Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 42

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 42
minna, þá mun þér verða séð fyrir ókeyp- is húsnæði, það sem eftir er“. „Þegiðu“, sagði hún esp, reif sig lausa og arkaði burt. „Sárt svíður undan þyrnum þínum, fagra rós“, kallaði Albert til hennar, svo haltraði hann hóstandi heim að hælinu. Það glamraði ömurlega í mölinni, þegar stafprikið hans slóst við hana. Það var holhljómurinn í glaðværð hans, sem espaði Bergljótu. Hvers vegna var hann með þessi bjánalegu spaugsyrði, úr því að hann var ekki í skapi til að gera að gamni sínu? Eða var hann að tefla þján- ingu sinni móti þjáningu hennar? Hún vissi það vel, að þó að hann léti svona gal- gopalega var honum það þrotlaus kvöl að vera smitberi. Hann þráði að komast heim til sín, heim til ungu konunnar sinn- ar og litla barnsins, sem hann hafði aidrei þorað að leggja undir vanga sinn. Hann var fær um að ganga aftur að sínu gamla starfi, en þetta eina lokaði öllum leiðum — „hið eitraða hunang vara hans“. Hún festi ekki hugann við Albert, þó að hún iðraðist snöggvast eftir gremjnorð sitt. Aftur glímdi hugur hennar við hina erfiðu ráðgátu, hvað átti um hana að verða og hvernig átti hún að umbera skilnaðinn við Böðvar? — Strax eftir síðustu læknisskoðun hafði hún skrifað heim til sín og sagt, að læknirinn teldi ekki ástæðu til að hælis- vist hennar yrði lengri. Móðir hennar og systir skrifuðu henni um hæl, aldrei þessu vant. I bréfi móður hennar stóð þetta: ,,. . . reyndu að fá að vera lengur, svo að þú hressist betur, væna mín. Pabbi þinn er orðinn svo lélegur til vinnu og þá er stundum þröngt í búi hjá okkur og yrði erfitt að sjá þér fyrir öllu, sem þú þarft með . . .“ Jú, það var auðvitað, að pabbi hennar væri farinn að slitna og þyldi illa eyrar- vinnu og aðra erfiðisvinnu, sem hann hafði stundað í þorpinu síðan hann brá búi í sveit og fluttist til þorpsins fyrir þrá- beiðni konu sinnar. En þótt svo væri, vissi hún að foreldrar hennar voru ekki á flæði- skeri stödd. Þau höfðu komizt í talverð efni í sveitinni og búsældin fylgdi þeim, þó að þau flyttu búferlum. Húsið þeirra í þorpsjaðrinum stóð á stóru, velræktuðu túni. Þau áttu mörg hundruð fermetra matjurtagarð, mikið af hænsnum og nokkrar kýr. Þau tóku áreiðanlega ekki nærri sér að gefa henni að borða um stundarsakir. Ef þess þurfti þá með, ekki var það óhugsandi að hún gæti að öllu leyti séð sér farborða sjálf. Að minnsta kosti mátti mamma hennar minnast þess, að hún hafði með handavinnu sinni unnið sér fyrir fötum og vasapeningum hin síð- ari ár. Hún vissi að það mundi kveða við svip- aðan tón í bréfi systur sinnar, eða öllu heldur að hún mundi eiga upptökin að þeim undirtektum, sem hún fékk. Jú, það leyndi sér svo sem ekki. ....Ertu nú alveg viss um að þú sért orðin nógu frísk til að fara frá hælinu. Það hljóta að verða feikileg viðbrigði. Segðu lækninum alveg eins og er, að þú eigir eiginlega ekkert heimili, því að varla getirðu látið lúna og slitna foreldra taka við að sjá fyrir þér. Það er nú eins og þú veizt með mig, að ég hef alltaf verið svo hrædd við þessa veiki, barnanna vegna, og þau sækja svo fjarska mikið til mömmu. Ef þú færð ekki að vera lengur á liælinu finnst mér að þú ættir að revna að koma þér fyrir hjá barnlausu fólki. Við Ingólfur og mamma höfum talað um að styrkja þig eitthvað, en kannske getur þú líka fengið örorkubætur . . .“ Hún hafði kreist bréfið í hendi sinni í bræði og örvinglun. Hún hafði aldrei átt neina samleið með móður sinni og systur, þær voru svo sérgóðar og tilfinningasljó- ar. Pabbi hennar var ekki nefndur til neins 26 BERKLAVÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.