Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 17
BERKLAVÖRN
| 7. éra. | Utgefandi: Samband Ísíenzkra berklasjúklinga 1 |
ÁVARP
Samband íslenzlcra berklasjúlclinga var stofnað 24. okt. 1938. Sjö ár eru Hðin,
síðan tœpir þrír tugir sjúklinga úr berklahœlum landsins og sjúlcrahúsum lieylcja-
víkur, komu saman að Vífilsstöðum til að skipuleggja þau samtök, sem síðan eru
orðin landskunn. Þessi samtök hafa va.tið að árceði og bjartsýni með ári livcrju,
aflað sér viðurkenningar og vinscelda hjá þjóðinni oy fengið í lið með sér stnrfs-
krufta margra ágœtismanna,
Öll þjóðin, félög sem einstaklingar, liafa af mikilli rausn styrkt S. í. B. S. með
/járframlögum og Alþingi veitt því eftirtektarverða viðurkenningu, sem seint verður
metin að fullu.
Aðalmarkmið S. 1. B. S. hefnr frá upphafi verið það uð ráða fram úr erfiðu
félagslegu vandamáli, er valclið hefur áhyggjum, sorg og efnatjóni hér á landi, sem
annars staðar. Þetta vandamál er að tryggja, svo sem bezt má verða, framtíð þeirra
berklasjúklinga, sem brottskráðir eru af heilsuhœlum, iryggja líf og heilsu þcirra,
sem glatað liafa miklu af starfsþoli sínu og eru eklci samkeppnisfœrir á aimennum
vinnumarkaði. Girða fyrir það, að sjúklngar, sem náð hafa bata fyrir starf áqœtra
lcekna og góða aðhlynningu á heilsuhœlum, komi jafnharðan aftur sjúlcir á hcelin
vegna þess að þeim voru eigi btiin lífskjör við þeirra hcefi. Hindra þessa ódæma
sóun mikillu verðmœta með byggingu VINNUHEIMILIS BERKLASJÚKLINGA.
Hinn 1. febr. 1945 tók Vinnulieimili S. 1. B. S. að Reykjalundi í Mosfellssveit
til starfo. Þá hefst merkur þáttur í sögu íslenzkra lieilbrigðismála. Langþráðum
áfanga er náð, cn langt er þó enn á vegarenda. Byrjunin er myndarleg, en mnrgt
cr þó ógert. Enn vantar rúm fyrir fjölda veiklaðra manna, karla og kvenna, sem
þrá að verða sj&lfbjarga, þrátt fyrir lamað vinnuþol. Þjóðarhagur krefst þess, að
haldið verði áfram að btjggja í Reykjalundi.
S. I. B. S. mun halda verkinu áfram, unz komið er á leiðarenda, enda treystum
vér því, að þjóðin muni sem jafnan áður, sýna málinu þann skilning, sem sæmir
menningarþjóð.
Takmarkið er:
Ljúkum byggingarfravikvæmdum í Reykjalundi sem fyrst.
í miðsi jórn S. í. B. S.
Maríus Helgason, Oddur Ólafsson, Árni Einarsson,
Eiríkur Albertsson, Ólafur Björnsson, Sxmundur Einarsson,
Ásberg Jóiiannesson.