Fréttatíminn - 04.06.2016, Page 24
Það er Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari sem skipuleggur allt
saman á Reykjavík Midsummer
Music, eins og undanfarin ár. Hann
safnar frábærum hópi listamanna í
kringum sig úr ýmsum áttum. Einn
þeirra er Kristinn Sigmundsson ba-
ssasöngvari sem flýgur um heiminn
og syngur í óperum og á tónleikum,
sem aldrei fyrr.
Kristinn var nýlentur úr ver-
kefni í Cincinnati þegar Frétta-
tíminn gekk með honum undir
húsvegg til að ræða um það sem
framundan er hjá honum á hátíð-
inni í Hörpu. „Mitt er aðallega að
syngja þarna í tveimur frábærum
ljóðaflokkum, An die ferne Gelibte
eftir Beethoven, þar sem sungið er
til ástarinnar í fjarska, og ljóðflokki
Mahlers, Söngvum förusveinsins.“
Kristinn, sem syngur fleira á hátíð-
inni, segir flokkana tvo og reyndar
allt sem hann fær að syngja á hátíð-
inni magnaða tónlist.
Kristinn Sigmundsson ferðast um heiminn til að syngja. Stundum snýst tónlistin um ferðalög.
Hinn frjálsi förusveinn
Reykjavík Midsummer
Music er forvitnileg tónlist-
arhátíð sem fer fram í Hörpu
um það bil þegar sól er hæst
á lofti í júnímánuði, dagana
16. - 19. júní. Þema hátíðar-
innar að þessu sinni er „hinn
frjálsi förusveinn“ sem er
rómantísk hugmynd og nær
langt út fyrir bara göngu-
ferðir og ferðalög.
Guðni Tómasson
gudni@frettabladid.is
Innra ferðalagið
Kristinn segir að hugmyndin um
ferðalagið sé fyrirferðarmik-
il í ljóðasöng rómantíska tímans.
„Þetta eru ekki bara einfaldir labb-
itúrar,“ útskýrir Kristinn. „Þetta
snýst fyrst og fremst um að túlka
lífið sjálft eða innri átök sálarinn-
ar. Rómantíkin hefur verið uppfull
af þessu. Ferðalagið er álitið þrosk-
andi en er líka lýsing á innra lífi.“
Þeir Kristinn og Víkingur Heið-
ar hafa áður starfað saman að
ljóðaflokknum Vetrarferðinni eft-
ir Schubert, sem þeir fluttu tvíveg-
is í Eldborg og gáfu út á hljóð- og
mynddiski um árið, með þeim ár-
angri að þeir hlutu Íslensku tónlist-
arverðlaunin fyrir. „Í allri þessari
tónlist er einhver harmur sem mað-
ur verður að koma til skila. Ástar-
sorgin vofir yfir en það birtir til inn
á milli. Þetta er mjög mannlegt allt
saman og það heyrist í tónlistinni.“
Hversu frjáls er förusveininn?
Kristinn Sigmundsson f lýgur
um veröldina til að syngja en er
kannski ekki heldur alveg frjáls
eins og fuglinn. Við taka ný og ný
verkefni sem bókuð eru með löng-
um fyrirvara og samstarf við lista-
menn af ýmsu sauðahúsi.
Á ferðum sínum fylgist Kristinn
líka vel með landsmálunum hér
heima. „Maður er ekki frjáls undan
því,“ segir hann og setur í brýrnar.
„Venjulega er alveg óskaplega gott
að vera í burtu frá öllu kjaftæðinu
hérna, sem er oft svo smátt. Ég þarf
ekki að nefna nein dæmi, það get-
ur hver og einn tínt þau til í hug-
anum. Þá get ég bara einbeitt mér
að mínu starfi og tónlistinni. Svo
kemur fyrir að það er afskaplega
vont að vera í burtu. Til dæmis var
ég í París þegar hrunið gekk yfir. Þá
var óskaplega erfitt að vera í burtu
og að vera Íslendingur í útlöndum.
Á svoleiðis stundum er alveg svaka-
legt að vera í burtu.“
Þessa tilfinningu upplifði Krist-
inn síðan aftur um daginn þegar
Panamaskjölin settu Ísland aft-
ur í brennidepil heimspressunn-
ar. Hann var þá staddur í Dallas.
„Einn morguninn kom ég fram í
hótellobbí og þar voru fjórar forsíð-
ur borgarblaðanna með Sigmund
Davíð Gunnlaugsson á forsíðunni.
Það jaðraði við að maður færi að
svara því til að maður væri frá Fær-
eyjum, eða eitthvað slíkt. Þá vissu
allir hvar Ísland var, fólk sem hafði
ruglað því við Írland nokkrum dög-
um áður. Fólki fannst þetta fyndið,
en mér ekkert sérstaklega. Þetta er
auðvitað hluti af manni, landið og
þjóðin og þeir sem að fólkið manns
kaus til að vera fulltrúar þess. Þá
líður manni ekkert alltof vel með
það. Þetta er ferlega skrítin tilf-
inning. Svo þegar það bætist við
þessi mýta um að við séum búin
að hreinsa hér allt upp eftir hrun
og fangelsa alla bankaskúrkana og
þeir séu allir bara í einangrun, þá
á maður fá svör. Það er semsagt
fínt að vera frjáls frá þessu á með-
an ástandið hér er svona nokkurn
veginn eðlilegt, en þegar allt snýst
við þá getur verið óþægilegt að vera
í burtu.“
Gott samstarf
Kristinn hlakkar til að stíga á svið
á Reykjavík Midsummer music um
miðjan mánuðinn. Hann segir að
þeir Víkingur Heiðar nái vel saman.
„Samstarfið er mjög frjótt. Víking-
ur tekur engu sem sjálfsögðum hlut
og spyr sjálfan sig og mig spurn-
inga um tónlistina á öllum stigum
vinnunnar. Það finnst mér svolítið
gaman, það er alltaf allt undir. Sér-
staklega fyrir mann eins og mig,
sem er kominn á þennan aldur, þá
eiga hlutirnir til að „setjast“ dálítið
mikið. Maður verður vanur því að
gera hlutina dálítið eins við endur-
tekningu. Þá er alltaf hollt að taka
eitt skref til baka og athuga hvort
það sé hægt að fara með tónlistina
í aðrar áttir en maður hefur áður
gert.“
Sólin hækkar enn á lofti, ferða-
lagið heldur áfram.
Venjulega er alveg
óskaplega gott að
vera í burtu frá öllu
kjaftæðinu hérna, sem
er oft svo smátt.
Reykjavík Midsummer Music í Hörpu 16-18. júní
Mynd | Hari
24 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
MARGSKIPT GLER
og SELESTE UMGJÖRÐ
49.900 kr!
Fullt verð: 95.800 kr
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI