Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 38

Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 38
bata og útrýma kvíða og angist. Þetta er sefjan, og með henni er mögnuð sálræn orka, sem beinist til bata. Þótt margir telji sig líta smáum aug- um á sálræna lækningu og álíti hana að- eins eiga við móðursjúka og „ímyndun- arveika“, afneitar enginn henni í reynd- inni. Æfagömul reynsla hefir sannað gagn- semi hennar í viðureigninni við vefræna eða líkamlega sjúkdóma. Sjálfrátt eða ósjálfrátt beitir hver læknir henni á hinn margvíslegasta hátt í starfi sínu, og svip- að má segja um hvern nærfærinn leik- mann, sem sjúkling umgengst. Líkamssjúkdómur, hver sem hann er, hefur ávalt einhver áhrif til ills á sálar- líf þess, er ber hann. Veila líkamans set- ur sinn blæ á sálina. Á hinn bóginn hefur líka andleg vanlíðan, af hverju sem hún er sprottin, veiklandi áhrif á hina líkam- legu starfsemi og líðan. Þessi víxláhrif milli holds og anda eru öflug og marg- háttuð og engan veginn einskorðuð við hið sjúklega. Hver líkamleg skynjan veld- ur blæbrigðum í tilfinningalífi voru, þægi- legum eða óþægilegum eftir atvikum, og hver minnsta geðshræring orsakar stund- arbreytingu á starfi einhverra vefja líkam- ans. Þetta nána samspil sálar og líkama hef- ur það í för með sér, að sérhver sjúkling- ur, hvort sem vér teljum hann haldinn vefrænum sjúkdómi eða sálrænum, þjáist raunverulega af hvorutveggju. Líkamleg og andleg s j úkdómseinkenni blandast saman og fyrirfinnast hjá hverjum sjúkl- ingi. Þegar frumorsök heilsutjónsins er vefræn skemmd, — bólga, sár eða annað mein, — beinist vissulega öll læknismeð- ferðin að upprætingu hennar. Þunga- miðja meðferðarinnar er stundum lyf, stundum skurðaðgerð, geisla- og ljóslækn- ing o. s. frv. En æ og ævinlega er fleiri vopnum beitt en einu. Til þess að varð- Ocldný Guðmundsdóttir BRÉFIÐ MITT Bráðum Jcem-ur pósturinn með bréfið til mín. Eg sópa og þvæ í lcotinu og sól á gluggann shin. Eg sópa allan bæinn og segi: Afi minn, viltu aö eg geri við gamla stakkinn þinn? Viltu að ég segi þér sögur, litla Björg, sögur eða æfintýr? Eg lcann þau svo mörg. Sögur falla í gleymsku. En ein er alltaf ný: Aldrei kemur bréfið, þó ég bíði eftir því. veita og efla mótstöðukraft líkamans, er fyrirskipuð hvíld og kyrrð, góð aðhlvnn- ing og hentugt mataræði. Og einmitt í þá átt miðar hin sálræna meðferð, og þess- vegna á hún við í einhverri mynd í hverju einasta sjúkdómstilfelli. Sú tegund sálarlækningar, sem tíðast er beitt, er sefjunin. Þá er sjúklingnum blás- in í brjóst ákveðin hugmynd, sem festir rætur í tilfinningalífi hans og setur svip sinn á allt sálarlífið. Þannig er leitast við að flæma burt ótta, hugarangur og von- leysi úr sál sjúklingsins og gróðursetja þar heilsusamlegri kenndir, svo sem hóg- láta gleði, bjartsýni og trúnaðartraust. Framkvæmd slíkrar sefjunar gerist á hinn margvíslegasta hátt, alla-jafna án vitund- 22 BERKLAYÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.