Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 30

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 30
ir kvenfólkið. Að sjálfsögðu höfum við svo orðið að kaupa inn talsvert af efnisvörum handa ofangreindum verkstæðum til að vinna úr. Þá eigum við ýmis tæki til áframhaldandi bygginga, svo sem bíla, steypuhrærivél o. fl. Þetta er mikið átak, jafnvel á þessum tímum hins milda peningaflóðs, þegar þess er gætt, að þetta allt eru frjáls fram- lög þjóðarinnar, og lögð fram á tiltölulega mjög skömmum tíma. Sú rausn og sá skiln- ingur, sem málefni S. I. B. S. hafa átt að mæta hjá þjóðinni hefur gert okkur mögu- legt að sjá þann djarfa draum okkar ræt- ast, að Vinnuheimilið er risið af grunni. En þó að mikið hafi áunnizt, er okkur samt ljóst, að þetta er aðeins fyi’sti áfang- inn að því marki, sem S. 1. B. S. hefur sett sér. Það er enn margt og mikið, sem okk- ur vantar í Reykjalundi. Næst liggur fyr- ir að koma upp aðalbyggingu staðarins, og til þess vantar okkur mikið fé. En við treystum enn sem fyrr á skilning og vel- vilja fólksins, og höldum ótrauðir að settu mai’ki. Við höfum nú í vor farið fram á fjár- hagslegan styrk frá öllum bæjar- og sýslufélögum landsins. Þar eins og ann- arstaðar, höfum við mætt fullum skilnmgi og höfum við þegar fengið 12 svör, öll já- kvæð. Um þessar mundir höfum við í gangi g-læsilegt happdrætti, og þrátt fyrir allan þann aragrúa af slíku, sem í gangi er, spá viðtökurnar, sem það hefir fengið með- al almennings, góðu um árangurinn af þeirri tekjuöflunarleið. Að endingu. Seljið okkur í hendur féð, og við slculum ávaxta það. Vöxtunum skil- um við í meira heilsufarslegu öryggi, bættu heilsufari þjóðarinnar og síðast en ekki sízt nýtum við vinnukraft, sem ella mundi vera ónotaður. Vistmaður XXX.: VISTMAÐUR KEMUR AÐ REYKJALUNDI Á hlaðinu á Vífilstöðum stendur ungur maður með tösku í hendi. Um leið og hann stígur upp í bifreið, sem er komin til að sækja hann, veifa nokkrir sjúklingar til hans úr gluggunum. — Vertu sæll, vonandi komum við bráð- um á eftir þér. — Ungi maðurinn útskrifaðist í dag. Hann er búinn að vera á bælinu í fjögur löng ár og er því einkennilega órótt innan- brjósts. Bifreiðin ekur af stað. Hún á að flytja þennan mann upp að Reykjalundi í Mos- fellssveit, — Vinnuheimili S. I. B. S. —, en hún þarf að koma við í bænum áður og sækja eitthvað fyrir heimilið, því að þetta er ein af bifreiðum þess. Þegar hún nálgast úthverfi bæjarins, fer hún fram hjá stóru herskálahverfi. í kringum skálana er hópur af börnum að leika sér. Herinn hefir yfirgefið þetta hverfi fyr- ir nokkru, en í stað hermannanna hafa komið íslenzkar fjölskyldur, sem ekki áttu völ á öðru húsnæði, en þessum köldu, þægindasnauðu skálum. Ef þjóðin hefði ekki styrkt S. í. B. S. jafn ríflega og raun varð á, þegar sam- skota var leitað, hefði þessi ungi maður, ef til vill, stigið út úr annari bifreið við einhvern skálann, tekið út farangurinn og horfið þar inn í óvistlega og óholla íbúð. Nokkru síðar hefði svo mátt sjá hann þræla við uppskipunarvinnu niður við höfn, sem honum væri þó um megn og eftir nokkra mánuði, eða kannske rúmt ár, væri hann aftur kominn til Vífilsstaða 14 BEEKLAVÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.