upp. Vegna þeirrar baráttu voru ritstjórar blaðsins kall- aðir „sósíalistar“ á fundum LÍÚ og á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Nið- urstaðan af þeirri baráttu varð sú, að auðlindagjald var tekið upp sem grundvallarstefna Sjálfstæðisflokks- ins um síðustu aldamót og sett í lög að frumkvæð þess flokks. Deilur um upphæð þess eru svo annað mál. Í bók Guðjóns er að finna stór- merkar upplýsingar um átökin inn- an Alþýðuflokksins, sem segja má að hafi staðið með litlum hléum í ald- arfjórðung frá því fyrir 1930 og fram undir 1960. Hannibal Valdimarsson var kjörinn formaður Alþýðuflokks- ins á flokksþingi 1952, þegar hann felldi Stefán Jóhann Stefánsson úr sessi. Þá tóku við heiftarleg átök, þar sem Stefán Jóhann reyndi að nota persónuleg tengsl sín við for- ystumenn annarra flokka jafn- aðarmanna á Norðurlöndum til þess að koma í veg fyrir að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðublaðið, sem bersýni- lega hafa notið verulegs fjárstuðn- ings frá bræðraflokkunum á Norðurlöndum, fengju slíkan stuðn- ing áfram. Þetta er staðfest með til- vitnunum í bréf sem ganga á milli þessara aðila. Það var því ekki bara Sósíalista- flokkurinn sem fékk fjárstuðning frá útlöndum heldur líka Alþýðuflokk- urinn. Hvað yrði sagt ef fallinn for- maður í flokki reyndi að fá erlenda aðila til að blanda sér í slík deilumál innan stjórnmálaflokks á Íslandi nú? Alþýðuflokkurinn hefur átt marga merka leiðtoga. Hlutur þeirra kem- ur vel fram í sögu Guðjóns, bæði styrkleikar þeirra og veikleikar. Sjálfum hefur mér lengi þótt Héðinn Valdimarsson einna forvitnilegastur. Hvernig gat einn og sami maður verið olíukóngur og formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar? Ævisögu hans þarf að skrifa. Er sögu Alþýðuflokksins í okkar samfélagi endanlega lokið? Jafn- aðarmenn bæði hér og í nálægum löndum eiga í tilvistarkreppu. Það er eins og þeir hafi misst tengslin við rætur sínar. Þeir og verkalýðshreyf- ingin eiga mikinn þátt í því að nú býr þorri fólks við viðunandi lífskjör. En staðreynd er að enn búa fjölmennir þjóðfélagshópar við kröpp kjör. Það er enn til fátækt fólk á Íslandi. Það er enn fólk á tíræðisaldri, sem býr eitt heima hjá sér vegna þess að það er skortur á hjúkrunarheimilum. Það þarf enn að berjast fyrir umbót- um á íslenzku samfélagi. En nú er eitthvað lítið um „ástríðupólitíkusa“ meðal jafnaðarmanna. Hvað veldur? Guðjón Friðriksson hefur unnið þrekvirki með þessari bók. Hún er vel skrifuð og efni hennar skipulega fram sett. Að baki henni er gífurleg heimildarvinna og með textanum fylgja myndir, sem fæstar hafa sést nokkru sinni áður. Svo margir ein- staklingar koma við þessa sögu, að stórir hópar afkomenda geta fundið í þessari bók upplýsingar um for- eldra, afa og ömmur, langafa og langömmur, sem þeir hafa ekki haft hugmynd um að væru til. Alþýðuflokkur í 100 ár: Eitt viðamesta verkið um stjórnmálabaráttuna á Íslandi á 20. öld Morgunblaðið/Ómar Höfundurinn „Guðjón Friðriksson hefur unnið þrekvirki með þessari bók. Hún er vel skrifuð og efni hennar skipu- lega fram sett. Að baki henni er gífurleg heimildarvinna,“ segri rýnir um bók Guðjóns Friðrikssonar. Sagnfræði Úr fjötrum – Saga Alþýðuflokksins Eftir Guðjón Friðriksson. Forlagíð 2016. Innbundin, 575 bls. STYRMIR GUNNARSSON BÆKUR Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.