Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 58

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 58
Unnið í samstarfi við knattspyrnudeild Vestra Sameinað lið Ísafjarðar og Bolungarvíkur leikur í fyrsta sinn undir nafni Vestra í deildarkeppninni í knattspyrnu ár. Liðið hét áður BÍ/Bolungarvík og gekk iðulega undir nafninu Skástrikið. Vestri spilar í 2. deildinni í ár, eftir að hafa fallið úr 1. deildinni á síðasta tímabili. Samúel Sigurjón Samú- elsson, formaður meistaraflokks- ráðs, hefur verið viðloðandi stjórn deildarinnar frá því að liðið var í 3. deildinni sumarið 2008. „Ég byrjaði að starfa fyrir fót- boltann fyrir vestan árið 2008 en það ár fór BÍ/Bolungarvík upp úr 3. deildinni. Liðið var skipað ungum leikmönnum og þremur er- lendum leikmönnum en það sem skipti mestu máli var þjálfarinn, Slobodan Milosic, betur þekktur sem Míló. Hann gjörbreytti hugar- fari manna hérna fyrir vestan og á þeim tíma kom hann með öðru- vísi áherslur en áður þekktust hér í þjálfun. Hann var grjótharð- ur, mikill leiðtogi sem fékk menn til að trúa á það sem hann var að gera. Það gekk svo sannar- lega upp. Við tryggðum okkur annað sætið í 3. deildinni og sæti í 2. deildinni árið eftir. Því miður þurfti Míló að hætta störfum og flytja aftur til Akureyrar þar sem hann hefur búið nær allan sinn tíma á Íslandi,“ segir Samúel. Í stað Míló var Svartfellingur- inn Dragan Kazic ráðinn en hann hafði þjálfað í Grindavík og varð seinna aðstoðarþjálfari hjá Val og ÍBV. „Við notuðum sama upp- legg og árið á undan. Uppistað- an var ungir heimamenn og þrír erlendir leikmenn römmuðu inn leikmannahópinn. Liðið stóð sig þokkalega og endaði í 5. sæti á sínu fyrsta ári í 2. deild,“ segir Samúel. Fjársterkir aðilar mættu á svæðið Árið 2010 fóru hlutirnir svo að ger- ast, að sögn Samúels. Alfreð Elías Jóhannsson var ráðinn þjálfari og stefna var sett upp í 1. deild. „Leik- mannahópurinn var sterkur fyrir 2. deildarlið. Okkar heimamenn voru árinu eldri og reynslunni ríkari og meðal leikmanna sem léku það ár má nefna Róbert Örn Óskars- son, Emil Pálsson og Andra Rúnar Bjarnason sem skoraði nítján mörk í deildinni það ár. Jónmundur Grét- arsson kom í félagsskiptagluggan- um, skoraði tíu mörk í tíu leikjum og hjálpaði okkur að enda í 2. sæti og tryggja sæti í 1. deild.“ Þegar vel gengur þá vilja allir vera með og leggja sitt af mörk- um og segir Samúel að á þessum tímapunkti hafi fjársterkir aðilar komið að liðinu og markmiðið hafi verið að festa litla liðið af Vest- fjörðum í 1. deildinni. „Við tókum ákvörðun um að skipta um þjálfara, þrátt fyrir góðan árangur, og fengum Guð- jón Þórðarson vestur. Við fórum mikinn á leikmannamarkaðnum um veturinn, sterkir leikmenn gengu til liðs við okkur og við töldum þegar mótið hófst að við gætum barist um að fara upp í efstu deild. Það gekk þó ekki eft- ir því liðið endaði í sjötta sæti í deildinni. Árangurinn í bikarnum var hins vegar frábær. Við slógum út stjörnum prýtt lið Breiðabliks í átta liða úrslitum og töpuðum síð- an fyrir KR í undanúrslitum fyrir framan tvö þúsund áhorfendur á Torfnesvelli um verslunarmanna- helgina,“ segir Samúel. Um haustið var Jörundur Áki Sveinsson ráðinn þjálfari og hann stýrði liðinu í þrjú ár í 1. deildinni. Samúel segir að með ráðningu Jörundar Áka hafi ætlunin verið að fá að stöðugleika en það hafi ekki alveg gengið eftir vegna breyttra aðstæðna. „Árið 2013 vorum við með besta fótboltaliðið sem spilaði undir merkjum BÍ/ Bolungarvíkur. Liðið var aðeins tveimur stigum frá því að komast í Pepsi-deildina en næstu tvö ár voru basl sem endaði með falli í 2. deild á síðasta tímabili enda þurftum við að draga saman seglin í rekstrinum.“ Samúel segir að deildin núna hafi ekki farið nógu vel af stað hjá Vestra. „Við unnum tvo fyrstu leikina en síðan höfum við tapað tveimur leikjum, gegn ÍR og KV. Stefnan var og er að fara upp og ég hef enga trú á öðru en við rétt- um úr kútnum og komumst aftur á skrið,“ segir Samúel. Mjög gott unglingastarf Samúel er gríðarlega stoltur þegar talið berst að unglinga- starfinu. „Unglingastarfið hefur verið mjög gott miðað við þá að- stöðu og fjölda iðkenda sem við höfum úr að spila. Við höfum til að mynda átt tvo til þrjá stráka sem hafa komist í svokallaða úr- tökuhópa fyrir yngri landsliðin nánast ár hvert. Við áttum til að mynda þrjá stráka sem hafa verið á landsliðsæfingum í vetur með U16. Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarsson voru í U17 ára landsliði Íslands á síðasta ári og Elmar Atli Garðarsson var á úrtökuæfingum fyrir U19. Þeir þekktustu sem hafa komið hér upp eru þó þeir Emil Pálsson og kóngurinn, Matthías Vilhjálms- son. Matti er klárlega besti leik- maðurinn sem hefur komið frá okkar svæði og erum við Vestra menn gríðarlega stoltir af Matta,“ segir Samúel en Matthías spilar með Noregsmeisturum Rosen- borg. Aðstaðan ekki boðleg Samúel segir að aðstaðan til knattspyrnuiðkunar á Ísafirði og Bolungarvík sé engan veg- in boðleg. „Við æfum á parketi fyrir vetrartímann og á ónýtu gervigrasi fram á sumar. Svo sér Skeiðisvöllur í Bolungarvík um okkar yfir sumartímann þar sem Torfnesvöllur er aðeins nýttur undir leiki. Ég ætla að vona það að bæjarfélögin sjái nú sóma sinn í því að byggja fyrir okkur knattspyrnuhús og leggi gervi- gras yfir Torfnesvöll því að hann nýtist ekkert eins og er nema undir leiki yfir sumartímann.“ Eigum markmið og drauma en langt í land „Markmið félagsins eru að til búa til flott félag sem getur vonandi spilað í deild þeirra bestu í fram- tíðinni. Við eigum gríðarlega langt í land en við verðum að hafa mark- mið og drauma. Við viljum búa til okkar knattspyrnumenn og ég held að félaginu hafi tekist það þokkalega gegnum tíðina. Það eru ákveðin kynslóðaskipti hjá okkur og margir ungir efnilegir leikmenn eru að fá tækifæri eins og kemur fram í úttekt á fotbolta.net í dag. Við erum það félag í þremur efstu deildunum sem gefur ungum leik- mönnum hvað flest tækifæri en níu leikmenn undir 19 ára aldri hafa leikið fyrir Vestra það sem af er sumri. Ef okkur tekst að halda okk- ar uppöldu leikmönnum hjá okkur, og jafnvel að fá nokkra heim aftur, þá verða okkur allir vegir færir. En á meðan aðstaðan sem við búum við er ekki betri en hún er þá verð- um við að setja okkur markmið í samræmi við það,“ segir Samúel. Markmið að búa til flott félag sem getur spilað á meðal þeirra bestu …ferðir kynningar 18 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Bolungarvík Vestramenn æfa á þessum velli yfir sumartímann. Ónýtt gervigras Vestra- menn æfa á þessum úr sér gengna gervigrasvelli þegar snjóa leysir og þar til þeir komast á gras.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.