Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 33

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 33
einhverju leyti endurtaka það, sem í grein hans stendur; en sjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og þar segir. Þrátt fyrir miklar rannsóknir víða um heim, hefur því miður ekki tekizt ennþá að finna neitt það lyf, sem grandað geti bei-klasýklinum, án þess um leið að vera skaðlegt mannslíkamanum. Aðferðirnar í baráttunni gegn berkla- veikinni rnunu því enn um hríð verða þær sömu, sem undanfarið hafa verið notaðar hér á landi og erlendis, þ. e. a. s. að leita uppi og lækna þá, sem veikir eru og auka mótstöðuþrótt hinna heilbrigðu. Bólusetning heilbrigðra gegn berkla- veiki, svokölluð Calmettevaccination er kennd við franskan lækni, Calmette að nafni, sem fann upp þessa bólusetningar- aðferð og var fyrsta bólusetningin gerð af honum í Frakklandi 1922. í byrjun var það reyndar ekki bólusetning í orðsins eigin- legu merkingu, þar eð bóluefnið var gefið inn, en seinna var horfið frá því, og er því nú alltaf dælt inn í húðina. 1927 var fyrsta bólusetningin gerð í Danmörku og hefur þessi bólusetningarað- ferð rutt sér meira og meira til rúms, ekki hvað sízt á Norðurlöndum, og skipta þeir sem bólusettir hafa verið í heiminum nú sennilega milljónum. Árangur sá sem fengizt hefur og ritað hefur verið um í læknarit t. d. í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, er allir,’ á einn veg um ágæti bclu- setningarinnar. Nú mega menn ekki halda, að það sé nóg að bólusetja fólk og þá sé öllu óhætt og engin hætta á að maður geti fengið berklaveiki. Svo auðvelt er það því miður ekki. Engin bólusetning, hvorki t. d. gegn kúabólu eða öðrum sjúkdómum veitir algert ónæmi gegn viðkomandi sjúkdómi. Calmettevaccination er aðeins einn liður í þeim þætti berklavarnanna, að auka við- námsþrótt manna gegn berklasýklunum, og getur verið sá þáttur, sem ríður bagga- muninn um það, hvort sá sem smitast, verður alvarlega veikur af berklum, eða yfirvinnur smitunina. Lesendum ,,Berklavarnar“ er kannske kunnugt, að þeir sem eru jákvæðir við berklapróf, eru álitnir standa betur að vígi gegn berklasmitun, en þeir neikvæðu. Tilgangur Calmettevaccinationarinnar er er að gera þá neikvæðu jákvæða við berkla- próf, og því eru einungis þeir neikvæðu bólusettir. Bólusetningin er í sjálfu sér smitun með ákaflega vægum kúaberkla- sýkli. Þessi smitun sem er algjörlega hættulaus, jafnvel nýfæddum börnum, hef- ur það í för með sér, að sá sem er bólu- settur verður jákvæður og fær í sig þau mótefni, sem menn álíta að myndist ? lík- amanum við yfirunna berklasmitun. Það hefur sýnt sig, að þar sem jákvætt og neikvætt fólk hefur búið við sömu kjör og verið í sérstakri smitunarhættu, þá hafa BERKLAVÖRN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.