Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016
gat maður ekki í bókinni af því
bókin var skrifuð þannig að mað-
ur var í hausnum á honum allan
tímann og gat því bara skilið það
sem hann gerði. Pernilla gerir
myndina þannig að maður er með
öllum karakterunum og konurnar
fá meira pláss. Lydia er til dæmis
ekki bara einhver draumadís úti í
bæ. Í myndinni skilur maður bet-
ur af hverju Lydia gerir það sem
hún gerir á meðan maður þurfti
eiginlega að fatta það sjálfur í
bókinni að þau voru að gera alveg
sömu hlutina.“
Bókin Den allvarssamma leken
var gefin út fyrir rúmri öld, árið
1912, og var því skrifuð á tíma
þar sem staða konunnar í sam-
félaginu var allt önnur en í dag.
Lydia er því kannski skiljanlegri
fyrir nútímalesendur en fyr-
ir hundrað árum. „Stundum er
Lydiu lyft fram sem sporgöngu-
konu femínista. En ég veit það
ekki: Ég held að Söderberg hafi
verið svolítið pirraður á henni því
hann reynir ekki að láta lesand-
ann skilja hana. Kannski fannst
lesandanum Lydia vera svolítið
klikkuð fyrir 100 árum. Pernilla
reynir að segja hennar sögu með
öðrum hætti. Kannski virkar þessi
saga betur í dag af því hún er svo
nútímaleg,“ segir Sverrir.
Hvernig er frægð í Svíþjóð?
En hvernig er það fyrir Sverri
að vera landsþekktur í Svíþjóð?
Verður hann fyrir áreiti á götum
úti? Fyrir utan að vera þekkt-
ur leikari þá hefur Sverrir einnig
ratað á síður blaða sem fjalla um
einkalíf fræga fólksins, meðal
annars vegna skilnaða hans við
barnsmæður sínar tvær. Tímaritið
Café hefur kallað hann „tengda-
mömmudraum“, eða tengda-
mömmutrylli upp á íslensku, og
valið hann einn af bestu klæddu
mönnum landsins tvö ár í röð.
Einkalíf Sverris er hins vegar ekki
mikið til umfjöllunar í gulu press-
unni í Svíþjóð að öllu jöfnu og
segir Sverrir að hægt sé að stýra
því talsvert sjálfur hversu mikla
athygli einkalíf manns fær.
„Stokkhólmur er svolítið eins og
Reykjavík, að fólk er ekkert mikið
að abbast upp á mann. En það fer
svolítið eftir því hvar maður er. Ef
maður fer á út á land í minni bæi
þá spyr fólk mann hvað maður sé
að gera þar. Eða ef maður fer í Ikea
eða Gröna Lund þá getur þetta
orðið svolítið mikið. En þetta er
ekki óþægilegt, flestir
eru bara „nice“ og
vilja segja manni að
það hafi séð einhverja mynd sem
þeim fannst góð. Þetta er fín borg
að vera frægur í. Ef ég miða mig
við Shia [LaBoeuf], til dæmis, þá
er miklu erfiðara að vera frægur í
Bandaríkjunum en í Svíþjóð.“
Sverrir segist hafa fundið fyrir
því að konan við afgreiðsluborðið
á kaffihúsinu þekkti hann en að
hann kippi sér lítið upp við það
lengur. „Ég hugsaði meira um
þetta í byrjun ferilsins. Nú er þetta
meira að mamma tekur eftir því
þegar hún er með mér. Flestir
horfa hins vegar á mann þegar
maður tekur ekki eftir því. En ég
geri þetta líka sjálfur þegar ég sé
einhvern frægan sem ég þekki.“
Hvað tekur svo við hjá Sverri
þegar tökum á myndinni um Björn
Borg er lokið? Ætlar hann á að
leika á sviði, líkt og hann hefur
gert í nokkur skipti, eða er einhver
íslensk mynd sem hann gæti hugs-
að sér að leika í? „Ég er ekki alveg
klár á því. Ég held að ég ætli að
fara í smá frí, vera með stelpunum
mínum þremur og fara í smá ferða-
lag eða eitthvað slíkt. Þetta er búið
að vera svolítið puð.“
Sverrir klárar kaffibollann,
stendur upp, kveður með handa-
bandi og gengur út af kaffihús-
inu: Hann þarf að drífa sig í tíma
hjá einkaþjálfara til að halda sér í
formi út af tökunum á myndinni
um Björn Borg.
„Stokkhólmur er
svolítið eins og
Reykjavík, að fólk
er ekkert mikið að
abbast upp á mann.“
Stokkhólmur eins og Reykjavík
Sverrir segir að það sé ekki erfitt að
vera frægur í Stokkhólmi; borgin sé
svolítið eins og Reykjavík þar sem
þekkt fólk fái yfirleitt að vera í friði
fyrir áreiti. Sverrir sést hér sem Arvid
Stjärnblom í Den Allsvarssama Leken.
Ómögulegt ástarsamband Í nýjustu
kvikmynd sinni, Den allvarssamma leken,
leikur Sverrir mann sem á í ómögulegu
ástarsambandi.
Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi
Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónusta
Áratuga reynsla og þekking
... í þjónustu við útgerðina
TIL DÆMIS:
SOLE SM-105 Skrúfuvél
95 Hö við 2500 sn/mín.
Rúmtak: 4,996 ltr.
Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager
TIL DÆMIS:
Gerð: S8U-MPTK
1343 kW við 1060 sn/mín.
Borvídd x slaglengd: 240 x 260
Rúmtak: 94,10 ltr.
Mengunarvottun : IMO2
TIL DÆMIS:
MAS 1350-S Skipsrafstöð
Vél: S12R-MPTAW.
1351 kW við 1500 sn/min 50Hz
Mengunarvottun : IMO2
MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | hjalti@mdvelar.is | www.mdvelar.is