Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.07.2016, Side 18

Fréttatíminn - 29.07.2016, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 málaskýrendur vestanhafs við því að Trump, sem á bæði langan feril að baki í showbiz og sjónvarpi og er þekktur fyrir ofhlaðinn lúxus og gyll­ ingar, myndi sjá til þess að landsfund­ urinn yrði ævintýraleg glæsisýning, við hæfi einvaldskonunga endurreisn­ artímans. Þess í stað var samkoman nánast algert klúður frá upphafi til enda. Þannig urðu t.d. rafmagnstruflanir til þess að það slokknaði á risaskjám fyr­ ir aftan ræðumenn og tvær stærstu fréttirnar af landsfundinum voru fordæmislausar ræður eiginkonu Trump, Melaniu og Ted Cruz, helsta keppinautar Trump úr prófkjörun­ um. Það sem kom ræðu Melaniu á blöð sögunnar var að stórum köfl­ um í henni var stolið orðrétt úr ræðu Michelle Obama frá lands­ fundi Demókrataflokksins 2008 en þrátt fyrir ritstuldinn var ræðu Mel­ aniu hins vegar tekið vel af lands­ fundargestum. Ræða Cruz vakti minni kátínu enda neitaði hann að lýsa stuðningi við Trump og var fyrir vikið baulaður niður af landsfundar­ gestum. Boðskapur svartnættis Það sem stóð þó helst upp úr fundin­ um voru þau skilaboð sem Trump bar á borð fyrir kjósendur í ræðu sinni. Vanalega einbeita frambjóðendur sér að því að bregða upp mynd af von og bjartsýni – jákvæðri framtíðarsýn. Í stað þess að lýsa því samfélagi sem hann hygðist byggja upp yrði hann kosinn, kaus Trump hins vegar að nota ræðu sína til þess að draga upp hrikalega mynd af ástandinu í dag og þeirri framtíð sem biði Bandaríkj­ anna. Ræðan fjallaði um efnahags­ hörmungar og atvinnuleysi, glæpa­ öldu sem hefði kaffært bandarískar borgir og ógnir við hvert horn. Kosningaslagorð Trump er „Make America Great Again”, ákall um aft­ urhvarf, endurreisn eða endurheimt einhverrar fortíðar sem hefur glat­ ast. Nokkrar útgáfur af þessu ákalli voru viðraðar á landsfundinum: Yfirskrift fyrsta landsfundardags­ ins var „Make America Safe Again” og Rudy Giuliani talaði í eld messu sinni um að endurheimta ein­ ingu þjóðarinnar, „Make America One Again”. Það fer ekki á milli mála að þessi slagorð og sú svarta mynd sem Trump dró upp í ræðu sinni tengjast öll: Utanaðkomandi öfl, múslimar og innflytjendur eða innlend sundr­ ungaröfl hafa grafið undan einingu þjóðarinnar. Glæpir á götum borga eru framdir af minnihlutahópum og innflytjendum frá Suður Amer­ íku sem hafa þar fyrir utan stolið störfum af réttbornum Bandaríkja­ mönnum. Hið eilífa endurhvarf Repúblikanar hafa lofað kjós­ endum endurhvarfi til sjötta áratugarins í nærri hálfa öld og síðan á áttunda áratugn­ um hefur endurreisn „hefð­ bundinna fjölskyldugilda“ verið eitt meginstef flokksins. Með þessu hefur flokkurinn talað til stórs hóps kjósenda sem trúa því að Bandaríkin hafi verið betra samfélag áður en réttindabarátta jaðarsettra hópa tryggði t.d. mannréttindi samkynhneigðra og femínistar los­ uðu fjötra þess feðraveldis sem ríkti á bandarískum úthverfaheimil­ um á eftirstríðsárunum. Þetta eru hin svokölluðu „menn­ ingarstríð”, eða „culture wars” sem hafa geisað í bandarískum stjórnmál­ um um áratugaskeið. Hrein kynþáttahyggja Endurhvarf til ímyndaðrar gullald­ ar sjötta áratugarins hefur líka alltaf falið í sér endurhvarf til tíma áður en réttindabarátta blökkumanna batt enda á grimmilega aðskilnaðarstefnu þá sem rekin var í Suðurríkjunum. Kynþáttahyggja og rasismi hafa verið mikilvægur þáttur menningarstríð­ anna, í raun allt síðan 1968, þegar Nixon gerði hina illræmdu „Suður­ ríkjastrategíu” að mikilvægu vopni í vopnabúri flokksins. Hún hefur hins Landsfundi Repúblikanaflokks- ins hefur verið lýst sem farsakenndu klúðri og fárán- leikasirkus. ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 4 0 2 Enn meira rafmagn í umferð í sumar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar. Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.