Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 44

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 44
Ef til vill fyndu þau einhver ráð til að vera sarnan, Böðvar og hún. Eða þá að minnsta kosti að hittast endrum og eins. Jafnvel það eitt gaf lífinu gildi. Henni var batnað, hún mundi styrkjast betur, verða fær um að vinna fyrir sér og —-------Ef til vill áttu þau eftir að eignast heimili, einhverntíma á einhvern hátt. Hún vatt sér við og gekk rösklega heim að hælinu. Droplaug, stofusystir hennar, brosti við henni, þegar hún kom inn úr dyrunum. „En hvað þú ert búin að vera lengi burtu. Olla og Gauja komu hingað áðan og sögðu mér, að þú hefðir verið útskrifuð í dag. Dæmalaust áttu gott“. Það sló roða á vanga Bergljótar, hún fyrirvarð sig innilega. Hún hafði reikað um í svartasta þunglyndi og jafnvel hvarflað að henni, að sjálfsmorð væri bezta lausnin á vandamáli hennar. En hér lá vinkona hennar og þráði lífið og frelsið utan hælisveggjanna. En hún átti líka gott heimili, sem stóð henni opið hvenær sem var og hvernig sem högum hennar væri háttað. Sumarið áður hafði hún verið frískari og fengið að fara heim til stuttrar dvalar og boðið Bergljótu með sér. Það höfðu verið yndislegir dagar. — Þrestirnir sungu í greinum trjánna í skrúðgarðinum fyrir utan húsið. Gróðrarilmurinn barst inn um kvistgluggann til þeirra. Þar inni var allt svo snoturt og þægilega fyrir komið, svo að vel færi um þær. Droplaug lá fyrir mestan hluta dagsins. Hún hafði því að- eins fengið fararleyfi að læknarnir vissu að þeir máttu treysta henni. Bergljót hafði setið lengstum í ruggustól og horft út. Hvít kirkjan skar svo fallega af við iðja- grænan, blómprýddan völlinn. Grannan turnin bar við bláan himininn. — Þá var alltaf sólskin. — Það voru engin undur, þó að Droplaug þráði að lifa á ný fagra sum- ardaga heima. — Um þetta hugsaði Bergljót meðan roð- inn breiddist hægt um vanga hennar og hvarf. „Já“, svaraði hún, tók greiðu og hand- spegil upp úr náttborðsskúffu sinni og byrjaði að hressa við hár sitt. „Þú sagðir einhverntíma, að þú gætir ekki farið heim til þín. Hvernig litist þér á að fara heim til mín, heim að Hofi?“ Höndin með speglinum seig. „Hvað ertu að segja? Heldurðu að mamma þín vilji . . .? „Já, þú ert velkomin. Ég skrifaði og nú er ég búin að fá svar“. „Hvað þú ert góð“. „Ég hugsaði um ykkur báðar. Það mundi dreifa fyrir mömmu að hafa þig hjá sér og vita, að þér hefði þó batnað. Þú veizt, að það er hæpið að ég komi heim í sumar — eða nokkurn tíma framar“. Hún lokaði augunum, kippir fóru um andlit hennar, andartaki seinna brosti hún, þessu alvísa þrekbrosi, sem gerði hana öll- um, sem þekktu hana svo hugljúfa og minnisstæða. Bergljót gekk til hennar. „Þú mátt ekki segja þetta, elsku góða. Þú veizt, að við vonum öll og trúum því líka, að þolgæði þitt fái sín laun að lokum“. Droplaug bandaði hendinni lítið eitt. „Við skulum ekki hugsa um þetta núna. Ekki láta dauðann skyggja á lífið. — Pósturinn kom líka með glaðning handa þér um leið og hann færði mér bréfið frá mömmu. Gáðu undir koddan þinn. Það á alltaf að geyma það bezta þangað til síð- ast“. Bréf frá Böðvari. Bergljót hallaði sér út af í rúm sitt og las: Elsku stúlkan mín! Eins og ég sagði í skeytinu, sem ég sendi þér, gekk ferðin vel. Það er gaman að berast á hröðum vængjum BERKLAVÖRN 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.