Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 í meiri tengslum við nærsamfé- lagið og óformlegt nám verður líka metið til náms.“ „Að ganga inn í skóla framtíðar- innar verður miklu frekar eins og að ganga inn á vinnustað en skól- ann eins og við sjáum hann fyrir okkur í dag. Starfið verður ekki bútað niður í 40 mínútna kennslu- stundir og það verður miklu meira flæði milli greina og aldurshópa. Námsgreinaskiptingin verð- ur ekki jafn ráðandi heldur verð- ur flokkunin meira í átt að þeim grunnþáttum sem við erum byrjuð að vinna með í aðalnámskránni frá 2008; sköpun, sjálfbærni, lýðræði og heilsu og heilbrigði.“ Jón Torfi Jónsson, prófessor og fyrrverandi forseti Menntavísinda- sviðs, tekur undir með Svanborgu. „Í skóla framtíðarinnar ættu við- fangsefnin að hafa breyst mjög mik- ið, en ekki endilega formið. Hugsan- lega verður ekki jafn mikil áhersla á hefðbundinn lærdóm heldur á ólíka þætti menntunar, því sem snýr að listum, sköpun og ekki síst samskiptum af öllu tagi. Það verður lögð meiri áhersla á að uppgötva og skoða nýja hluti. Kennarinn verð- ur ekki minna þarfur en hann er í dag en hlutverk hans verður ekki að miðla. Starf kennarans er svo margslungið og skólinn sem stofn- un hefur mörg önnur hlutverk en vanalega eru dregin fram í dagsljós- ið. Skólinn er gæslustofnun í meira mæli en fólk gerir sér grein fyrir, hann gegnir veigamiklu félagslegu hlutverki og hann er líka ákveðin trygging jafnræðis því mörg börn fengju ekki snertingu við flókið um- hverfi sitt ef ekki væri í skólanum þótt skólinn ætti þegar að ganga mun lengra í því efni. Þessi atriði verða fyrirferðarmeiri í skóla fram- tíðarinnar.“ Kennarinn sjaldan mikilvægari Margir hafa velt því fyrir sér hvort tæknin eigi eftir að taka yfir og í Tómas Ari Arnarson, 9 ára nemi í Barna- skóla Hjalla- stefnunnar, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það er að læra og vera mikið úti, klifra í trjánum og spila fótbolta og borða góðan mat, eins og spínat- pasta. Við ættum líka að læra fleiri tungumál.“ Sara Rún Gísladóttir, 10 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða tannlæknir. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það væri gam- an að byrja daginn á stærðfræði, fara svo út og borða nestið sitt og vera svo lengi í íþróttum. Og gera kannski smá íslensku og ensku. Ég myndi líka vilja byrja fyrr í dönsku. Mér finnst líka að það ættu að vera litlar stofur fyrir hvert fag og svo væri rosalega stórt svæði með fullt af leiktækjum.“ Egill Orri Sig- urðsson, 9 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Það væri minni stærðfræði og meiri fótbolti og þema. Við ættum að vera miklu meira úti og það ættu að vera fleiri fótboltavellir.“ 10 mikilvægustu hæfileikar framtíðarinnar: 1. Að geta unnið úr vandamálum 2. Gagnrýnin hugsun 3. Skapandi hugsun 4. Mannauðsstjórnun 5. Mannleg samskipti 6. Tilfinningagreind 7. Að geta tekið ákvarðanir 8. Samningahæfni 9. Þjónustulund 10. Að geta brugðist hratt við nýjum aðstæðum Heimild: Skýrsla World Economic Forum um framtíð atvinnu á 21. öldinni „Kennarinn verður ekki minna þarfur en hann er í dag en hlutverk hans verður ekki að miðla.“ Jón Torfi Jónsson, prófessor og fyrrverandi deildarforseti Menntavísindasviðs. myndum sem dregnar eru upp af framtíðarskólum spilar tæknin oft mikið hlutverk. Sumir hafa gengið svo langt að segja kennara verða hálf óþarfa í framtíðinni, þar sem allar upplýsingar verði hægt að nálgast á vefnum. Jón Torfi seg- ir tæknina hafa haft mun minni áhrif á skólastarfið en spáð var fyr- ir um og allt önnur og í raun hafi áhrif hennar hingað til mestmegn- is snúið að samskiptum fólks. En vitaskuld muni hún sífellt verða ágengari í öllu lífi okkar – ýta út mörgu sem nú er kennt og kalla á annað í staðinn. „Við getum haft jákvæði samskipti og fengið enda- lausar upplýsingar um hvaðeina, hvaðan sem er úr heiminum en við getum líka orðið fyrir einelti og sið- ferðislegar spurningar verða sífellt ágengari vegna tækninnar. Menn héldu að kennarinn yrði óþarfur en starf kennarans hefur þvert á móti sjaldan verið mikilvægara og kennaramenntun er að breytast mjög mikið til þess að taka mið af breyttum áherslum.“ Ölum ekki upp þræla „Ef kennarar eiga að gera alla gömlu hlutina og nýju hlutina þá er ansi mikið á þá lagt,“ segir Jón Torfi. „Og að mínu mati fer ekki næg umræða fram um hlutverk skólans í menntun barna og hlut- verk kennara í því ljósi. Kannski er of mikil áhersla á kennslu í þessari umræðu en of lítil á samskipti, einstaklinginn og manneskjuna í flóknu samfélagi. Ég held að það sé nauðsynlegt að við undirbúum ungt fólk til að verða stjórnendur fram- tíðarinnar en ekki þrælar eða þjón- ar hennar. Það eru allskonar áskor- anir framundan og við þurfum að líta á þær með jákvæðu hugarfari og vera tilbúin að taka frumkvæði í mótun framtíðarinnar.“ Eins og sagt var frá í upphafi þá virðast hugmyndir yngstu við- mælenda okkar um það hvern- ig skólinn eigi að vera eiga mik- inn samhljóm með hugmyndum fræðinga og framtíðarspámanna. Börnin vilja meiri frjálsan leik og samskipti, meiri útiveru og hollan mat í bland við mikið af þemadög- um og nauðsynlegar grunngrein- ar. Hljómar alls ekki svo vitlaust. Kannski við ættum bara að leyfa börnum að vera með í ráðum þegar kemur að því að ræða menntamál. Eða flýta aðeins fyrir ferlinu og gera þau strax að minni þjónum og meiri stjórnendum. Tinna Guðjóns- dóttir, 9 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða læknir. Hvernig væri fullkominn skóli? „Með fleiri leiktækjum og meiri tíma úti. Og meira af þema og íþróttum.“ Skóli þar sem kennari stendur fyrir framan börn sem sitja í beinum röðum við sitt eigið borð og miðlar upplýsingum gagn- rýnislaust, er að líða undir lok. Hér eru börnin í Barnaskóla Hjallastefnunnar að byrja daginn á því að tala saman. Mynd | Hari á Tenerife með GamanFerðum! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. ÞAÐ ER FLUG Á ÞÉR! SAN FRANCISCO f rá 23.499 kr.* okt .- mars MONTRÉAL f rá 13.999 kr.* nóv. - mars BERLÍN f rá 9.999 kr.* nóv. - des . BOSTON f rá 15.999 kr.* nóv. - mars PARÍS f rá 7.999 kr.* nóv. - des . TORONTO f rá 13.999 kr.* nóv. - mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.