Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Auka þarf samvinnu inn- an ólíkra stofnana heil- brigðiskerfisins og skapa heildarhugsun þar sem markmiðin eru þau sömu, segir Páll Matthíasson. Hann segir að heildarsýn skorti sem meðal annars hafi leitt til samstarfsörð- ugleika á milli Landspítala og Sjúkratrygginga þar sem síðarnefnda stofnunin vilji auka einkarekstur í kerfinu á kostnað spítalans. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Einn helsti galli heilbrigðiskerfis- ins er að það skortir heildaryfirsýn í kerfinu, það er of brotakennt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við Frétta- tímann um sýn hans á helstu galla íslenska heilbrigðiskerfisins og hvað sé til að ráða að hans mati til að ráða bót á þeim. Stærsta galla heilbrigðiskerfisins segir Páll hins vegar vera undirfjár- mögnun til lengri tíma litið. „Gall- ar heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru meðal annars þeir að það er van- fjármagnað til langs tíma, sérstaklega á Landspítalan- um. Ef maður skoðar þró- unina í fjár- mögnun heilbrigðiskerfisins þá fór að draga úr á Landspítalanum um aldamótin þannig að það er ákveðinn galli að Landspítalinn er undirfjármagnaður og fleiri þætt- ir kerfisins.“ Hann bendir á að 20 prósenta niðurskurðurinn á spítal- anum eftir hrunið 2008 hafi haft slæmar afleiðingar á starfsemina og að Landspítalinn finni enn fyrir af- leiðingum þess niðurskurðar. En hvað á Páll við með því að heildarsýn skorti í heilbrigðiskerf- ið? „Heilsugæslan, sjúkrahúsþjón- ustan og öldrunarþjónustan þurfa að vera órofa heild. Það skortir mjög á þetta á höfuðborgarsvæðinu þó heilsugæslan og sjúkrahúsþjón- ustan sé víða tengd á landsbyggð- inni. Þetta er galli vegna þess að ef það er ekki heildaryfirsýn og kerfið er ekki skipulagt með heildarhags- muni að leiðarljósi þá verður það dálítið brotakennt og tilviljana- kennt hvernig hlutir byggjast upp.“ Páll tekur dæmi af því að ver- kefni hafi verið að færast út frá Landspítalanum og til einkarek- inna læknastofa án þess að „pólitísk stefnumörkun liggi þar á bak við“. Hann segir að þetta eigi líka við um flóknari aðgerðir sem hingað til hafa verið gerðar á spítalanum. Hann segir að þetta sé á ýmsum sviðum, meðal annars innan ým- issa sérgreina í lyflæknisfræði. Páll segir að hann telji að þetta sýni að stundum séu „skrítnir hvat- ar“ að verki í heilbrigðiskerfinu. Hann segir að samskipti heilsugæslunnar og heilbrigðis- stofnana gætu verið betri þar sem stundum sé ekki hægt að senda fólk sem þarf sjúkrahúsþjónustu af heilsugæsunni á spítala vegna þess að á spítölunum sé fólk með einfaldari heilbrigðisvandamál sem væri hægt að sinna á heilsugæsl- unni. „Þetta ber allt að sama brunni: Það er ekki búið að hugsa þetta kerfi til hlítar sem heild.“ Annað sem Páll nefnir sem galla er hvernig kerfið er fjármagnað og mismunandi fjármögnun heil- brigðisþjónustu eftir því hvort um er að ræða sjúkrahúsþjónustu sem ríkið greiðir fyrir á fjárlögum eða þjónustu einkarekinna læknastofa í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Hann kallar þessi tvö ólíku fjár- mögnunarkerfi „eitraða blöndu“. „Stór galli er fjármögnun kerfis- ins. Stofnun eins og Landspítalinn er á fjárlögum; það er bara einhver Páll Matthíasson segir að samskiptin á milli Landspítalans og Sjúkratrygginga mættu vera betri en að vandamálið sé að þessar stofnanir hafi ólíka sýn á framtíð heilbrigðiskerfisins. Mynd | Hari Forstjóri Landspítalans: „Eitruð blanda“ í heilbrigðiskerfinu Við undirskrift samninga við lækna í ársbyrjun undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar loforð um að hækka framlög til heilbrigðismála til samræm- is við það sem er á Norður- löndunum. Loforð nokkurra stjórnmálaflokka ganga lengra, vilja miða við Svíþjóð þar sem hlutfallið er 11 prósent af lands- framleiðslu. Og sumir vilja auk þess gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa. Píratar vilja telja tannlækningar þar með. Við gerð kjarasamninga við lækna í ársbyrjun í fyrra undir- ritaði ríkisstjórnin yfirlýsingu um að hækka framlög til heil- brigðismála. Þar stendur: „Heilbrigðiskerf- ið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norður- lönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti.“ Framlög Norðurlandaþjóð- anna til heilbrigðismála eru nokkuð misjöfn. Sem hlutfall af landsframleiðslu eru Svíar hæstir með 11 prósent en Finn- ar lægstir með 8,6 prósent. Meðaltalið er 9,7 prósent. Búið að lofa 27 milljörðum Til að hækka framlög á Íslandi upp í þá tölu þyrfti að hækka framlag úr ríkissjóði úr 165 milljörðum króna á þessu ári í 192,5 milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir að sjúklingagjöld hækki til jafns við ríkisútgjöld, að yfirlýsingin feli ekki í sér stefnubreytingu um þátttöku sjúklinga í kostnaði. Hlutur sjúklinga myndi þá hækka úr um 38 milljörðum króna á þessu ári í 44,5 milljarða króna á næsta ári. Ef markmiðið er fyrst og fremst að efla Landspítalann er ekki hægt að auka þátttöku almennings nema með því að hækka hlutfallið annars staðar í kerfinu þar sem samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta gjöld af sjúklingum sem liggja inni á sjúkrahúsum. Til að ná þessu fram þarf að auka við tekjustofna ríkissjóðs. 27,5 milljarðar króna eru um 16 prósent af tekjuskatti einstak- linga og tæp 40 prósent af tekjuskatti fyrirtækja. Þar sem samkvæmt Salek-samkomu- laginu er gert ráð fyrir hækk- un lífeyrisiðgjalda er vandséð að einstaklingar gætu staðið undir hækkun tekjuskatts á næstu árum. Fyrirtækjaskattur er lægri á Íslandi en á Norður- löndunum og ef hugmyndin er að sækja fyrirmyndir þang- að um rekstur ríkissjóðs er kannski eðlilegt að gera ráð fyr- ir að skattar á fyrirtæki og fjár- magn hækki á Íslandi á næstu árum. Margir flokkar hafa bent á tekjuöflun með útboði á fisk- veiðikvóta. Til að ná 27,5 millj- örðum króna út úr því þyrftu Íslendingar á ná betra með- alverði á þorskígildistonn en Færeyingar á uppboðunum í sumar. 71 milljarð til að jafna við Svía Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu eru svo til allir flokkarnir með loforð fyrir kosningar um að standa við hana. Það er eins og ekki sé mikið mark tekið á henni í umræðunni. En nokkrir flokkar vilja gera gott betur og miða við 11 prósent af lands- framleiðslu eins og reyndin er í Svíþjóð og meðal þeirra þjóða sem verja mestu til heilbrigðis- mála; Hollands, Sviss og Þýska- lands. Til þess þyrfti að hækka ákveðin upphæð sem er ætlað að nota til reka stofnunina og það skiptir engu máli hvort sjúklingar eru 1000 eða enginn. Við hlið þessa kerfis er rekið kerfi á vegum Sjúkra- trygginga Íslands þar sem sérfræði- læknar fá greitt fyrir hvert viðvik í kerfi sem kallast „fee for service“. Þetta kerfi við hliðina á kassalega fjármögnun ríkisstofnana er mjög eitruð blanda. Það er mjög mikil- vægt að breyta þessu þannig að fjár- mögnunin á þessum tveimur kerf- um sé líkari.“ Ein af birtingarmyndum þess hversu heilbrigðskerfið er brota- kennt eru samstarfsörðugleikar sem Páll segir að verið hafi á milli Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir vinni að sam- eiginlegu markmiði. Ég held að grunnurinn á bak við þá sam- starfsörðugleika, sem vissulega eru á milli Landspítala og Sjúkra- trygginga í mjög mörgum mál- um, sé að sýnin á framtíð heil- brigðiskerfisins sé ekki sú sama. Landspítalinn telur að mikilvægt sé að þjóðarsjúkrahúsið sé byggt upp þannig að það verði sem öfl- ugast og þar sé f lóknustu sjúk- lingum sinnt í góðu samstarfi við heilsugæsluna og stofusérfræðinga út í bæ. En mér virðist hins vegar sem sýn Sjúkratrygginga sé sú – þú verður kannski að spyrja þá nánar út í hver hún sé – að þar sé meiri trú á að láta hlutina þróast meira utan sjúkrahúsanna. Það er sem sagt ekki samstaða milli ólíkra stofnana innan heilbrigðiskerfis- ins um heildarsýnina.“ Páll undirstrikar að hann sé ekki mótfallinn einkareknum læknastof- um heldur að samhæfa þurfi allt heilbrigðiskerfið betur. „Vissir hlut- ir eiga betur heima á stofum úti í bæ en ekki inni á spítalanum. Þetta eru einfaldari aðgerðir og verkefni sem hægt er að vinna sig í gegn- um mjög hratt og sem hafa minna kennslugildi. Þessar aðgerðir má gera úti í bæ og borga minna fyrir þær en inni á spítalanum. Það eru hagsmunir kaupandans, fólksins í landinu sem pólitíkin er fulltrúi fyr- ir, að samhæfingin og yfirsýnin sé meiri. Við á Landspítalanum getum ekki leyst þetta samhæfingarvanda- mál heldur þarf velferðarráðu- neytið að stuðla að sameiginlegu átaki sjúkrahúsa, Landlæknisemb- ættisins, heilsugæslunnar og einka- reknu sérfræðistofanna.“ Hvað kosta loforðin? VONDU KERFIN: heilbrigðisKERFIÐ 20% afmælisafsláttur www.th.is 551 5814 TÖSKU-OG HANSKABÚÐIN Laugavegi 103 við Hlemm TÖSKU-OG HANSKABÚÐ IN 55 ÁRA af öllum vörum til 3. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.