Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 18
Nafn Elizu Reid var ekki
mikið þekkt fyrir nokkrum
vikum en eftir að maður
hennar, Guðni Th. Jóhann-
esson, fór í forsetaframboð
hefur heldur betur orðið
breyting á því. Eliza er
skyndilega komin í kastljós
fjölmiðla og almennings
og allir vilja vita hver þessi
kona er. Hún segist þó ekki
hafa í hyggju að breyta sér
eða því sem skipti sig máli
þótt hún verði forsetafrú.
Friðrika Benónýsdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Það er hægara sagt en gert fyrir Elizu Reid að finna tíma til að setjast niður yfir kaffibolla og spjalla við blaðamann. Kosningabatteríið sér um að skipuleggja
stundaskrá hennar og oft veit hún
ekki einu sinni sjálf hvernig dags-
planið á morgun lítur út. Loks tekst
þó að finna lausan klukkutíma og
við hittumst í Kvosinni eldsnemma
morguns, með þeim fyrirmælum
kosningskrifstofunnar að við-
talið megi alls ekki taka meira en
klukkutíma. Eliza hlær þegar hún
er spurð hvort það sé ekki erfitt að
lifa undir slíkum aga og segir að
það sé fínt, hún þurfi þá ekkert að
hugsa um skipulagninguna sjálf, til
tilbreytingar.
Eliza hefur búið á Íslandi í þrett-
án ár, flutti hingað 2003 og gekk
í hjónaband í júlí 2004, en hún
og Guðni höfðu kynnst árið 1998
þegar þau stunduðu bæði nám í nú-
tímasögu á meistarastigi í Oxford.
Spurð hver Eliza Reid sé, hver sé
hennar bakgrunnur og saga, hugs-
ar hún sig um augnablik en byrjar
síðan að stikla á stóru í ævisögunni:
„Ég er fædd í Ottawa í Kanada,
af skoskum ættum. Mamma er
húsmóðir og pabbi er kennari, ég
á tvo yngri bræður. Við bjuggum í
Ottawa þangað til ég var tíu ára en
þá fluttum við út í sveit um 40 kíló-
metrum frá miðbænum í Ottawa.
Pabbi var auðvitað ennþá að vinna
í borginni þannig að við vorum
ekki með búskap, en við vorum
samt með nokkrar kindur og hæn-
ur og endur. Þegar ég var átján
kláraði ég stúdentsprófið og flutti
til Toronto þar sem ég tók BA-gráðu
í alþjóðasamskiptum við háskól-
ann. Eftir það langaði mig í smá
ævintýri og fá að sjá meira af heim-
inum og ákvað að fara eitthvert
út fyrir Kanada í mastersnám. Ég
fékk inngöngu í háskólann í Ox-
ford, maður segir ekki nei við því,
og flutti því til Bretlands þar sem
ég bjó þangað til ég flutti alfarin til
Íslands.“
Tók örlögin í eigin hendur
Í Oxford biðu örlögin Elizu í líki
þrítugs manns frá Íslandi sem hún
viðurkennir að hafa verið dálítið
skotin í í laumi. „Mér fannst Guðni
klár og skemmtilegur – og sætur
auðvitað – og þegar róðrarfélagið
hélt uppboð á stefnumótum við
strákana í róðrarteyminu sem fór
þannig fram að þeir sem áhuga
höfðu á slíku stefnumóti skrif-
uðu nöfnin sín á miða og settu í
Feministi
og engin
tískudrós
Guðni flutti til Íslands í maí 2003 en Eliza var
ekki tilbúin til að fara strax og ákvað að fara
í ferðalag áður en hún hæfi nýtt líf. Hún tók
Síberíulestina og ferðaðist um Austur-Evrópu
og Asíu í hundrað daga áður en hún axlaði sín
skinn og flutti alfarin til nýja heimalandsins.
18 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016