Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 2
Vændi Nokkrar erlendar vændiskonur halda til í Reykjavík og leigja íbúðir á uppsprengdu verði af íslenskum karlmönnum tengdum fíkniefnaheim- inum. Konurnar auglýsa vændi í gegnum vefsíðuna City of Love, og taka á móti viðskiptavinum í íbúðunum Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans gera mennirnir húsaleigusamn- inga við konurnar um miklu lægri húsaleigu en þær þurfa raunveru- lega að borga. Þær greiða hátt í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir tveggja til þriggja herbergja íbúðir og þurfa reiða fram greiðslur viku- lega. Talið er að að minnsta kosti fjórar til sex slíkar íbúðir séu í höf- uðborginni sem sömu einstaklingar eiga og leigja út. Hver kona er ein í íbúð. Húseigendurnir bjóða konun- um vernd, ef viðskiptavinir þeirra eru með vesen. Mennirnir settu sig í samband við konurnar í gegnum vefsíðuna City of Love og buðu þeim íbúðirnar til leigu. Þeir tengjast fíkniefnaheim- inum á Íslandi og innflutningi á eit- urlyfjum. Lögreglan hefur fylgst með síðunni í nokkur ár og átt í samskiptum við nokkrar þeirra kvenna sem þar bjóða fram vændi. Lögreglan hefur sérstak- lega haft afskipti af yngstu konunum og segir mynstrið líkjast mansali, þar sem bakgrunnur kvennana er keim- líkur. Þær hafi verið sendar á milli landa til að stunda vændi. Á vefsíðunni er útlit fyrir að rúm- lega hundrað einstaklingar af báð- um kynjum bjóði vændi á Íslandi en lögreglan hefur ekki yfirsýn yfir hve margir þeir eru í raun. Fyrir um ári síðan gerði lögreglan lauslega könnun á umfangi vændisstarfsem- innar á síðunni og fann á bilinu 8-15 virkar prófílsíður. Nú er útlit fyrir að enn fleiri séu virkir. City of love er velþekkt vændis- síða og auglýst sem fylgdarþjón- usta. Á prófílsíðu hverrar vænd- iskonu eru nákvæmar upplýsingar um hverskonar kynlíf þær bjóða, og ítarleg verðskrá fyrir hverja og eina. Þannig kostar klukkustund um 40-60 þúsund krónur en heill sólarhringur frá 300 -500 þúsund krónur. Símanúmer og netföng kvennanna fylgja með. 2 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir • Afl 10,5 KW Á R A grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900 50 áraAFMÆLISTILBOÐ Nr. 12934 Bjarkey Olsen Gunnarsdótt- ir, þingmaður VG, talaði lengst allra þingmanna á vorþingi eða alls í 1173 mínútur Þetta er í fyrsta sinn sem kona slær metið en þær hafa löngum verið hógværari á ræðutíma en þingkarlarnir. Athygli vekur að f lokksbróðir hennar úr sama kjördæmi, Stein- grímur J. Sigfússon, er í öðru sæti og talaði í heilar 1017 mínútur. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra er í þriðja sæti en hann talaði í 915 mínútur. Alþingismenn fóru í sumarfrí í gær þegar fundum var frestað fram til 15. ágúst. Alls urðu 79 mál að lögum á þessu þingi auk þess sem þingmenn samþykktu 52 ályktanir. Enginn dagsetning er komin á alþingiskosningar í haust en ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagst vilja afgreiða tugi mála áður en kosið er. | þká Frumvarp Illuga vill afnema kerfi sem Bandaríkjamenn vilja taka upp. Ísland eina landið í heiminum þar sem tekjutengd námslán fyrnast ekki Í Bandaríkjunum er öllum námsmönnum nú boðið upp á tekjutengd lán og var það fært í lög í desember í fyrra. Áður var hluta námsmanna boðið upp á þessa endurgreiðsluleið og gafst kerfið svo vel að ákveðið var að víkka það út. Ísland var fyrsta landið í heim- inum til að innleiða tekjutengd námslán, en verði frumvarp Illuga að veruleika á næsta þingi verður þessi leið afnumin. Hérlendis hefur verið boðið upp á tekjutengd námslán frá árinu 1976, en lönd á borð við Bretland, Ástr- alíu, Suður-Kóreu og Ungverjaland hafa fylgt í kjölfarið. Helstu kostir þessara lána eru taldir vera minni greiðslubyrði fyrir nemendur, sem eykur fjárhagslegt öryggi. Jafnframt tryggir þetta að nemendur standi í skilum, en vanskil settu lánasjóð Síle á hausinn árið 2011. Í frumvarpi Illuga er eitt helsta markmið breytinganna að koma í veg fyrir að lánasjóðurinn verði af tekjum þegar nemendur deyja frá ógreiddum lánum, en Ísland er eina landið þar sem endurgreiðslna er krafist fram á dánardag. Annars- staðar fyrnast tekjutengd lán á 20 til 25 árum, svo hluti þeirra er aldrei greiddur. Því virðist sem endur- heimtur af slíkum lánum séu meiri hér en annarsstaðar, en dugir það ekki til að menn vilja hér afnema kerfi sem aðrir eru að innleiða. | vsg „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðuneytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjár- magnshöftum var komið á „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, formaður Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðu- neytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjármagnshöftum var komið á. Þá fást ekki heldur upplýsingar um arðgreiðsl- ur á árunum 2009 til 2015. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyr- irspurn hennar á Alþingi. Fjármálaráðuneytið seg- ist ekki búa yfir upplýs- ingunum og Seðla- bankinn ber fyrir sig þagnarskyldu og persónu- vernd. „Hér hefur verið umræða um þunna eigin- fjármögnun stórfyrir- tækja sem snýst um að færa fjármuni innan sömu samstæðu milli landa. Þetta er mál sem varðar hags- muni almennings og ég held að þessi fyrirtæki ættu að sjá sér hag í því að hafa þessar upplýs- ingar uppi á borðinu, ég skora á þau að höggva á hnútinn og birta gögn- in,“ segir Katrín Jakobs- dóttir. Leigja vændiskonum íbúðir á uppsprengdu verði Íslenskir íbúðaeigend- ur settu sig í samband við vændiskonurnar í gegnum vefsíðuna City of Love. Kona slær ræðumet Alþingis í fyrsta sinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talaði lengst allra þingmanna á síðasta þingi. Horfið frá tekjutengingum sem önnur lönd vilja taka upp Nemendur í HR. Katrín Jakobsdóttir segir málið varða almannahagsmuni. Skorar á fyrirtækin að birta gögnin Dómsmál Kaj Anton játaði fíkniefnaneyslu og sagði barnið hafa dottið Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sindri Kristjánsson, faðir hins tveggja ára drengs sem Kaj Anton er sakaður um að hafa misþyrmt, sýndi mikla bræði í réttarhöldum málsins sem fram fóru Jæren Tin- grett í Noregi í vikunni. „Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að gera svona við lítið barn.“ Kaj Anton Arnarsson Larsen bíð- ur niðurstöðu dómara við Jæren Tingrett í Noregi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta mánuði, grun- aður um að hafa misþyrmt tveggja ára syni Sindra Kristjánssonar í Stavanger í fyrra. Réttarhöldin fóru fram í vikunni en móðir barnsins var kærasta Kaj Antons þegar málið kom upp. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fram að bæði Kaj Anton og móð- ir barnsins hefðu verið í fíkniefnaneyslu þegar málið kom upp. Móðirin og barnið hafa dvalið í sérstökum fjölskylduúrræð- um í Stavanger og Bergen síðan. Við réttarhöldin hélt Kaj Anton fram sakleysi sínu og skýrði áverka á barninu með þeim hætti að það hefði dottið í tví- eða þrígang. Forsagan er sú að Kaj Antoni var treyst fyrir drengnum þegar kon- an var að byrja í nýrri vinnu á leik- skóla. Litli drengur- inn, sem þá var rétt tveggja ára gamall, var veikur og gat ekki farið í leikskól- ann. Kaj Anton var því með drenginn. Þegar konan kom heim úr vinnu var drengurinn meiddur og fór hún, ásamt Kaj Antoni, með hann á spít- ala. Þar vöknuðu grunsemdir heil- brigðisstarfsfólks um að drengnum hefði verið misþyrmt. Drengurinn var handleggsbrotinn, með mar á höfði, stóran marblett á baki og ældi sökum heilahristings. Sindri Kristjánsson, faðir barns- ins, gaf einnig skýrslu fyrir dómi og var mjög mikið niðri fyrir. Þeir Kaj Anton eiga sögu saman en þeir hafa báðir afplánað dóma fyrir aðild að Háholtsárásinni svokölluðu. Árásin var hluti af uppgjöri tveggja glæpa- hópa en Annþór Kristján Karls- son og Börkur Birgisson fóru fyrir árásinni. „Ég var mjög reiður og bara titr- aði við að sjá þennan mann. Það kemur enginn annar til greina,“ seg- ir Sindri. Hann sat í fangelsi í Noregi þegar málið kom upp en kom á spít- alann tveimur dögum síðar. „Þegar ég hitti son minn loksins var hann afmyndaður í andlitinu. Mjög lítill í sér og hræddur í einhvern tíma á eftir. Það er gjörsamlega óskiljan- legt hvernig menn geta gert svona. Þetta er bara algjör rotta.“ Faðir drengsins titraði af reiði Kaj Anton Arnarsson Larsen bíður dóms í málinu. Sindri Kristjánsson er faðir drengsins sem talið er að Kaj hafi misþyrmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.