Fréttatíminn - 04.06.2016, Page 6
landi sem tóku kristna trú á öðrum
stöðum á Íslandi, en ég hef skírt 16
manns, 15 fullorðna og 1 barn, síð-
an í fyrrasumar. Þá eru um 10 aðrir
hjá mér í skírnarfræðslu. Þeir eru
frá Afganistan, Írak og öðrum Mið-
austurlöndum eða Norður Afríku,
en ég get ekki verið nákvæmari af
ótta við að samlandar þeirra ráð-
ist á þá.“
Toshiki segir að ástæðan fyrir
trúskiptunum sé mismunandi og
einstaklingsbundin, sumir hafi
haft trúarlegan bakgrunn en aðrir
ekki. Það sé þó algengt að þeir hafi
fengið alveg nóg af íslam í heima-
löndum sínum vegna átaka og seg-
ist hafa fengið nóg af því að fólk sé
jafnvel drepið í nafni trúarinnar.
„Fyrir fólkið sem sækist eftir trú-
skiptum er kristnin oftar en ekki
tákn fyrir nýjan heim, nýtt líf og
nýja von. Ástæðan sé þó sjaldan
mjög einföld heldur verki margir
þættir saman. „Þannig er kristn-
in í augum sumra eins og miði til
Evrópu en aðrir vilja raunveru-
lega breyta einhverju í lífi sínu,“
segir Toshiki. „Sumir eru haldnir
þeim misskilningi að kristnitaka
geti greitt fyrir hælisumsókn en
ég útskýri fyrir þeim að þannig sé
það ekki. Það er þó engu að síður
staðreynd að víða í Evrópu er sterk
andúð gegn múslimum og það er
því ekki útilokað að kristnitaka geti
haft einhver áhrif.“
Þetta er síður en svo einsdæmi,
í Þýskalandi er þetta þekkt fyrir-
bæri, þar aðstoðar kirkjan flótta-
menn með fæði og húsaskjól, sem
ýtir undir samskipti kristinna og
múslima. Hér er því ekki þannig
farið en engu að síður hafa sum-
ir prestar innan þjóðkirkjunnar
haft faðminn opinn fyrir fólk sem
sækist eftir alþjóðlegri vernd hér
á landi og fjölskyldur þeirra sem
oft búa við mikla einangrun í sam-
félaginu.
Ekki að leika í leikriti
Margt fólk sækir bænastund-
ir saman tvisvar í viku, bæði í
Laugarneskirkju og Hjallakirkju
í Kópavogi. Bænastundirnar fara
fram á ensku, en þótt sum þeirra
tali enga ensku, hjálpast þau að
og þýða hvert fyrir annað. Nokkur
sækja einnig íslenskar messur.
Toshiki segir að sem vanur prestur
geti hann fullyrt að fólkið sé ekki
Myndir | Hari
6 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Hópur hælisleitenda hefur snúist
til kristni undir handleiðslu Tos-
hiki. Þeir segjast hafa heillast af
kristninni þar sem hún sé frið-
samari trúarbrögð og leiði til betri
lífshátta. Sjálfur segir Toshiki að
þeim finnist sem íslamskir lifnað-
arhættir séu of herskáir en útilokar
ekki að þeir líti á trúskiptin sem
aðgöngumiða að betra lífi.
Fjórtán snerust til kristni
„Ég veit ekki um múslima hér á
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Claudio Lopes - Gas
olino - Laura M
50% afsláttur
Jil Sander umgjarð
ir frá:
17.500 kr.
Fullt verð: 35.000 kr
50% afsláttur
Hópur hælisleitenda hefur
snúist frá íslam til kristni
Laugarneskirkja, klukkan
er þrjú á þriðjudegi. Á þriðja
tug karla og tvær konur
frá Miðausturlöndum sitja
í bænahring undir hand-
leiðslu Toshiki Toma, prests
innflytjenda í Reykjavík, og
Kristínar Þórunnar Tóm-
asdóttur, sóknarprests í
Laugarneskirkju.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Íslam tekur öll völd
af einstaklingum
Tahseen, dvelur í Arnarholti á Kjal-
arnesi, en verður fluttur nauðugur
til Noregs á miðvikudag. Hann segir
að íslam taki öll völd af einstakling-
um. Hann er núna í skírnarfræðslu
undir handleiðslu Toshiki. „Ég vil
ráða hvernig manneskja ég er, í ís-
lam eru allar ákvarðanir teknar fyrir
þig og þú hefur mjög takmörkuð
mannréttindi. Ég er ekki túristi, ég
er á flótta og hef lifað mjög hættu-
legu lífi. Ég gerði þau mistök að
skilja eftir fingraförin mín í Noregi
og verð því sendur þangað aftur. En
af hverju má ég ekki ráða því hvar
ég vil vera.“
Sumir eru
haldnir þeim
misskilningi
að kristnitaka
geti greitt fyr-
ir hælisumsókn en ég út-
skýri fyrir þeim að þannig
sé það ekki. Það er þó
engu að síður staðreynd
að víða í Evrópu er sterk
andúð gegn múslimum og
það er því ekki útilokað
að kristnitaka geti haft
einhver áhrif
Toshiki Toma
Bænahringur í
Laugarneskirkju. Þar
var fjöldi manns sam-
ankominn sem hefur
skipt um trú eða ætlar
að gera það. Ekki vildu
þó allir vera á mynd.
Ég vil ráða hvernig manneskja ég er,
segir Tahseen.