Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Saga sjónvarps- kappræðna í Bandaríkjunum 1858: Abraham Lincoln gegn Stephen Douglas um öldungadeildarsæti Illin- ois: Fyrstu eiginlegu kappræðurnar í bandarískri stjórnmálasögu og for- leikur að kosningabaráttu Douglas og Lincoln 1860. 1934: Fjölmiðlalög sett sem kveða á um að ljósvakamiðlum beri að gefa ólíkum sjónarmiðum jafnt vægi: M.a. túlkað sem krafa um að ef einn frambjóðandi fái rými í útvarpi eða sjónvarpi skuli aðrir frambjóðendur fá sama rými. Kemur í veg fyrir að hægt sé að skipuleggja kappræður þar sem frambjóðendum smærri flokka er meinuð þátttaka. 1960: Fyrstu sjónvarpskappræður bandarískrar stjórnmálasögu: Ric- hard M. Nixon sem kom illa fyrir í sjónvarpi. Meðan Nixon þurrkaði af sér svita og virtist fölur leit John F. Kennedy út eins og holdgervingur æskunnar. 1975: Fjölmiðlalögunum frá 1934 breytt þannig að hægt er að sýna frá kappræðum ef aðrir en sjónvarps- stöðvarnar skipuleggja þær. 1976: Aðrar sjónvarpskappræður í sögu Bandaríkjanna. Gerald Ford gegn Jimmy Carter. 1980: Carter neitaði að mæta í fyrstu kappræður kosningabaráttunn- ar, þar sem John B. Anderson, sem bauð sig fram utan flokka var leyft að taka þátt. Reagan mætti því And- erson einn og fékk gullið tækifæri til að kynna sig og stefnumál sín. Áhorfsmet var slegið í næstu kapp- ræðum, þar sem 80,6 milljónir manna fylgdust með því þegar Carter og Reagan mættust einir. 1988: Flokkarnir taka sjálfir yfir sjónvarpskappræðurnar, League of Women Voters, sem höfðu annast þær 1976, 80 og 84, lýstu því yfir að stóru flokkarnir ætluðu að breyta þeim í „svikamyllu gagnvart banda- rískum kjósendum.“ 1992: Ross Perot fær að taka þátt í kappræðum George H.W. Bush og Bill Clinton, í annað sinn síðan 1980 sem frambjóðandi annars en stóru flokk- anna tveggja fær að taka þátt í kapp- ræðum. Fylgi við Perot stökk úr 7% fyrir kappræðurnar í 19% á kjördag. 1996: Stóru flokkarnir hafna beiðni Perot um að taka þátt í sjónvarps- kappræðunum og gera þannig út af við framboð hans. 2000: Nefnd stóru flokkanna um framkvæmd forsetakosninga setur 15% regluna: Frambjóðendur smærri flokka í raun útilokaðir frá þátttöku. sú að kappræður þeirra voru undantekning: Það var ekki fyrr en 16 árum síðar sem forsetaframbjóð- endur mættust næst í sjónvarps- kappræðum. Það sem meira er, lengst af heyrði það í raun til algerra undantekninga að frambjóðendur mættust yfirhöf- uð í kappræðum. Árið 1858 mætt- ust frambjóðendur saman á sviði í kappræðum í fyrsta skipti, þegar Abraham Lincoln skoraði á Stephen Douglas að mæta sér fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þegar Douglas neitaði áskoruninni elti Lincoln hann á kosningafundum um fylkið og gerði hróp að honum úr áhorfendaskaranum. Að lokum gafst Douglas upp og samþykkti sjö opn- ar kappræður milli þeirra tveggja víðsvegar um fylkið. Í kappræðunum tókust Lincoln og Douglas m.a. á um þrælahald, en Lincoln gaf síðar út texta þeirra í bók sem fékk gríðarlega athygli og tryggði honum sigur í forsetakosn- ingunum 1860. En þó kappræður frambjóðenda til öldungadeildar eða þings hafi orðið algengari næstu áratugi, var það ekki fyrr en eftir seinna stríð sem forsetaframbjóð- endur mættu hvor öðrum frammi fyrir alþjóð. Ómerkileg fjölmiðleikhús Árið 1940 skoraði Wendell Wilkie, frambjóðandi Repúblikana, á Frank- lin Delano Roosevelt í kappræður, en Roosevelt jafnt sem fjölmiðl- ar höfnuðu hugmyndinni á þeim forsendum að slíkt væri lítið annað en ómerkilegt fjölmiðlaleikhús. Eft- ir stríð var kappræðum frambjóð- enda í prófkjörum stóru flokkanna nokkrum sinnum útvarpað og svo sjónvarpað fyrir kosningarnar 1952 og 1956. Mikilvægasta ástæða þessa var að samkvæmt fjölmiðlalögum frá 1934 bar ljósvakamiðlum að gera ólíkum sjónarmiðum jafn hátt undir höfði. Væri einum frambjóðanda gefið rými til að kynna sig og stefnumál sín, yrði að gefa öðrum frambjóð- endum til sama embættis sambæri- legt rými. Þetta hefði þýtt að þær útvarps- eða sjónvarpsstöðvar sem settu á svið kappræður fyrir forseta- kosningar hefðu þurft að bjóða öll- um þriðjaflokksframbjóðendum að taka þátt, en á því höfðu hvorki stóru flokkarnir né sjónvarpsstöðvarnar mikinn áhuga. Helmingaskipti stóru flokkanna Árið 1960 veitti Bandaríkjaþing tímabundna undanþágu frá þessum lögum svo hægt væri að sjónvarpa kappræðum Nixon og Kennedy og árið 1970 samþykkti Bandaríkja- þing svo að afnema lögin. Nixon, sem þá var að undirbúa kosninga- baráttu sína fyrir endurkjöri, synj- aði þeim aftur á móti um samþykki enda hafði hann vonda reynslu af sjónvarpskappræðum. Það var því ekki fyrr en 1975 að sátt náðist um að slaka á reglun- um, en það ár var lögunum breytt á þann hátt að sjónvarpsstöðvar mættu sýna beint frá kappræðum forsetaframbjóðenda, jafnvel þó frambjóðendur smærri flokka væru útilokaðir, ef kappræðurnar væru skilgreindar sem „fréttnæmur stór- atburður“ sem ekki væri á vegum sjónvarpsstöðvanna sjálfra. Í kosn- ingunum 1976 mættust frambjóð- endur því í fyrsta sinn í sjónvarps- sal síðan 1960. Sjónvarpskappræður frambjóð- endanna hafa því alla tíð verið einn mikilvægasti varnargarður stóru flokkanna gegn frambjóðendum smærri flokka: Það er nánast óger- legt fyrir þriðjuflokksframbjóðend- ur að fanga athygli almennings með- an frambjóðendur þeirra geta ekki talað til almennings í kappræðum. Svikamylla gegn kjósendum Í samræmi við nýju lögin voru sjón- varpskappræðurnar fyrir kosn- ingarnar 1976, 80 og 84 skipulagð- ar af Kjósendasamtökum kvenna (League of Women Voters), en sam- tökin hafa unnið að því að efla kon- ur til þátttöku í stjórnmálum síðan 1920. Stóru flokkarnir vildu hins aukin yfirráð yfir skipulagi kapp- ræðnanna og fyrir kosningarnar 1988 kröfðust þeir þess að samtök- in gengju að reglum sem samdar höfðu verið um hvernig kappræðun- um skyldi háttað, allt frá umgjörð þeirra til þess hvernig efni spurn- inga yrði valið. Samtökin höfnuðu kröfunni, gerðu reglurnar, sem flokkarnir höfðu viljað halda leynd- um, opinberar og úthrópuðu stóru flokkana fyrir að ætla sér að breyta kappræðunum í „svikamyllu gegn kjósendum“. Í kjölfarið voru Kjósendasamtök kvenna gerð brottræk sem skipleggj- endur kappræðnanna og stóru flokk- arnir tóku yfir. Hvor flokkanna skip- ar fimm fulltrúa í The Commission on Presidential Debates, sem síð- an sér um skipulag sjónvarpskapp- ræðna. Það þarf ekki að koma á óvart að nefnd þessi heldur áfram samstöðu Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins gegn smærri flokkum. Að vísu samþykktu flokk- arnir að leyfa Ross Perot að taka þátt í kappræðunum 1992, en gott gengi hans í kosningunum það ár varð til þess að ósk hans um að fá að taka þátt í kappræðunum árið 1996 var hafnað. Árið 2000 sam- þykkti nefndin svo þær reglur að frambjóðandi þyrfti að hafa fengið minnst 15% í fimm viðurkenndum skoðanakönnunum. 15% reglan bjargaði Clinton Ástæða þess hve tvísýnt er með niðurstöður kosninganna í nóv- ember hefur stundum verið skýrð með því að Trump sé óvenjulegur frambjóðandi sem hafi einhvernveg- inn sprengt upp öll fyrri módel. Þó þessi skýring sé í fljótu bragði trú- verðug er hún röng. Skýringanna er miklu fremur að leita í því að bæði hann og Hillary eru óvenjulega illa þokkaðir frambjóðendur: Hvorugu hefur tekist að tryggja sér að fullu stuðning hefðbundinna kjósenda- hópa síns flokks, og hvorugu hefur tekist með áberandi hætti að höfða til stórra nýrra kjósendahópa sem hafa áður staðið utan stjórnmála- átakanna. Kannanir hafa t.d. sýnt að stuðningur Trump meðal ómennt- aðra hvítra karla úr verkalýðsstétt er í raun ekkert svo frábrugðinn stuðn- ingi þeirra við fyrri frambjóðendur Repúblikana. Afleiðing þessa er sú að óvenju- lega stór hluti kjósenda, sérstaklega úr yngstu aldurshópunum, geta varla hugsað sér að kjósa illskárri kostinn af tveimur slæmum, Clinton eða Trump. Samkvæmt könnunum eru 15-20% enn óákveðnir eða ætla að kjósa Jill Stein, frambjóðanda Græningja, (2-4%) eða Gary Johnson, frambjóðanda Frjálshyggjuflokks- ins, (5-10%). Það er fyrst og fremst af þess- um sökum sem kappræðurnar á mánudag kunna að hafa skipt sköp- um fyrir Clinton. Framboð Clint- on bindur vonir við að þegar kjós- endur átta sig á því að valið stendur raunverulega aðeins um þau tvö, að næsti forseti Bandaríkjanna verði annað hvort Donald Trump eða Hillary Clinton, muni fólk taka sönsum og fylkja sér um hana. Kappræðurnar á mánudag gáfu kjósendum svo sannarlega kost á að bera frambjóðendurna saman, hlið við hlið: Annars vegar vantstilltan rudda og hins vegar Clinton, hold- gerving rósemi og yfirvegunar. Hefðu Gary Johnson og Jill Stein svo fengið að deila sviðinu með Hillary og Trump hefði valkostur- inn kannski ekki orðið jafn augljós. Fyrir kappræðurnar á mánudag sögðu 34% kjósenda að þær myndu skipta miklu máli þegar þeir gerðu upp hug sinn um hvern þeir hygðust kjósa í nóvember. Hlutfallið var ívið hærra meðal skráðra Repúblikana en Demókrata, sem bendir til þess að kjósendur flokksins hafi enn nokkrar efasemdir um Trump. Stund Fimmtudaginn 6. október 09.00 til 12.00 Staður Nordica Hótel, Salur H Ráðgjafi Kristinn T. Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus Reynslusögur Hrefna Ösp Sigurfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, lýsir því hvernig aðferðafræðin var innleidd í öllum bankanum í fyrra og lýsir helstu sigrum og áskorun við sprett tvö sem hófst í haust. Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Þjónustu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, lýsir því hvernig stjórnendateymi þeirra hefur nýtt sér 4Dx aðferðafræðina til að bæta árangur í þjónustuveitingu og brjótast út úr viðjum vanans. Þátttakendur Stjórnendur ísl enskra vinnustaða og þeir sem bera ábyrgð á árangri Verð 19.900 kr. Innifalið Metsölubókin The 4 Disciplines of Execution. Þriggja klukkustunda ör­ námskeið á aðferðafræði FranklinCovey um inn­ leiðingu stefnu. Tveggja tíma einkafundur með ráðgjafa í kjölfar námskeiðs Aðgangur að ítarefni á sérstakri vefsíðu Morgunverður Skráning thora@franklincovey.is 775 7077 Skýr stefna er eitt en framkvæmd stefnu skiptir öllu máli 4Dx örnámskeið og reynslusögur íslenskra stjórnenda, 6. október 2016 Kynntu þér áhrifaríka og margreynda aðferð við innleiðingu á raunverulegum og varanlegum hegðunarbreytingum á örvinnustofu FranklinCovey. www.franklincovey.is www.expectus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.