Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Engin hrekkjusvín í Zwift Hjólreiða- og samfélagsforritið Zwift er að verða æ vinsælla á Íslandi. Í forritinu getur hver sem er hjólað með hverjum sem er frá öllum heimshornum á útópísku eyjunni Watopia fyrir framan tölvuskjá á heimili sínu. Gísli að hjóla um vegi Watopiu í stofunni sinni. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Hjólreiðakappinn Gísli Ólafsson hefur stundað leikinn Zwift í eitt og hálft ár en hefur verið að leika sér í samskon- ar leikjum síðan 2001. Hann hefur reynt að fá alla fjölskylduna til að taka þátt í leiknum og hefur hann náð að plata konuna sína að stíga á hjólið nokkrum sinnum. Hristir letina af Gísli Ólafsson nýtir sér Zwift for- ritið sitt 6 daga vikunnar. Hann tengir hjólið sitt við þjálfunarbún- að og hjólar um vegi Watopia: „Ég er tengdur við tölvu og þegar best lætur þá er ég með sjónvarpið fyrir framan mig. Aðal málið er að þú ert að hjóla með lifandi fólki. Ef ég er að hjóla upp eitthvert fjall í Zwift og er latur þá kemur alltaf fólk og fer fram úr mér og það gef- ur mér spark í rassinn til að ná að hrista letina af.“ Minnkar útiveruna Leikir með samfélagsmiðlaívafi geta oft orðið ávanabindandi. Gísli segist ekki finna fyrir því að leik- urinn verði að fíkn en hreyfing í sjálfu sér sé alltaf ávandabindandi. Gísli hefur einnig kynnst allskyns fólki frá öllum heimshornum: „Ég kynntist einum besta vini mínum í eldri leiknum sem býr í Þýskalandi og ég er búin að fara og hitta hann tvisvar ytra. Það eru allskonar keppnir og viðburðir sem maður mætir á. Á veturna á Íslandi getur verið ógeðslegt veður þannig það getur verið mjög freistandi að fara þangað frekar en út. Þannig þetta minnkar eitthvað útiveruna.“ Ef maður klessir á einhvern í leikn- um, hvað gerist þá í raunveruleik- anum? Leikurinn er þannig að hann pass- ar að þú klessir aldrei á neinn, þannig það eru engin hrekkjusvín í Zwift. Teygja í 501 Tíska dettur sjald nast að himnum ofan og oft á sígild tíska sér langa og merka sögu. Það á við um 501 gallabuxurnar frá Levi’s sem fyrirtækið byrjaði að framleiða árið 1890 og hafa síðan notið mikilla vinsælda. Þessi náði að fetta sig og bretta í 501 gallabuxum án þess að nota þurfa stredsefni. Hvað gerist þegar sígildum gallabuxum er breytt? Þá er líklegt að einhverjir rísi upp og mótmæli. Buxurnar eiga leggjast þétt að lík- amanum og hafa síðan veðrast og fagurblár liturinn dofnað lítillega með þvotti. Í síðustu viku tilkynnti gallabuxnarisinn engu að síður að nú yrðu gerðar breytingar á þessari klassísku hönnun, í fyrsta sinn í 143 ára sögu þessa menn- ingarfyrirbæris sem bandaríska fyrirtækið hefur flutt um heim allan. 501 buxurnar eru nefnilega að fá „streds-meðferðina“ eins og það var orðað í fréttatilkynningu. Hreintrúarmenn á gallabux- ur hafa fussað nokkuð yfir þessu og segja það ekki samræmast vel hefðinni að teygjanleiki þessa dáða fatnaðar sé aukinn, en tals- menn fyrirtækisins sverja af sér allar útlitsbreytingar. Þeir segja að munurinn verði aðeins skynjan- legur þegar notandinn sé kominn í buxurnar. Íhaldsmennirnir vilja ekki endilega tengja buxurnar streds- efni sem yfirleitt er frekar tengt þröngum pilsum, leggings-bux- um og jógabuxum. Það þykir ekki samrýmast vel þeirri ímynd sem gallabuxurnar hafa haft, sem tengist vinnu, endingargildi og ákveðinni hörku. Markaðsmenn Levi’s þykjast samt finna að breytinga sé þörf og að neytendur séu að leita að fatnaði sem býður upp á meiri sveigjanleika og auðveldar fólki að hreyfa sig í heimi sem er sífellt á ferðinni. Hvort breytingar á þessari sígildu vöru ganga upp, verður að koma í ljós. | gt Prakkara­ kisi leggur undir sig Pétursbúð Kötturinn Kókó hefur komið ítrekað í Pétursbúð í Vesturbænum í Reykjavík undanfarna viku og hjúfrar sig í hillu sem geymir salern- isvarning og á það til að stilla sér upp hjá harðfiskforða búðarinnar. Fréttatíminn sendi ljósmyndara á vettvang. Send voru út boð á eigendur um að sækja köttinn en ekkert svar hefur borist. Viðskiptavinur á vettvangi bauðst til að labba með köttinn að heimili hans en þegar þangað var komið voru öll ljós slökkt og enginn heima. Þegar Fréttatíminn náði tali af starfsmanni Pétursbúðar sagði hann að rannsóknarnefnd hefði komið saman til að meta hvað verð- ur gert í málum kattarins. Ákveðið hefur verið að leyfa Kókó að ganga frjálsum um verslunina svo lengi sem hann truflar ekki viðskiptavini og klórar ekki í eigur búðarinnar. Sátt hefur því náðst í málinu. | hdó Kötturinn Kókó hefur gert sig heimakominn í Pétursbúð. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.