Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 21

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 21
sjúku, fæddi af sér þau samtök, sem meg- inþorri þjóðarinnar tók þátt í. Þegar býður þjóðar sómi, þá á Bretland eina sál, mælti hið mikla skáld Einar Benediktsson. Island hefur nú á stuttum tíma sýnt það oftar en einu sinni, að hin stórfenglega lýsing getur einnig náð til þess. Um það vitnar meðal annars 1. febrúar 1945. En á mætti hugsjóna og þeirra samtaka, sem hrinda hugsjónum i framkvæmd, byggist raunverulega öll þjóðarheill. Hið unga íslenzka lýðveldi þarf á slílcum öflum að halda á öllum sviðum þjóðlífsins einmitt nú, þegar svo miklu máli skiptir, hvernig hugsað er um og unnið að framtíðarhag þess. Þetta mun vera oss öllum ljóst. En vér verðum hinsvegar að gæta þess, að láta ekki fagrar hugsjónir verða að fögr- um hyllingum, sem grípa hug vorn um stund og heilla oss, en líða svo burt í fjar- skann og skilja allt eftir eins og það var. Þess eru oft mörg dæmi. Og sízt má slíkt henda oss, þótt þeim áfanga hafi verið náð í heilbrigðismálum þjóðar vorrar, sem hér hefur sérstaklega verið minnzt á. Enn byggjast framtíðarvonir berklasjúklinga með þjéð vorri á þessum tveim máttarstoð- um hugsjóna og samtaka. Bæði er það, að þar sem vinnuheimilið í Reykjalundi er annars vegar, þá er þar allt á byrjunar- stigi enn og þarfnast samúðar og fórnfýsi almennings um margra áratuga bil. Og svo er hitt, að hversu vel sem tekst að bæta þannig lífskjör þeirra berklasjúkl- inga, sem endurheimta starfskrafta sína á ný að einhverju eða öllu leyti, þá er hér aðeins um áfanga að ræða. Því að hið raunverulega mark er aðeins eitt: aö gjör- eyöa óvininum mikla. Og til þess að því marki verði náð, þarf þjóð vor í framtíð- inni að fóstra fylkingar ágætra sona og dætra, sem leggja því máli lið með mætti göfugra hugsjóna og dáðríkra samtaka. Þá verður sigurinn unninn, ef til vill á skemmri tíma en oss nú dreymir um, og einu mesta bölinu létt af þjóð vorri og börnum hennar. Guð gefi því máli sigur. Ocldný Guðmundsdóttir: TVÖ KVÆÐI KVÆNTUR MAÐUR YRKIR ÁSTARLJÓÐ Vertu hjá mér vina og vaktu yfir minni sorg. -------Kona, láttu krakkana þegja. þau kvelja mig þessi org. Það er æfinnar yndi og friður, að elska þig, góða mær. -------Sýðurðu, kona, ýsuna aftur, óætið það í gær. Birtan frá brosi þínu bræðir og vermir allt. -------Nú er kulnað í ofninum aftur og orðið drepandi kalt. Skóhljóðið þitt ég þrái. Þú, sem ég heitast ann. -------Hvað eru gestir að gera hingað? Þeir gera mig vitlausan. GÆFUMAÐUR Eg á hús og hlut í skipi. Hamingja er þetta líf. Átti ég í æsku minni eina bók og vasahníf. Gott er að vera gæfumaður. Gott er að eiga fé sitt heimt. Þó hugsa ég um það oft á kvöldin: Ætli ég hafi nokkru gleymt? BERKLAV OKN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.