Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 22
Árni Einarsson og Oddur Ólafsson:
REYKIALUMDU
UNDIRBUNINGUR OG FRAMKVÆMDIR
Síðasta blað Berklavarnar flutti skýrslu
um byggingarframkvæmdir S. í. B. S.
fram til 1. okt. 1944. Helztu atriði þeirrar
skýrslu eru þessi:
1. Miðstjórn S. í. B. S. hafði í marz
1944 keypt ca. 30 hektara lands í Reykja-
dal í Mosfellssveit og ákveðið, að þar
skyldi reisa Vinnuheimili S. 1. B. S.
2. Ráðnir voru húsameistararnir Gunn-
laugur Halldórsson og Bárður ísleifsson
til þess að gera skipulagsuppdrætti að
mannvirkjum á landinu og húsateikningar
jafnframt.
3. Á 4. þingi S. í. B. S. var samþykktur
skipulagsuppdráttur og húsagerð staðar-
ins. Skyldu byggð 25 smáhús fyrir 4 vist-
menn hvert, 6 vinnuskálar og eitt stórhýsi,
þar sem væri pláss fyrir 40 vistmenn, eld-
hús, borðstofu, dagstofu, lækningastofu o.
fl., sem væri sameiginlegt fyrir allan stað-
inn. Af þessum byggingum skyldu 10 smá-
hús byggð á árinu, en vinnustofur, eldhús,
borðstofa o. fl. skyldi haft í hermanna-
skálum, sem voru á staðnum, unz unnt yrði
að reisa aðalhúsið og vinnuskálana.
4. Þingið fól miðstjórn S. f. B. S. fram-
kvæmd þessara samþykkta, en miðstj órnin
kaus til þess sérstaka bygginganefnd.
5. Ákveðið var að S. í. B. S. skyldi
byggja fyrir eigin reikning, og Þorlákur
Ófeigsson ráðinn byggingameistari.
6. 3. júní 1944 hóf forseti S. f. B. S.
gröft að fyrsta húsi Vinnuheimilisins og
þar með var bygging Vinnuheimilis S. í.
B. S. hafin.
7. 4 mánuðum síðar eða síðasta berkla-
varnardag voru húsin 10, sem ákveðið
hafði verið að byggja á árinu, fokheld og
auðsætt að Vinnuheimilið myndi geta tekið
til starfa innan fárra mánaða.
Húsin fullgerð.
Þegar að afloknum berklavarnardegi
ákvað miðstjórnin, að 5 af þeirn 10 hús-
um, sem í byggingu voru, skyldi reynt að
hafa íbúðarhæf um áramót og hin eigi
síðar en í maí 1945. Auðvitað var mið-
stjórninni ljóst, að örðugleikar hlutu að
vera á því að fullgera húsin á svo skömm-
um tíma, þar sem hörgull var á iðnaðar-
mönnum og erfiðleikar á efnisútvegun. En
þetta haust mun verða þeim, sem íyrir
S. í. B. S. standa, ógleymanlegt vegna
þess mikla velvilja, sem hvarvetna mætti
oss. Alls staðar, þar sem leita þurfti eftir
einu og öðru til bygginganna, var því vel
tekið og úr leyst eftir beztu getu. Hinn
valinkunni maður Þorlákur Ófeigsson, sem
ráðinn hafði verið til að sjá um fram-
kvæmdir, reyndist hinn traustasti og allir,
sem að verkinu unnu, gerðu sitt bezta
til að ljúka því á tilsettum tíma. Þó er
6
BERKLAVÖRN