Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 20

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 20
kaffibolla sem strákarnir síðan drógu einn miða úr. Ég setti átta miða með nafninu mínu í bollann hans Guðna og auðvitað dró hann einn þeirra, þannig að ég vann stefnumótið við hann. Kvöldið eftir fórum við saman út að borða á mjög flottan veitingastað og ég man að ég var að velta því fyrir mér hvort hann væri hrifinn af mér, eða hvort Íslendingar væru bara almennt svona flottir á því. Ég vissi eiginlega ekkert um Ísland, vissi að höfuðborgin héti Reykjavík en ekki mikið meira. Ég vissi ekki einu sinni að Björk væri íslensk!“ Á þessum tíma var Eliza 22 ára en Guðni þrítugur og hún viður- kennir að sér hafi þótt það mikill aldursmunur. „Ég hafði aldrei verið með strák sem var svona gamall og mér fannst það svolítið skrítið. Við fórum í partí sem stóðu fram yfir miðnætti og ég var alveg steinhissa á að svona gamall maður gæti vak- að svona lengi.“ Annað sem kom Elizu á óvart var að Guðni skyldi vera fráskilinn og eiga dóttur. „Eitt kvöldið vorum við að spjalla og hann sagði mér að í jólafríinu ætlaði hann að heim- sækja dóttur sína, sem gerði mig eiginlega kjaftstopp, það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að hann ætti barn. Það hefur hins vegar aldrei verið neitt vandamál og sam- skiptin hafa alltaf verið mjög góð.“ Eliza og Guðni byrjuðu að búa saman árið 2000 og eftir að hann lauk doktorsprófinu fóru þau að ræða það að flytja til Íslands. Elizu leist hins vegar ekki á að fara þang- að án þess að þau giftu sig fyrst svo hún lét vaða í helgarferð í Cornwall og bað hans. „Hann sagði já, sem betur fer,“ segir hún og hlær. „Mamma hans var reyndar oft búin að spyrja hann hvort hann ætlaði ekki að fara að biðja mín og þegar hann hringdi í hana til að segja henni að við værum trúlofuð gekk hún út frá því að hann hefði borið upp bónorðið og spurði hvort hann hefði ekki gert þetta fallega. Hann sagði bara já, þorði ekki að segja henni að það hefði reyndar verið ég sem spurði. En hann er búinn að segja henni það núna!“ Ekki bara konan hans Guðna Guðni flutti til Íslands í maí 2003 en Eliza var ekki tilbúin til að fara strax og ákvað að fara í ferðalag áður en hún hæfi nýtt líf. Hún tók Síberíulestina og ferðaðist um Aust- ur-Evrópu og Asíu í hundrað daga áður en hún axlaði sín skinn og flutti alfarin til nýja heimalandsins. Hún segist hafa verið svo heppin að nokkrum dögum eftir komuna hingað hafi hún séð starf markaðs- fræðings hjá litlu fyrirtæki auglýst í Mogganum, sótt um og fengið það. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja að búa til mitt eigið tengslanet, vera ekki bara kon- an hans Guðna. Ég vildi líka finna starf á mínum vegum, ekki af því að Guðni þekkti einhvern og ég var mjög heppin að fá þetta starf.“ Spurð hvað henni hafi þótt mesta breytingin við að flytja til Íslands segist Eliza ekki hafa verið nógu dugleg að skrifa dagbók á þessum tíma og muni eiginlega ekki hvað hafi helst vakið athygli hennar. Smæð samfélagsins hafi henni þó fundist jákvæð, hvað það var einfalt að gera hlutina og hvað allt gekk hratt fyrir sig. „Mér fannst veturnir auðvitað erfiðir, erfitt að venjast myrkrinu, en það var ekk- ert hræðilegt. Íslendingar eru líka dálítið lokaðir og það tekur tíma að komast inn í samfélagið, en maður þarf bara að vera duglegur að taka þátt og gera eitthvað sjálfur. Ég fór að syngja með Mótettukórnum og gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og það hjálpaði mjög mikið, bæði með íslenskuna og að kynnast fólki.“ Af hverju ekki mamma? Tíminn er að hlaupa frá okkur og enn höfum við ekki minnst einu orði á forsetaframboð. Það er auð- velt að gleyma sér við að hlusta á Elizu segja frá lífi sínu, hún ljómar af frásagnargleði og það er alltaf stutt í hláturinn. Hún segir mér frá starfi sínu sem blaðamaður á Iceland Review, stofnun eigin fyrirtækis sem tekur að sér próf- arkalestur og greinaskrif fyrir alls kyns fyrirtæki og stofnanir. Mest flug fer hún á þegar hún ræðir hvernig hún og bandarísk vinkona hennar komu verkefninu Iceland Writers Retreat á laggirnar, en það verkefni er það sem hún er stoltust af að hafa komið í fram- kvæmd. Annað umræðuefni sem fær hana til að ljóma eru börnin hennar fjögur og ég gríp tækifær- ið og spyr hvað þeim finnist um það að pabbi þeirra verði hugs- anlega næsti forseti Íslands. „Við ræddum þetta auðvitað við þau áður en Guðni tók ákvörðun um framboð og eina spurningin sem þau höfðu var: Af hverju pabbi? Af hverju ekki mamma? Mér fannst það mjög gott að finna að þau litu ekki á þetta embætti sem eitthvað sem karl ætti að sinna frekar en kona. Auðvitað breytist ýmislegt í lífi þeirra ef Guðni verður kosinn, en við ræddum þetta mjög mikið og komumst að þeirri niðurstöðu að jákvæðu hliðarnar væru miklu fleiri en þær neikvæðu. Það er reyndar eitt sem hefur pirrað mig pínulítið í kosningabaráttunni að það hefur eiginlega enginn spurt hvernig Guðni ætli að fara að því að sinna embættinu með fjögur ung börn. Þóra Arnórsdóttir fékk þá spurningu á nánast hverjum fundi sem hún hélt fyrir fjórum árum, en það er greinilega ennþá álitið vera karlmönnum nánast óviðkomandi að ala upp börn.“ Ekki mesta tískudrósin Talandi um breytingar sem verða munu á lífi fjölskyldunnar ef Guðni nær kosningu spyr ég Elizu hvort henni finnist það ekkert ónota- leg tilhugsun að verða stöðugt í kastljósi fjölmiðla, krítíseruð fyr- ir klæðaburð og útlit og allt sem hún segir og gerir ef hún verður forsetafrú. „Mér finnst það fyndin tilhugsun. Ég er ekki beint mesta tískudrós í heimi og það þarf að finna balansinn á milli þess að halda áfram að vera maður sjálfur og sýna embættinu virðingu. Ég fæ smá æfingu í þessu núna í kosn- ingabaráttunni, farin að mála mig og blása á mér hárið á hverjum degi, sem ég er ekki vön að gera. En ef það er erfiðasta raunin í lífi manns að einhverjum finnist mað- ur ekki nógu smart, þá er nú ekki erfitt að lifa. Ég vil heldur ekki að börnin mín fái þá hugmynd að kon- ur megi ekki láta sjá sig utandyra án þess að vera málaðar og upp- strílaðar þannig að ég vil alls ekki gera það að einhverju aðalatriði.“ Eliza segist vera mikill femínisti og gæti ekki hugsað sér að vera bara frú og viðhengi. Auðvitað geri hún sér grein fyrir því að ef hún verður forsetafrú muni hún ekki geta haldið áfram að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir en hún seg- ist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að halda áfram að stjórna Iceland Writers Retreat og að það geti jafn- vel verið kostur að koma fram sem forsetafrú landsins í kynningu á bókmenntum og menningu þjóðar- innar. Hins vegar ætli hún ekki að fara að láta það halda fyrir sér vöku hvernig hún eigi að hegða sér sem forsetafrú, það komi ekki í ljós fyrr en 25. júní hvort nokkur ástæða sé til þess. „Núna hugsum við bara fram til 25. júní og höfum óskap- lega gaman að því að ferðast um landið og hitta allt þetta yndislega og jákvæða fólk sem sækir fundina og starfar í kosningamiðstöðinni. Það er alveg ómetanleg lífsreynsla.“ Eitt kvöldið vorum við að spjalla og hann sagði mér að í jólafríinu ætlaði hann að heimsækja dóttur sína, sem gerði mig eiginlega kjaftstopp, það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að hann ætti barn. Það hefur hins vegar aldrei verið neitt vandamál og samskiptin hafa alltaf verið mjög góð. Þegar Guðni og Eliza sögðu börnunum að Guðni ætlaði í forsetaframboð spurðu þau: „Af hverju pabbi? Af hverju ekki mamma?“ Fjölskyldan í sófanum. Donald Gunnar, Duncan Tindur, Eliza með Sæþór Peter í fanginu og forsetaframbjóðandinn með Rut. Myndir | Hari 20 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Vilhelm Anton Jónsson 85 gátur fyrir krAkkA á öllum Aldri Ráðgátubók Villa er best að lesa með öðrum. Einn spyr spur inganna og kíkir svo á svarið ÁN ÞESS AÐ GEFA ÞAÐ UPP. Hinir rey a að klóra sig í átt að réttu svari með því ð spyrj spyrilinn já- og nei- spurninga. Njáll liggur andvaka í rúmi og getur engan veg- inn sofnað. Hann tekur upp símann, hringir eitt símtal, segir ekki neitt, leggur á og sofnar vært. Hvað er í gangi hér? Vilhelm Anton Jónsson er íslenskum börnum vel kunnur sem höfundur hinna geysivinsælu Vísindabóka Villa.  Hér hefur hann tekið saman fjörugar gátur fyrir krakka, ætlaðar til að skapa frjóar og skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu eða vinum. V il h e l m A n t o n Jó n s s o n V ilhelm Anton Jónsson 85 gátur fyrir krAkkA á öllu Aldri Ráðgátubók Villa er best að lesa með öðrum. Einn spyr spurninganna og kíkir svo á svarið ÁN ÞESS AÐ GEFA ÞAÐ UPP. Hinir reyna að klóra sig í átt að réttu svari með því að spyrja spyrilinn já- og nei- spurninga. Njáll liggur andvaka í rúmi og getur engan veg- inn sofnað. Hann tekur upp símann, hringir eitt símtal, segir ekki neitt, leggur á og sofnar vært. Hvað er í gangi hér? Vilhelm Anton Jónsson er íslenskum börnum vel kunnur sem höfundur hinna geysivinsælu Vísindabóka Villa.  Hér hefur hann tekið saman fjörugar gátur fyrir krakka, ætlaðar til að skapa frjóar og skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu eða vinum. V il h e l m A n t o n Jó n s s o n 85 gátur fyrir börn á öllum aldri frábær fríið w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.