Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 31
Ljósm. F. Cluusen.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI
veikari en áður, vegna illrar aðbúðar og
of erfiðrar vinnu.
Þegar bifreiðarstjórinn hefur lokið er-
indinu í bænum, ekur hann rakleitt upp
í Mosfellssveit. Bifreiðin fer fram hjá Ála-
fossi, og ungi maðurinn skimar í allar átt-
ir. Einhversstaðar, þarna hinum megin við
sundlaugina, er Reykjalundur.
Jú, þarna kemur hann auga á húsin,
þau eru byggð úr steini og standa í tvoim
röðum, fimm í hvorri. Húsin eru öll eins
að utan, hvít með rauðum þökum og skera
sig greinilega úr melnum, sem þau standa
á. Hjá þeim standa nokki'ir herskálar, er
notaðir eru sem vinnuskálar, borðstofa,
eldhús o. fl., til bráðabirgða.
Þegar bifreiðin rennur í hlaðið, lcoma
nokkrir vistmenn á móti henni. Ungi mað-
urinn þekkir suma þeirra frá Vífilsstöð-
um, en nokkra þekkir hann ekki, þeir eru
sennilega frá Kristneshæli eða einhverju
sjúkrahúsi.
Kunningjarnir bjóða hann velkominn og
fylgja honum að húsi hjúkrunarkonunnar.
Hún býður hann einnig velkominn og fylg-
ir honum í húsið, sem nú á að verða heim-
ili hans. Húsin eru tölusett og á hann
að búa í númer 5 í neðri röð.
Umhverfis húsið er allt á tjá og tundri,
því að þar er verið að leggja vegi og jafna
melinn, svo að hægt verði að sá í hann
grasfræi og setja niður tré.
Hj úkrunarkonan opnar lítið, snoturt
herbergi, sem ætlað er einum manni. Hún
sýnir honum fjóra skápa, sem hann á að
hafa einn til umráða; því næst kveður
hún og fer.
BERKLAVÖRN
15