Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 39
Kristinn Stefanssoni
ÁFENGIF) OG
BERKLARNIR
Kring um árið 1920 var haldinn al-
þjóðalæknafundur í París. Á þessum fundi
var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Vegna þess hve náið samband er á
milli áfengisnautnar og berklaveiki, vill
fundurinn lýsa yfir því, að hann leggur
afar mikla áherzlu á að sameina barátt-
una við berklaveikina, baráttunni móti
áfengisnautninni".
Vafalaust hafa ýmsir þekktir og jafn-
vel heimskunnir læknar, setið þetta al-
þjóðalæknaþing og er ályktunin fyrir þá
sök mjög merkileg og full ástæða ti! að
gefa henni gaum.
Allir vita, að áfengisnautnin veldur oft
basli og fátækt og þröngum og slæmum
húsakynnum, en slíkar aðstæður mynda
frjóan jarðveg fyrir berklasýkilinn. Á-
fenginu fylgir og hverskonar óregla, vök-
ur, óvarkárni og hirðuleysi um sjálfan sig
og gagnvart öðrum. Loks er viðurkennt,
ar sjúklingsins og jafnvel lækninum stund-
um ósjálfrátt.
Mikilvægi hinnar sálarlegu meðferðar
hefur orðið ljósari síðustu áratugina fyrir
ýmsar uppgötvanir á sviði sálar- og sál-
sýkisfræði. Óljóst hugboð hefir orðið að
vísindalegri þekkingu, og enn má gera ráð
fyrir framförum í þessa átt. Ný þekking
hefur verið dregin fram úr dj úpum manns-
sálarinnar, og mun hagnýting hennar í
þágu læknisfræðinnar verða stórum al-
mennari í framtíðinni. Þá verður sálræn
lækning markvissari og áhrifameiri en
hingað til.
BERKLAV ÖRN
að áfengisnautnin veikir mótstöðuafl lík-
amans og gerir hann oft berskjaldaðan
fyrir strandhöggi berkla og annara sýkla.
Þessi ályktun læknanna kemur því eng-
um hugsandi rnanni á óvart. Hún er stað-
festing- færustu sérfræðinga á því, sem sér-
hver leikmaður í þessum efnum, þykist sjá
af heilbrigðri skynsemi sinni og reynslu-
þekkingu.
En af því að sambandið milli áfengis-
nautnar og berklaveiki er svona „náið“,
hlýtur líka baráttan gegn nautn áfengra
drykkja að vera sjálfsögð berklavörn.
Ég veit ekki, hvort leyfilegt er að draga
þá ályktun af samþykkt læknanna, að allar
berklavarnir séu meira og minna kák,
nema jafnframt sé hafizt handa af opin-
berum aðilum um útrýming áfengis. Það
kann að vera fullmikið sagt, en mun þó
eigi fjarri sanni. En hitt 'virðist koma
skýrt fram, að hinir vísu og slingu læknar
þykjast ekki í vafa um það, að baráttan
móti áfengisnautninni sé nauðsynleg
berklavörn, ef æskilegum árangri á að
verða náð.
Ég beini máli mínu til íslenzku lækna-
stéttarinnar og þó sér í lagi til berklalækn-
anna. Hvernig væri t. d. að næsti aðalfund-
ur Læknafélags íslands tæki þetta má! til
rækilegrar athugunar og ynni á annan
hátt að því að útrýma áfenginu úr lanci-
inu ? Einstaka íslenzkur læknir gerir þetxa
þegar, en frekar má það teljast til undan-
tekninga.
Mér skilst, að takmark læknavísindanna
sé ekki það fyrst og fremst að hjálpa nátt-
úrunni til að lækna krankleika mannanna,
heldur miklu frekar hitt að vernda heil-
brigði þeirra — forða þeim frá sjúkdóm-
um. Fyrir því hlýtur það að vera þungur
áfellisdómur á íslenzka læknastétt, ef hún
sýnir andstöðu eða jafnvel fullkomið af-
skiptaleysi í baráttunni móti áfengisnautn-
inni.
23