Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 50
50 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Þetta var árið 1946 í Kaup-mannahöfn. Kalli hitti Gest og bauð honum að kaupa bókina af sér. Ég geri ráð fyrir að hann hafi keypt þetta í einhverri bókabúð bara eða jafnvel galleríi, ég veit það ekki. Þetta var svo ótrúlegt að Gestur gat ekki látið tækifærið látið fram hjá sér fara. Við höfðum í raun engin efni á að kaupa þetta. Kalli hefur líklega verið alveg skítblankur. Maður óð nú ekki í peningum á þessum árum, engin námslán, bara ekkert.“ Myndirn- ar voru fjórtán í upphafi en þrjár hurfu á einkennilegan hátt: „Þegar við Gestur fórum í ferðalag suður til Evrópu, árið 1951, skildum við myndirnar eftir í galleríi á Íslandi því okkur datt sú fjarstæða í hug að selja þær. Við áttum svo ótta- lega takmarkaða peninga. En við sáum myndirnar aldrei aftur, það var svolítið magnað.“ Bönkuðu upp á hjá Picasso Hjónin ferðuðust með vinafólki sínu til Frakklands árið 1951. Vinirnir komu við í litlu þorpi þar sem Picasso átti hús. „Við fundum húsið þar sem kallinn bjó og pínd- um vinkonu okkar til að banka upp á og segja honum að við vær- um komin alla leið frá Íslandi til að hitta hann. Konan hans svaraði að það hefði verið allt í lagi en hann væri bara í París en sagði okkur frá tveimur stöðum sem við gátum skoðað verk eftir hann svo þetta var voða ævintýri,“ segir Rúna um sín ýmsu kynni af listamanninum. Rúna á vinnustofu sinni. Mynd | Rut. Rúna, Picasso og týndu síðurnar Myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir, eða Rúna, eignaðist fágætan fjársjóð í Kaupmannahöfn árið 1946. Fjársjóðurinn var bókin Grâce et Mouvement, með verkum unnum á árunum 1926-1938 eftir Pablo Picasso. Bókina keypti hún og Gestur, maðurinn hennar, af samferðamanni þeirra, Karli Kvaran. Við fundum húsið þar sem kallinn bjó og pínd- um vinkonu okkar til að banka upp á og segja honum að við værum komin alla leið frá Ís- landi til að hitta hann. Mynd við sérstök tilefni Rúna, sem varð níræð á árinu, er búin að gefa frá sér flestar mynd- irnar til barna og barnabarna. „Mappan er náttúrulega svolítið þunn, ég er búin að gefa allar myndirnar, nema eina. Bókin var gefin út í 300 eintökum sem er náttúrulega ekki mikið, ægi- lega fínn pappír. Hann gat gert þetta með fáum strikum, gamli maðurinn.“ Börn og barnabörn Rúnu hafa flest fengið eina mynd í ramma við sérstök tilefni. Fyrsta myndin var gefin þegar dóttir þeirra hjóna giftist. Ein mann- eskja utan fjölskyldunnar á mynd úr bókinni og er það góð vin- kona Rúnu, Guðný Magnúsdóttir leirlistakona: „Hún er voðalega nátengd okkur, þegar hún tók upp á því að fara í háskólann að læra eitthvað þá gaf ég henni mynd. Svona er nú þetta.“ „Við byrjuðum okkar feril, við Gestur, í leir þegar við komum heim úr Akademíunni í Kaup- mannahöfn. Við fórum að hugsa á hverju skollanum ætlum við að lifa þegar við komum heim. Þetta var voðalega skemmtilegur tími, þetta var ‘46 til ‘47 og það var svo mikill uppgangur í leirmunagerð og í öllum vefnaði. Strax eftir stríðið byrjaði að lifna yfir hlutunum, seg- ir Rúna sem er enn á fullu í mynd- listinni. „Ég er svo þrjósk, ég get ekki hætt þessu. Mér finnst aldrei gaman að sýna eitthvað gamalt.“ Twittingur: Enginn vandræði og bara gleði Aron að spjalla við netvini á Twitter. Samfélagsmiðilinn Twitt- er er kjörinn staður til að kynnast fólki í netheimum. Fólk skiptist á skoðunum og deilir sögum úr daglegu lífi. Nú vilja íslenskir notendur hittast í raunheimum og kalla hittinginn Twitting. „Twitter samfélagið hefur tök á því að hittast í raunveruleikan- um og ég held að þetta sé ágætis vettvangur fyrir fólk að kynnast þegar maður er í samskiptum við marga þarna dagsdaglega og þekk- ir það kannski ekkert fyrir. Það eru nokkrir einstaklingar þarna sem maður hefur verið í einhvers konar samskiptum við í langan tíma og manni líður eins og maður þekki þá,“ segir Aron Leví Beck sem er spenntur fyrir að hitta net- vini í raunheimum. Aron segir að maður þurfi ekki að vera vinsæll á samfélagsmiðlin- um og að þetta sé hittingur fyrir alla og hvetur fólk til að stíga út fyrir þægindaramman: „Ég held að þetta sé ágætur staður fyr- ir tengsl, meðal annars. Þetta er náttúrulega fólk allstaðar að úr samfélaginu. Hvort þetta eru iðnaðarmenn eða læknar eða leikarar, stærðfræðingar eða verkfræðingar, skiptir engu máli. Ísland er svo lítið land, þess vegna er twittersamfélagið hér svolítið sérstakt, við erum svo fá og allir þekkjast einhvernveginn og það er alltaf hægt að tengja.“ Heldur þú að þetta verði vandræða- legt? „Nei, ekki fyrir mig allavega. Ég á mjög auðvelt með að hitta fólk. Þetta er örugglega vandræða- legt fyrir einhverja. Ég segi bara enginn vandræði og bara gleði.“ | hdó Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hitablásarar Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.890 Rafmagnshita- blásari 5Kw 3 fasa 12.830 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa 8.890 15 metra rafmagnssnúra 3.190 WIS-kapalkefli 25 metrar 6.190 Kapalkefli 10 metrar 2.990 INDUSTRIAL GRADE „Það eru tvær pólskar kvikmynd- ir sem ég myndi alls ekki missa af á Riff,“ segir Marta Magdalena Niebieszczanska, blaðamaður og ritstjóri Iceland News Polska, en fókusinn á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, Riff, er settur á Pólland þetta árið. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stutt- myndir auk þess sem sérviðburðir og málþing tengd Póllandi verða á dagskrá. Þar að auki verða boð- orðin 10, röð tíu kvikmynda sem Kieslowski leikstýrði og pólska sjónvarpið framleiddi árið 1988, sýndar í tímaröð um helgina. „Í fyrsta lagi myndi ég alls ekki missa af The Last family sem er fyrsta mynd Jan P. Matuszynski. Myndin fjallar um myndlistar- manninn Zdzislaw Beksinski, sem fæddist árið 1929 og er al- gjört „cult“ í Póllandi, en hann er þekktastur fyrir að mála súr- realísk og mjög drungaleg verk. Myndin fjallar líka um son hans sem er þekktur útvarpsmaður og þýðandi og eiginkonu hans sem er strangtrúaður kaþólikki. Mjög áhugaverð og spennandi saga um mjög óvenjulega fjölskyldu.“ „Hin myndin sem ég ætla pott- þétt að sjá er United States of Love. Hún fjallar um þrjár konur Pólverjar kalla enn á frelsi Marta Magdalena Niebieszczanska segir tvær pólskar myndir á Riff vera algjörlega ómissandi. Marta ætlar ekki að missa af spennandi fjölskyldusögu pólsks „cult“ málara og sögu þriggja kvenna sem elta drauma sína árið 1990. Mynd | Hari sem búa í Póllandi árið 1990 sem var rosalegur umbrotatími. Þetta var fyrsta mikla frelsisárið okk- ar en líka fyrsta árið sem algjör óvissa ríkti um framtíðina. Kon- urnar líta út fyrir að vera ham- ingjusamar en ákveða samt sem áður að umbreyta lífi sínu til að elta drauma sína. Myndin gerist í fortíðinni en ég býst við að hún endurspegli það sem er að gerast akkúrat núna í Póllandi því fólk er ennþá þreytt á gamaldags hugs- unarhætti og er enn að kalla eftir meira frelsi.“ | hh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.