Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 20
Hálldán Helgason, próf.:
Hugsjónir og
samtök
Hálfdan Helgason
1. febrúar 19U5 — það er dagur. sem
engan veginn virðist frábrugðinn öðrum
dögum fljótt á litið. Og þó mun hann, er
tímar líða, hljóta nokkra sérstöðu meðal
minningardaga vorra, þar sem hann mark-
ar ein mikilvægustu tímamót í sögu heil-
brigðismála þjóðarinnar. Þann dag tók til
starfa vinnuheimili S. I. B. S. að Reykja-
lundi í Mosfellssveit. En með stofnun þess
heimilis var nýjum og þýðingarmiklum
áfanga náð í baráttunni við hinn mikla vá-
gest, berklana, sem svo margur maður hef-
ur orðið að lúta í lægra haldi fyrir á liðn-
um áratugum. Hugsjónin mikla, að geta
fullnægt starfslöngun og treyst starfsþol
þeirra manna, sem hefðu náð þeirri heilsu
að teljast verkfærir á ný, þótt nokkrum
takmörkum væri háð, hafði rætzt. Fögur
og vistleg íbúðarhús höfðu risið af grunni
og önnur voru í smíðum. Vinnuskálar, fyr-
ir konur og karla, stóðu opnir verkfúsum
sjúklingum, svo að þeim gæfist kostnr á
að fá fullnægt starfslöngun sinni og jafn-
framt endurheimta að fullu þá heilsu, er
aftur gerði þeim kleift að taka til starfa
úti í hinum ytra heimi. Gleði hinna fyrstu
vistmanna fyrir auknu frelsi og nýjum
möguleikum til sigui’s í baráttunni við
hinn mikla óvin, lýsti út úr hverju andliti.
Mikilsverðum áfanga hafði verið náð.
Allar framkvæmdir í Reykjalundi hafa
kostað of fjár, eins og við var að búast.
En hin mikla stofnun hvílir þó á enn
traustari og mikilsverðari máttarstoðum
en þeim, er bæði mölur og ryð fá grandað.
Því að hugsjónir og samtök voru hin raun-
verulegu öfl, se.m þetta óskabarn allra
berklasjúklinga fyrst og fremst á tilveru
sína að þakka.
Vér, sem njótum fullkomins heilbrigðis,
hugsum vissulega allt of sjaldan til þeirra,
sem heyja áralanga baráttu við berkla-
veikina, fjarri ástvinum sínum og átthög-
um, sviftir störfum sínum og frelsi um
lengri eða skemmri tíma, eða fyrir fullt
og allt. Það voru þá heldur ekki vér, hinir
heilbrigðu, sem hófumst handa, til þess að
hrinda þessu mikla velferðarmáli allrar
þjóðarinnar í framkvæmd. Það voru hug-
sjónamenn úr hópi sjúklinganna sjálfra,
sem urðu fyrri til og vöktu oss hina. Þeir
hófu starfið, með tvær hendur tómar, en
brennandi í andanum. Þeir hétu á liðveizlu
alþjóðar og þjóðin bar gæfu til þess að
þekkja sinn vitjunartíma í þeim efnum.
Hin mikla, fagra og mikilsverða hugsjón,
að létta byrðar og bæta lífskjör hinna
4
BERKLAVÖRN