Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 8
Móðir segir sýknudóm ömurlega
niðurstöðu fyrir samfélagið
Lilja Guðný Björnsdóttir er reið fyrir
hönd dóttur sinnar og segir dóminn
ömurlegan fyrir samfélagið. Myndin er
stilla úr viðtali sem Stöð 2 tók við Lilju
á síðasta ári.
Dómsmál Lilja Guðný
Björnsdóttir segir sýknu-
dóm yfir fimm mönnum,
sem sextán ára gömul dóttir
hennar kærði árið 2014 fyrir
hópnauðgun, vera dæmi um
að ofbeldi gegn konum hér á
landi sé kerfislægt.
„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði
og enn og aftur hefur réttarkerfið
brugðist þolendum nauðgana,“ seg-
ir Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir
ungrar konu, sem kærði fimm menn
fyrir hópnauðgun árið 2014 í sam-
kvæmi í Breiðholti. Málið varð mjög
umdeilt, en einn piltanna tók meðal
annars atvikið upp á síma sinn og
var dæmdur fyrir. Allir voru þeir
hinsvegar sýknaðir af hópnauðgun.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær
niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík-
ur, sem féll í nóvember, þar sem
allir piltarnir voru sýknaðir. Þá var
einnig staðfestur sýknudómur yfir
einum piltanna sem átti að hafa
nauðgað henni síðar sama kvöld.
Einn piltanna var dæmdur í 30 daga
skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka
atvikið upp. Það mál verður tekið
aftur til efnislegrar meðferðar í hér-
aðsdómi.
„Þetta er ömurleg niðurstaða fyrir
samfélagið. Skilaboðin eru hræði-
leg, því nú má gera það sem þarna
var gert,“ segir Lilja Guðný, sem er
reið gagnvart réttarkerfinu og finnst
eins og það hafi brugðist dóttur sinni
með grófum hætti.
„Þetta sýnir bara að ofbeldi gegn
konum er kerfislægt,“ segir hún. | vg
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016
Afgreiðslutími sjá
www.dorma.is
Holtagörðum, 512 6800
Smáratorgi, 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafjörður
Þú finnur afmælisbæklinginn
okkar á www.dorma.is
Við eigum afmæli
og nú er veisla
NATURE’S REST
heilsurúm
Aðeins 79.920 kr.
Nature’s Rest heilsudýna
með botni.
Stærð: 160x200 cm.
Fullt verð: 99.900 kr.
20%
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á Classic botni.
Aðeins 19.950 kr.
Svart eða brúnt PU-leður
Stærð: 80x90 H: 105 cm.
Fullt verð: 39.900 kr.
Polo
hægindastóll
stóllinn
Afmælis-
50%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS-
TILBOÐ
Við eigum afmæli
og nú er veisla
NATURE’S REST
heilsurúm
Aðeins 79.920 kr.
Nature’s Rest heilsudýna
með botni.
Stærð: 160x200 cm.
Fullt verð: 99.900 kr.
Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður www.dorma.is
Aðeins 7.800 kr.
Fibersæng & fiberkoddi
PURE COMFORT
PURE COMFORT koddi
Fullt verð: 3.900 kr.
Aðeins kr. 1.900 kr.
PURE COMFORT sæng
Fullt verð: 9.900 kr.
Aðeins kr. 5.900 kr.
Sæng + koddi
20%
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á Classic botni.
Lögreglan finnur fyrir aukinni neyslu
í samfélaginu, en hún var með mál
ungrar konu til skoðunar sem lést
vegna ofneyslu lyfja, að því er talið er.
Tæplega þrefalt fleiri dáið úr lyfjaeitrun en bílslysum
Lyf Lögreglan hefur
áhyggjur af aukinni fíkni-
efnaneyslu í samfélaginu.
Hún rannsakar nú andlát
ungrar konu sem virðist
hafa dáið úr ofneyslu. Þá er
tala þeirra sem hafa verið
með lyfjaeitrun þegar þeir
létust komin upp í 27. Konan
er þá hugsanlega númer 28.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur áhyggjur af aukinni neyslu
á læknadópi svokölluðu en talið
er að andlát sem rekja megi til lyf-
jaeitrunar eða eru tengd slíkum
eitrunum séu að minnsta kosti 27
á þessu ári. Það eru fleiri en létust
úr lyfjaeitrun fyrir tveimur árum
síðan. Þó ekki jafn margir og lét-
ust á síðsta ári, þegar 36 andlát
voru tengd lyfjaeitrun. Til sam-
anburðar þá hafa 25 látið lífið í
bílslysum á síðustu þremur árum.
„Við finnum fyrir aukningu í
þessu, bæði læknadópi og eins í
öðru,“ segir Runólfur Þórhalls-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Lögreglan hefur þegar fundað
með landlækni vegna þessa máls,
en það var gert þegar tveir ungir
menn neyttu fentanýls með þeim
afleiðingum að annar lést langt
fyrir aldur fram.
Lögreglan rannsakar ennfrem-
ur andlát konu um þrítugt og
óttast er að hún hafi tekið yfir-
skammt og látist í kjölfarið. Einn
maður var handtekinn, en sá var
með henni. Honum er ekki gefið
að sök að tengjast andláti konunn-
ar með nokkrum hætti, heldur
var hann undir svo miklum áhrif-
um lyfja að ástæða þótti til þess
að færa manninn á lögreglustöð
til athugunar.
Með þeim tölum sem fram eru
komnar í ár má reikna með að
andlát tengd lyfjaeitrun, séu orðin
um 90 talsins. Það eru næstum
þrefalt fleiri en hafa dáið í bílslys-
um á sama tíma.
Við þetta má þó bæta að deilt
er um það hvernig skilgreina eigi
andlát tengd lyfjaeitrun. Inni í
þessum tölum eru meðal annars
sjálfsvíg og slysfarir þar sem við-
komandi hefur verið með mikið
magn lyfja í líkama sínum. | vg
Skuldaleiðrétting Hjón sem
fengu samtals 1800 þúsund
í leiðréttingu frá ríkisstjórn-
inni hafa ekki séð krónu af
upphæðinni. Þau misstu
vinnuna árið 2013 og fluttu
úr landi en ekki virðist gert
ráð fyrir fólki sem svipað er
ástatt um.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Ég kaus Framsóknarflokkinn og
það var dýrt atkvæði,“ segir Björn
Olgeirsson sem missti vinnuna eftir
hrun og flutti út til Noregs með fjöl-
skyldu sína. Hann segir að loforðið
um „leiðréttinguna,“ hafi meðal
annars orðið þess valdandi að hann
kaus flokkinn.
„Ég sótti um leiðréttinguna, eins
og aðrir Íslendingar, enda vorum
við að borga af háum húsnæðislán-
um, eins og aðrir Íslendingar. Ég
og konan mín fengum níu hundruð
þúsund í leiðréttingu hvort, en þar
sem við neyddumst til að selja hús-
ið og flýja land vegna atvinnuleysis
er ekki útlit fyrir að við fáum hana
greidda.
Samkvæmt skilmálum leið-
réttingarinnar var hægt að fá hana
greidda inn á höfuðstól lána eða
nýta hana sem persónuafslátt ef
lánin voru uppgreidd. Í tilfelli okk-
ar vorum við ekki að greiða skatt á
Íslandi og ekki að borga af lánum.
Þess vegna virðumst við ekki eiga
að fá þessa upphæð greidda.“
Björn segir að það hafi þó aldrei
fengist nein skýr svör. „Fyrst talaði
ég við Willum Þór Þórsson, þing-
mann Framsóknarflokksins, sem
varð óður og uppvægur að hjálpa
og sagðist ætla að hafa samband. Ég
heyrði síðan ekki meira í honum. Þá
ræddi ég við Höskuld Þórhallsson
sem ætlaði að skoða málið en allt
fór á sömu leið. Málið endaði svo á
borði Eyglóar Harðardóttur félags-
málaráðherra, eftir að hafa tekið
sér góðan tíma, vísaði hún málinu
til fjármálaráðherra. Þaðan hefur
ekkert heyrst. Ég hef reynt að graf-
ast fyrir um hvort fleiri séu í mín-
um sporum. Það hlýtur að vera. Það
fóru svo gríðarlega margir út eftir
hrun vegna atvinnuleysis. Skamm-
ast fólk sín svona mikið eða fór það
allt úr landi án þess að gera upp
lánin sín. Ég vil ekki gefa þetta eft-
ir fyrr en það er fullreynt. Okkur
var úthlutað þessari leiðréttingu og
við lentum í sömu skuldasúpunni
og aðrir. Ég sé enga sanngirni í því
að við séum sett hjá. Þetta er svo-
lítið eins og fólk sem hrökklast að
heiman út af einræðisstjórnum.
Húsin þeirra eru þá bara gerð upp-
tæk.“
Segist svikinn
um leiðréttinguna
Björn Olgeirsson segir framsóknar-
atkvæðið hafa verið dýrt.
Það passa ekki allir inn í rammann
„Það er ekki hægt að nota
leiðréttinguna nema fólk
sé búsett hér á landi,“ seg-
ir Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri. „Löggjöf-
in setur ákveðinn ramma
og það falla alltaf ákveðnir
einstaklingar utan hans.
Það var miðað við að hægt
væri að nýta leiðréttinguna
til lækkunar á persónuaf-
slætti í allt að fjögur ár. Sá
tími er ekki liðinn svo við
vitum ekki enn hvað stór
upphæð kemur til með að
falla niður.“
Skúli segir að það hafi ekki
margir gert athugasemd-
ir við þetta fyrirkomulag.
Það hafi fleiri hópar fallið
utan við rammann. Til að
mynda fólk með mjög lágar
tekjur. Persónuafslátturinn
nýtist þeim ekki heldur.
Við vitum ekki hvað
stór hluti leið-
réttingarinnar fellur
niður, segir Skúli
Eggert Þórðarson.