Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.07.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 29.07.2016, Síða 10
Úkarínska töluð heima Um helgar kennir Nina þeim Vitaliy og Anastasíu úkraínsku til þess að þau geti talað við afa sinn og ömmu. „Þegar við förum heim til Ternopil þá erum við dálítið útlensk. Ég er búin að vera of lengi hérna til þess að flytja aftur til Úkraínu. Krakkarnir eru ís- lenskir, þeim finnst gaman að fara út í heimsókn en á Íslandi eiga börnin heima. Þau vilja íslenskan mat sem ég er farin að elda og borða sjálf, eins og lambakjöt og hverabrauð sem ég baka með plokkfisknum.“ Vitaliy sem þekkir bara íslenska skóla fer í framhaldsskóla í haust en Nina telur úkraínska skóla vera gam- aldags, „mikið sem krakkar læra þar sem mun aldrei gagnast þeim neitt.“ Heima í báðum löndum Ninu finnst forréttindi að geta gengið út og horft til íslensku fjallana en hún saknar Úkraínu og því til áherslu legg- ur hún hönd á hjartastað. „Vinkonur mínar voru alltaf að spyrja, ætlar þú að flytja aftur heim? Já, segi ég, þegar ég verð orðin gömul og rík. En svo er þetta erfitt, af því að núna er ég líka útlendingur heima. Einu sinni sagði ég við mömmu í Úkraínu, „ég er að fara heim,“ og hún sagði, „ha ertu að fara heim?“ Já, heim en samt var ég heima.“ En það er aðeins fyrir heppni okk- ar eyjarskeggja út í ballarhafi að fá svona milda og lífsreynda fjölskyldu frá Úkraínu, sem fór ekki til Írlands en festi óvart rætur sínar á Flúðum. 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 leika okkur og enginn vissi neitt. Pabbi vann sem bílstjóri hjá flutninga- fyrirtæki og hann var kallaður út að keyra möl norður á slysstaðinn. Hann sagði okkur það sem hann vissi og þá bannaði mamma okkur að vera úti. Það var ekki fyrr en fjórum dög- um síðar að það var fjallað um slysið í sjónvarpinu. Það var sagt að þetta væri lítið slys en samt var fólki bann- að að vera úti. Þannig að við fórum ekki í skólann í nokkra daga og eftir það þurftum við að passa okkur og vera með húfur utandyra, en virkn- in var mest í hádeginu þegar sólin var hátt á lofti. Þá vissum við ekki hvað þetta var alvarlegt, það kom í ljós seinna. Pabbi var skyldugur til þess að keyra á svæðið, það var ekki hægt að segja nei í Sovétríkjun- um. Hann keyrði fram og til baka í nokkrar vikur, en þeir sem voru að vinna inni á sjálfu svæðinu, að loka og steypa upp í, lifðu stutt.“ Stríð í austur-Úkraínu Fjölskyldan fer ekki heim til Úkraínu í ár einsog vanalega vegna Anastasíu sem er að klára meðferðina og jafna sig. En í síðustu heimsókn fann Nina að stríðið gerði vart við sig í Ternopil þrátt fyrir að vera langt frá stríðs- svæðinu. „Heima í Ternopil er reynt að hjálpa þeim sem eru að flýja stríð- ið, konur og börn koma vestur til okkar og karlmennirnir eru eftir á átakasvæðunum að vakta húsin og heimilið. Fólk er áhyggjufullt en það er mikil samkennd, fólk fer minna út að skemmta sér en hittist því oft- ar í heimahúsum og eyðir meiri tíma saman.“ Ternopil er nálægt pólsku landa- mærunum í vestur-Úkraínu en stríð- ið geisar í hinum enda landsins við rússnesku landamærin, þar sem Rússar og úkraínskir aðskilnaðar- sinnar berjast við heimamenn um yfirráð á kolanámuhéraðinu í Don- bass í austur-Úkraínu. Anastasía veiktist skyndilega „Það gerðist svo skyndilega í febr- úar 2014 að dóttir okkar veiktist,“ segir Nina og skuggi breiðist yfir andlit hennar. Anastasía hoppar á trampólininu og gerir þannig vart við sig í garðinum og það skerpist á þessu saklausa hljóði sem heyrist í hvert sinn sem hún snertir trampólíndúk- inn sem lyftir henni jafnharðan aftur hátt upp í átt til himins. Yaroslav nær í bleika ullarpeysu til þess að klæða af Anastasíu kaldan andvarann sem lætur kræla á sér í íslensku sumarsól- inni, en það er hin skilyrðislausa og sjálfkrafa umhyggja sem ber vott um að úkraínska fjölskyldan hefur búið dag og nótt í heljargreipum dauðans, síðastliðin tvö ár. „Hún er mjög jákvæð stelpa, hún reyndi alltaf að brosa þrátt fyrir að hún væri mjög veik, segir Nina og hikar þegar hún rifjar þetta upp. Stundum kvartaði hún við mig en aldrei við neina aðra þegar hún átti erfitt og gat varla staðið í fæturna. Henni líkaði svo vel við fólkið á spítalanum að hún var alltaf tilbú- in að fara aftur þangað. Hjúkrunar- fræðingar eru alveg sérstakt fólk, ég var stundum að hringja á spítal- ann um miðjar nætur og fékk alltaf huggun. Það var ekki bara vel hugs- að um Anastasíu heldur líka okkur. Fólk spurði hvernig okkur liði og hjálpaði okkur með pappírsvinnuna, hluti sem við gátum ekki hugsað um, sérstaklega á fyrra árinu. Anastasíu vantaði alltaf blóð og hún þurfti að liggja inn á spítalanum viku í senn og stundum vorum við að keyra 18 sinnum á mánuði í bæinn. Hún er með góðan lækni og hefur ekkert þurft að missa neitt úr í skólanum,“ segir Nina, eins og hún vilji venja sig við að lífið haldi áfram og taki rétta stefnu. Þetta verður allt í lagi Nina og Yaroslaw komu sér aldrei upp húsinu í Ternopil, „kannski vorum við ekki nógu dugleg að safna,“ seg- ir Nina, en í desember 2007 keyptu þau fokhelt raðhús á Flúðum sem Yaroslav innréttaði. Þegar Yaroslav segir ástandið vera erfitt í Úkraínu þá ítrekar Nina að það hafi líka ver- ið erfitt á Íslandi, sérstaklega á árun- um eftir hrun, 2008 til 2010, basl að borga af lánum og ná endum saman. Þeim finnst Íslendingar vera rólyndis- fólk þar sem viðkvæðið er oft „þetta verður allt í lagi“ og þau brosa eins og það sé hægt að finna huggun í þessu viðhorfi vegna þess að þau þekkja mótlætið. Þau vinna hvorugt lengur við garðyrkju en Jaroslaw vinnur við smíðar hjá byggingarfyrirtæki og Nina segist hafa verið svo heppin að fá vinnu í fyrsta sinn á Íslandi við sitt fag og hlakkar til að fara að elda fyrir leikskólabörnin á Flúðum eftir sum- arfrí. Í tvö ár hefur hún eingöngu sinnt Anastasíu sem er núna sest við píanó í stofunni og leikur mömmu- blús af fingrum fram. Bollastellið, dúkurinn og eplakakan gæti verið í garðinum hjá Chekov eða einhverri slavneskri smásögu. Anastasía fæddist á Íslandi og hefur búið á Flúðum alla sína ævi. Hún er að klára þessa dagana tveggja ára meðferð við hvítblæði. Fjölskylda Ninu í Ternopil í fyrrasumar. Á myndinni ásamt foreldrum Ninu er Yaroslaw, Nina, Vítalíy og Anastasía og systir Ninu, Halyna, er sú með blómin í fanginu og maðurinn hennar, Valdimar, við hennar hlið, öll búsett á Flúðum. Á hverjum föstudegi í allt sumar fá tveir kort–/lykilhafar Orkunnar tankinn endurgreiddan að fullu. Í lok hvers mánaðar fær svo einn þátttakandi í sumarleiknum 100.000 kr. eldsneytisinneign. Skráðu þig núna á orkan.is.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.