Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Trump sýndi sitt rétta andlit í kappræðum gegn Clinton á mánudag. En hvaða máli skiptir þetta sjónvarpsleik- hús? Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Kappræðum forsetaframbjóðend- anna er oft lýst sem mikilvægasta viðburði kosningabaráttunnar og því haldið fram að þær hafi allt frá 1960, þegar Kennedy og Nixon mættust í sjónvarpssal, sannað mikilvægi sjónvarpsins fyrir stjórn- mál í Bandaríkjunum. En sögulegt hlutverk þeirra er töluvert flóknara. Fyrir utan þessar fyrstu kappræður er erfitt að sýna fram á að þær hafi nokkru sinni haft afgerandi áhrif á niðurstöður kosninga. Þeim hef- ur hins vegar verið lýst sem „svika- myllu á kostnað kjósenda“, og mik- ilvægasta framlag þeirra hefur líklega verið að viðhalda einokun stóru flokkanna tveggja í forseta- kosningum. Hvort kappræður mánudagsins nái að skrifa sig á blöð sögunnar er enn óvíst. Þær minntu kjósendur þó nokkuð örugglega á hvaða mann Trump hefur að geyma. Kappræðurnar voru sögulegar Samkvæmt mælingum horfðu 84 milljónir á kappræðurnar á mánudag í sjónvarpi, fyrir utan þær milljónir sem horfðu á þær á internetinu, sem er met í sögu bandarísks sjónvarps. Aldrei fyrr hafa jafn margir horft á kappræð- ur forsetaframbjóðenda, en fyrra metið var sett árið 1980, þegar 80,6 milljónir manna fylgdust með Cart- er og Reagan mætast í sjónvarpssal. Um leið eru kappræður mánudags- ins einn stærsti sjónvarpsviðburð- ur í sögu Bandaríkjanna. Það er hins vegar enn óvíst hvort þær hafi náð að breyta gangi bandarískrar stjórnmálasögu. Þó kannanir síðustu viku hafi sýnt að fylgi við Clinton hafi auk- ist að nýju hefur munurinn á milli Clinton og Trump minnkað mikið frá því í ágúst. Helsta ástæðan er sú að Trump hefur unnið á með- al óákveðinna kjósenda og þó sér- staklega þeirra sem sögulega hafa stutt frambjóðendur Repúblikana. Sjónvarpskappræðurnar: „Svikamylla á kostnað kjósenda“ Með því að sýnast „forsetalegur“, sæmilega yfirvegaður og í þokka- legu jafnvægi tókst Trump að slá á áhyggjur kjósenda sem höfðu haft efasemdir um að hann væri starf- inu vaxinn. Fyrir kappræðurnar voru stjórn- málaskýrendur því á einu máli um að Trump gæti mögulega unnið stórsigur á mánudaginn, og gæti jafnvel unnið upp forskot Clinton með því einu að hegða sér sóma- samlega, svara Clinton af yfirvegun og kurteisi og skýra stefnumál sín af skynsemi. Mæta tímanlega, ekki froðufella Þessi væntingastjórnun skiptir öllu máli í kappræðum: George W. Bush kom t.d. betur fyrir í kappræðum þeirra John Kerry árið 2004 en margir höfðu átt von á. Í kosninga- baráttunni höfðu andstæðingar Bush útmálað hann sem einfeldn- ing sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ekki skilning á heimsmál- um. Þegar á hólminn var kom- ið kom Bush mun betur fyrir en margir höfðu búist við, auk þess sem Kerry stóð ekki fyllilega undir þeim miklu vonum sem við hann voru bundnar, en kosningateymi Bush hafði gert sitt besta til að spila upp væntingarnar til Kerry. Þó kannanir hefðu sýnt að kjós- endur teldu almennt að Kerry hefði staðið sig mun betur í kappræðum þeirra Bush snérist fjölmiðlaum- fjöllunin um hversu vel Bush hefði þó komið fyrir, og því tókst Kerry ekki að nýta kappræðurnar til að saxa verulega á forskot Bush. Kosn- ingastjórar frambjóðendanna reyna því, bæði þá og nú, sitt besta til að draga úr væntingum til síns fram- bjóðenda og blása upp væntingarn- ar til andstæðingsins. Þegar New York Times flutti frétt- ir af því að Trump hefði ákveðið að sleppa því að búa sig undir kapp- ræðurnar við Hillary með hefð- bundnum hætti, t.d. með því að liggja yfir greinargerðum um helstu hitamál dagsins eða æfa tilsvör með ræðuþjáfurum, töldu margir að kosningaskrifstofa Trump væri einfaldlega að reyna að draga úr væntingum. Enda bjuggust stjórn- málaskýrendur sem og aðrir ekki við miklu: Charles Krauthammer, álitsgjafi á Fox News, sagði að svo framarlega sem Trump hundskaðist til að mæta á réttum tíma og „væri ekki froðufellandi“, yrði hann sjálf- krafa sigurvegari. Trump gekk í allar gildrur Clinton Frammistaða Trump á mánudag bendir hins vegar til að fréttir New York Times hafi verið réttar því Trump kolféll á Krauthammer-próf- inu. Fyrstu tíu til fimmtán mínútur kappræðnanna virtist Trump ætla að halda sjó, meðan hann talaði um tollamál og alþjóðaviðskipti en það breyttist þegar Clinton tókst að egna Trump til að sýna sitt rétta eðli. Og ekki þurfti mikið til. Clinton benti á að Trump hefði sannarlega notið umtalsverðar velgengni í líf- inu, eftir að hafa sett á stofn fyrir- tæki með 14 milljón dollara láni frá föður sínum og þessi athugasemd dugði til að koma Trump úr jafn- vægi, enda er hann gríðarlega við- kvæmur fyrir efasemdum um árang- ur í viðskiptum eða umfang auðæfa sinna. Afgang kvöldsins var hann í sínum gamalkunna ham, sýndi af sér frekjulegan yfirgang, baðaði út höndunum og greip fram í fyrir Clinton alls 51 sinni. Að kappræðun- um loknum kvartaði Trump svo undan því að Clinton hefði „ekki komið almennilega fram“ við sig og að hann myndi því ekki vera jafn kurteis í næstu kappræðum: Þá myndi hann t.d. rifja upp framhjá- hald Bill Clinton. Clinton burstaði Trump Allar kannanir sýna og nánast allir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að Trump hafi staðið sig hörmu- lega í kappræðunum. Könnun Politico sýndi að 79% pólítískra inn- herja í Washington teldu að Clinton hefði sigrað Trump í kappræðun- um, þar af 99% Demókrata og 57% Repúblíkana. Könnun CNN meðal al- mennings sýndi að 62% töldu Clint- on hafa komið betur út, samanborið við þau 27% sem töldu Trump hafa borið af. Trump tókst að skaða framboð sitt með vanhugsuðum tilsvörum. Hann gumaði meðal annars af því að hafa ekki greitt tekjuskatta: Það sannaði hversu gáfaður hann væri og að hann væri klókur bissness- maður og ef hann hefði greitt skatta hefði fénu hvort sem er verið sól- undað af stjórnvöldum í einhverja vitleysu. Hann viðurkenndi einnig að hafa glaðst yfir hruni fasteigna- markaðarins 2007-8, þar sem hann sá sér færi á að hagnast í hinu sögu- lega efnahagslega áfalli. Skipta kappræður yfirhöfuð máli? Það er því mögulegt að kappræð- ur mánudagsins hafi gert út um möguleika Trump á sigri. Sem væri óvenjulegt, því eins og áður sagði hafa sjónvarpskappræður forseta- frambjóðenda yfirleitt ekki haft úr- slitaþýðingu fyrir niðurstöður kosn- inga. Í raun er aðeins eitt dæmi um að sjónvarpskappræður hafi ráðið úrslitum með afgerandi hætti, en það voru þær fyrstu, haldnar árið 1960, þar sem frambjóðendurnir Richard M. Nixon og John F. Kenn- edy tókust á. Slæm frammistaða Nixon í sjón- varpssal er talin ein mikilvægasta ástæða þess að hann laut í lægra haldi fyrir Kennedy. Þegar Nixon mætti í sjónvarpssal var hann með snert af flensu, illa rakaður og af- þakkaði að auki förðun fyrir út- sendinguna. Í samanburði við Kenn- edy, sem var hraustleikinn og æskan uppmáluð, sólbrúnn og brosandi, leit Nixon út fyrir að vera þvalur og tuskulegur. Og á meðan þau sem hlustuðu á kappræðurnar í útvarpi töldu Nixon hafa komið betur fyrir voru þau sem horfðu á þær í sjón- varpi þeirrar skoðunar að Kennedy hefði verið sigurvegari kvöldsins. Kappræður eiga sér stutta sögu Athyglisvert er hversu nýtilkomnar sjónvarpskappræður eru í banda- rískum forsetakosningum. Þó kennslubækur nefni undantekn- ingarlítið kappræður Nixon og Kenn- edy sem dæmi um mátt sjónvarps- ins er staðreyndin Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa eytt síðustu dögum í að greina kappræðurnar út frá öllum sjónarhornum, meðal annars handahreyfingum. Þannig hefur verið bent á að mikill munur hafi verið látbragði þeirra: Hreyfingar Trump hafi að vanda verið tilþrifamiklar og leikrænar, meðan handahreyfingar Hillary hafi verið látlausari og smærri. M yndir | G etty Hillary Clinton þótti bera af í kappræðunum í Hofstra háskóla. Könnun CNN sýndi að 62% kjósenda töldu hana hafa átt kvöldið meðan 27% töldu að Trump hefði staðið sig betur. Þetta er mesti munur á frambjóðendum síðan CNN tók að mæla upplifun fólks á frammistöðu frambjóðenda í sjónvarpskappræðum árið 1984. GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Framhald á bls. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.