Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 54

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 54
…ferðir kynningar 14 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Unnið í samstarfi við gistihúsið Við Fjörðinn Hjónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson, betur þekkt sem Sirrý og Finni, reka gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri við Dýrafjörð og hafa gert síðan árið 2000. „Við opnuðum fyrst árið 2000 og höfum stöðugt verið að bæta okkur síðan. Hjá okkur er góð aðstaða fyrir bæði hópa og einstaklinga, við erum með átta herbergi og þrjár íbúðir og ein íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihaml- aða,“ segir Sirrý en gistihúsið Við Fjörðinn er opið yfir sumartímann og eftir samkomulagi yfir veturinn. „Herbergin í gistihúsinu eru rúmgóð og hægt er að leigja her- bergi með baði eða með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. Eins bjóðum við upp á morgunmat og er hann borinn fram í garðskál- anum okkar úti í garði. Aðgangur að interneti er í húsinu, boltaá- skriftin er klár fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta,“ segir Sirrý og hlær við. Nóg af bílastæðum er í kring- um gistihúsið en Sirrý segist oft á tíðum fá spurningar um það hvort hægt sé að leggja bílum hjá þeim. „Örstutt er svo frá gistihúsinu í sundlaugina, bara nokkur hundruð metrar. Á Þing- eyri er einnig hægt að fara út að borða á þremur stöðum og fimm kílómetrar eru frá okkur á golf- völlinn í Meðaldal, sem er einn flottasti golfvöllur landsins. Ekki má svo gleyma að Ísafjörður er í 45 mínútna fjarlægð og þar er auðvitað margt að sjá.“ Það verður enginn svikinn af því að heimsækja Vestfirði Við Fjörðinn er huggulegt og vel staðsett gistihús á Þingeyri við Dýrafjörð Gistihúsið er vel staðsett og með góðri aðstöðu fyrir bæði einstaklinga og hópa. Sigríður Helgadóttir, annar eigandi gistihússins Við Fjörðinn. Hornstrandir eru einn fal-legasti staður landsins og margar dásamlegar gönguleiðir sem staður- inn býður upp á. 1. Sæból – Látrar í Aðalvík Gengið er inn með fjörunni og um lítinn klettabás þar sem þarf að sæta sjávarföllum fyrir Hvarfnúp og síðan áfram fyrir Mannafjall og að Látrum. Vaða þarf tvær ár á leiðinni (4 klukkustundir) 2. Hesteyri – Látrar í Aðalvík - um Hesteyrarskarð Leiðin liggur um göngustíg frá Hesteyri og upp í Hesteyrar- skarð en þar tekur við vörðuð leið fram á efstu drög Stakkadals. Stakkadalsós þarf að vaða rétt neðan Stakkadalsvatns. Þaðan er skammur gangur að Látrum (3-4 klukkustundir) 3. Hlöðuvík – Hornvík – um Atlaskarð Frá Hlöðuvík liggur leiðin upp gönguslóða í brattri hlíð í innan- verðum Skálakambi. Þar tekur við vörðuð leið ofan Hælavíkur og í Atlaskarð (327 metrar). Úr skarðinu er gengið niður í Rekavík og áfram í bröttum hliðarsneiðingi fyrir Kollinn að Höfn í Hornvík (4-5 klukkustundir) 4. Veiðileysufjörður – Hornvík – um Hafnarskarð Úr botni Veiðileysufjarðar er far- ið um Hafnarskarð (519 metr- ar). Fáar vörður eru á leiðinni upp í skarðið en vel er varðað úr skarðinu niður í Hornvík (4-5 klukkustundir) 5. Hrafnsfjörður – Furufjörður – um Skorarheiði Leiðin liggur úr botni Hrafnsfjarðar um lága heiði, Skorarheiði (200 metrar), í Furufjörð. Hún liggur að hluta til á stíg en einnig eru vörður austan megin (3 klukkustundir) Gönguleiðir um Hornstrandir Ótrúleg fegurð Hornstrandir eru einn fallegasti staður landsins og þótt víðar væri leitað.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.