Berklavörn - 01.06.1945, Page 38

Berklavörn - 01.06.1945, Page 38
bata og útrýma kvíða og angist. Þetta er sefjan, og með henni er mögnuð sálræn orka, sem beinist til bata. Þótt margir telji sig líta smáum aug- um á sálræna lækningu og álíti hana að- eins eiga við móðursjúka og „ímyndun- arveika“, afneitar enginn henni í reynd- inni. Æfagömul reynsla hefir sannað gagn- semi hennar í viðureigninni við vefræna eða líkamlega sjúkdóma. Sjálfrátt eða ósjálfrátt beitir hver læknir henni á hinn margvíslegasta hátt í starfi sínu, og svip- að má segja um hvern nærfærinn leik- mann, sem sjúkling umgengst. Líkamssjúkdómur, hver sem hann er, hefur ávalt einhver áhrif til ills á sálar- líf þess, er ber hann. Veila líkamans set- ur sinn blæ á sálina. Á hinn bóginn hefur líka andleg vanlíðan, af hverju sem hún er sprottin, veiklandi áhrif á hina líkam- legu starfsemi og líðan. Þessi víxláhrif milli holds og anda eru öflug og marg- háttuð og engan veginn einskorðuð við hið sjúklega. Hver líkamleg skynjan veld- ur blæbrigðum í tilfinningalífi voru, þægi- legum eða óþægilegum eftir atvikum, og hver minnsta geðshræring orsakar stund- arbreytingu á starfi einhverra vefja líkam- ans. Þetta nána samspil sálar og líkama hef- ur það í för með sér, að sérhver sjúkling- ur, hvort sem vér teljum hann haldinn vefrænum sjúkdómi eða sálrænum, þjáist raunverulega af hvorutveggju. Líkamleg og andleg s j úkdómseinkenni blandast saman og fyrirfinnast hjá hverjum sjúkl- ingi. Þegar frumorsök heilsutjónsins er vefræn skemmd, — bólga, sár eða annað mein, — beinist vissulega öll læknismeð- ferðin að upprætingu hennar. Þunga- miðja meðferðarinnar er stundum lyf, stundum skurðaðgerð, geisla- og ljóslækn- ing o. s. frv. En æ og ævinlega er fleiri vopnum beitt en einu. Til þess að varð- Ocldný Guðmundsdóttir BRÉFIÐ MITT Bráðum Jcem-ur pósturinn með bréfið til mín. Eg sópa og þvæ í lcotinu og sól á gluggann shin. Eg sópa allan bæinn og segi: Afi minn, viltu aö eg geri við gamla stakkinn þinn? Viltu að ég segi þér sögur, litla Björg, sögur eða æfintýr? Eg lcann þau svo mörg. Sögur falla í gleymsku. En ein er alltaf ný: Aldrei kemur bréfið, þó ég bíði eftir því. veita og efla mótstöðukraft líkamans, er fyrirskipuð hvíld og kyrrð, góð aðhlvnn- ing og hentugt mataræði. Og einmitt í þá átt miðar hin sálræna meðferð, og þess- vegna á hún við í einhverri mynd í hverju einasta sjúkdómstilfelli. Sú tegund sálarlækningar, sem tíðast er beitt, er sefjunin. Þá er sjúklingnum blás- in í brjóst ákveðin hugmynd, sem festir rætur í tilfinningalífi hans og setur svip sinn á allt sálarlífið. Þannig er leitast við að flæma burt ótta, hugarangur og von- leysi úr sál sjúklingsins og gróðursetja þar heilsusamlegri kenndir, svo sem hóg- láta gleði, bjartsýni og trúnaðartraust. Framkvæmd slíkrar sefjunar gerist á hinn margvíslegasta hátt, alla-jafna án vitund- 22 BERKLAYÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.